Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 215
Ritdómar 213
samhljóðunum við lykla, sem notaðir voru til þess að stöðva strengina á mismun-
andi stöðum til þess að fá fram ólíka tóna.
Hugsunin á bak við þessa seinni mynd kemur heim við hringmyndina, því þar
eru sum samhljóð sögð geta staðið á undan og eftir sérhljóði, „hvárt sem kippt er
eða hrundit lyklinum“, en aðrir stafir „hafa hálft hljóð við hina: sumir taka hljóð,
er þú kippir at þér; sumir er þú hrindir frá þér“ (sbr. bls. 42, 74). Sem sé, sam-
hljóðin hafa ólíka dreifingu, og sú fyllidreifing sem gildir um suma stafina kemur
skýrt fram á ferköntuðu myndinni, t. a. m. í sambandi við þ og ð. Hins vegar er
rétt að minna á það, að höfundurinn stígur ekki skrefið til fulls að telja þ og ð til
eins og sama stafs eða fónems. Eins verður að taka það fram, að lýsingin er ekki
tæmandi. Ekki er gerð grein fyrir þeim takmörkunum sem voru á samvali sam-
hljóðanna í klasa, hvorki á undan né eftir sérhljóðinu.
Mikilvægt atriði í túlkun Raschellá á greiningu II MR er umsögn höfundar
ritgerðarinnar um sérhljóðin. Raschellá leiðir að því rök í löngu máli (bls. 84-92)
að hljóðkerfi það sem höfundur sé að lýsa sé sérhljóðakerfið eftir að g og þ og
einnig d og g' voru fallin saman. Bæði í hringmyndinni og ferköntuðu myndinni
eru hin eiginlegu sérhljóð, að meðtöldum tvíhljóðunum, talin 11, sem kemur heim
við það sérhljóðakerfi sem hefðbundin kenning gerir ráð fyrir að hafi verið í ís-
lensku eftir umrædd samföll. Og þar sem hefðbundin tímasetning á samfalli d og
g' er sögð um 1250, notar Raschellá þetta ártal sem terminus post quem fyrir tíma-
setningu ritgerðarinnar. Það kerfi sérhljóðafónema sem Raschellá telur að liggi að
baki stafakerfi höfundar II MR er sem sé:
Stutt
i y u
e ö o
a
Tvíhljóð: ei, ey, au
Enda þótt varla sé ástæða til að ætla að þarna sé farið langt frá hinu rétta, er
e. t. v. ástæða til að vara við allmikilli bókstafstrú sem þetta felur í sér, og ekki
síður gæti leitt af sér. Enda þótt Raschellá segi það hvergi berum orðum, væri
hugsanlegt að einhver gæti gripið þetta svo sem vitnisburður II MR leiði beint til
þess að setja megi upp þetta kerfi. Því fer þó fjarri. Vitnisburður II MR einn dugir
engan veginn til þess, né heldur gefur hann tilefni til þess að setja upp samhljóða-
kerfið á þann hátt sem gert er á bls. 125-26. Höfundur II MR minnist ekki einu
orði á myndunarstaði eða myndunarhætti samhljóða eða sérhljóða. Ég óttast að
ókunnugir sem grípa niður í útgáfu Raschellá án þess að lesa hana vandlega gætu
fengið þá grillu að II MR væri miklu merkilegri heimild en hún er.
Annað atriði, sem e. t. v. er vert að vara við, er það að nota tímasetningu á
hljóðbreytingu til þess að tímasetja texta upp á áratug eða svo. Þær athuganir sem
gerðar hafa verið á sögu íslenska hljóðkerfisins í seinni tíð (sbr. t. d. Stefán Karls-
son 1981:281 og Oresnik 1983), benda eindregið til þess að meiri breytileiki hafi
ríkt og nýjungar breiðst út hægar eða óreglulegar um málsvæðið en hefðbundin
kenning gerir ráð fyrir (sbr. t. a. m. Hreinn Benediktsson 1959, 1965). Það er varla
Langt
í ý ú
é ó
æ á