Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 159
Af hassistum og kontóristum
157
umfjöllunar til í tölvutæku formi. Það kemur sér vel þegar fengist er
við orðmyndunarathuganir því að þá er handhægt að geta raðað orðun-
um í bakstöðuskrá, þ. e. í stafrófsröð aftan frá. Þá raðast saman orð
sem enda eins. Þetta er auðvelt að gera í tölvu og má þá sjá í sjónhend-
ing hvaða orð hafa sama viðskeyti.
Nú verða talin 20 viðskeyti sem ég valdi úr orðasöfnunum og þau
flokkuð eftir orðflokkum og sýnd dæmi, þar sem fram kemur úr hvaða
orðflokkum þau orð eru sem viðskeytunum er bætt við.5
(1) -an- Hagfræðiorðasafn 2 Slangurorðabók 0
no. + an-0 lík-'an, samverk-an
(2) -ar- Hagfræðiorðasafn 6 Slangurorðabók 120
no. + ar-t borg-ari hass-ari
so. + ar-/ brask-ari, miðl-ari flipp-ari
lo. + ar-i töff-ari
(3) -ð/-d/-t Hagfræðiorðasafn 10 Slangurorðabók 0
so. + ð/d/t erf-ð, sein-d, vak-t
(4) -elsi- Hagfræðiorðasafn 0 Slangurorðabók 4
lo. + elsi-0 klikk-elsi, stíf-elsi, svekk-elsi
so. + elsi-0 hjásof-elsi
(5) -heit- Hagfræðiorðasafn 0 Slangurorðabók 6
lo. + heit-0 töff-heit, hugguleg-heit, flott-heit
(6) -i- Hagfræðiorðasafn 10 Slangurorðabók 15
lo. + i-0/-r hœf-i, samkeppnis- hcefn-i, teign-i tryll-ir
no. + i-0/-r flœð-i, áhrifn-i Glimb-ir
5 Það er vissulega oft álitamál hvað eigi að telja viðskeyti, hvernig eigi að
greina milli þeirra og róta, hvað eigi að telja „sama“ viðskeytið frá samtímalegu
sjónarmiði (eru t. d. -an og -un sama viðskeyti, eða -i í flœö-i og -i í tryll-irl). Hér
er ekki ætlunin að veita rökstudd svör við þessum spurningum, enda aðeins verið
að bera saman orðmyndun í tveimur orðasöfnum. — Um val viðskeytanna hefur
verið stuðst við samantekt Höskuldar Þráinssonar, Nokkur viðskeyti, úr námskeiði
í íslenskri beyginga- og orðmyndunarfræði haustið 1983; sjá einnig Alexander Jó-
hannesson (1927).