Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 196
194
Flugur
6. Athugasemdir nm prófaðferðir
Hinar mismunandi niðurstöður sem fást með þessum tveimur próf-
aðferðum gefa vísbendingu um að ekki sé allt fengið með því að leggja
einhver próf fyrir börn, erfitt virðist vera að fá fram venjulega málnotk-
un á þennan hátt. Að vísu er hægt að bera frammistöðu barnanna
saman innbyrðis, og unnt er að sjá hvernig hún breytist með aldri. En
ekki er víst að þó að barn myndi öll gerandnafnorð í einhverju prófi
með því að bæta -ari (eða einhverju öðru) við sagnstofninn þá sé þetta
eina (eða algengasta) orðmyndunaraðferðin sem það hefur á valdi sínu.
Það er einungis sú aðferð sem barnið notar við þessar ákveðnu próf-
aðstæður, á ákveðnum tíma. En því miður er því líklega þannig farið
með flest próf. Þess vegna er varhugavert að alhæfa út frá þeim.
7. „Frjáls orðmyndim“
Til að reyna að fá einhverja hugmynd um orðmyndun í daglegu tali
barna ákvað ég að athuga langsniðsgögn sem til eru frá þremur börnum
á aldrinum tveggja til fimm ára, tveimur stelpum og einum strák. Fylgst
hefur verið reglulega með þeim, og „eðlilegt tal“ þeirra tekið upp með
V2-I mánaðar millibili og allt skráð niður. Hver upptaka er u. þ. b.
I-IV2 tíma löng. Upptökurnar ná yfir eitt ár hjá einni stelpunni, Br.
(frá 2-3 ára), rúm tvö ár frá hinni stelpunni, Bj. (frá 2V2-AV2 árs) og
tæp tvö ár frá stráknum, K. (frá 2 til tæplega 4 ára). Einnig athugaði ég
orð, sem skráð voru í dagbók móður, frá Bj.
Þó að klukkustundirnar, sem þannig eru skráðar, séu margar kemur
í ljós að ekki er mikið af nýyrðum. Þó ber að hafa í huga að þó að reynt
sé að hafa aðstæður sem eðlilegastar í upptökum sem þessum er líklegt
að þær sýni ekki nema lítið brot af málnotkun barnanna. Aðstæðurnar
eru líklega ekki svo óskaplega örvandi fyrir nýsmíði orða, yfirleitt fóru
upptökurnar fram heima hjá börnunum og í návist kunnugra. Hér á
eftir fara dæmi frá þessum börnum um orðmyndun, sem segja má að sé
sambærileg þeirri sem athuguð var í prófunum fyrrnefndu.
Br.: Eina dæmið um gerandnafnorð hjá Br. var spilstjóri (sá sem stjórn-
ar í spilum, frá því hún var 2;11:12 ára, þ. e. tveggja ára, ellefu mánaða
og tólf daga gömul). Þó getur verið að það orð sé frekar myndað af
nafnorðinu spil en sögninni spila. Þrjú dæmi fann ég um einhvers konar