Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 218
216
Ritdómar
rýnislaust. Hins vegar er ljóst að hann hefur þekkt bæði innlenda og erlenda mál-
fræðihefð. Samanburður á II MR og I og III MR sýnir að II MR er þar nokkuð
sér á báti, og Raschellá gerir því skóna, að e. t. v. hafi höfundur II MR meðvitað
notað frekar heiti sem tíðkast hafi í norrænum rúnafræðum. Hann nefnir sérstak-
lega heiti eins og hljóðstafr, málstafr, límingr og lausaklofi (sbr. t. a. m. bls. 121).
Eins bendir Raschellá á að inngangskafli ritgerðarinnar, þar sem segir frá greinum
hljóðs, minni mjög á samtíma fræðirit, sem styðjist frekar við kenningar Aristótel-
esar um eðli hljóða en alþekktari rit eins og Dónatus og Priscianus, en sem kunn-
ugt er eru áhrif þeirra síðarnefndu mjög greinileg á Ólaf Þórðarson, höfund III
MR.
Áður er lítillega minnst á hugmyndir Raschellá um tímasetningu ritgerðarinnar
og ekki skal fjölyrt um það frekar, nema hvað niðurstaðan er sú að ritgerðin sé
rituð á tímabilinu 1270-1300 (sbr. bls. 130), þ. e. að höfundurinn hafi verið yngri
samtímamaður Ólafs hvítaskálds og e. t. v. nemandi hans (bls. 135).
4. Lokaorð
Þegar á heildina er litið verður það að segjast að Raschellá á góðar þakkir
skildar fyrir að vekja athygli á merkilegri ritgerð með greinargóðri og aðgengilegri
útgáfu. Vafalaust á hún eftir að verða til þess að auka hróður II MR, sem hún
vissulega verðskuldar, enda þótt varla verði horft fram hjá því að mállýsing sú sem
í henni felst er mjög ágripskennd, og hvað sem öðru líður, er stór munur á hváð
niðurstöður I MR eru gleggri og greinilegri en það sem gefið er í II MR. En hugs-
anagangurinn er e. t. v. ekki síður frumlegur hér en í I MR.
HEIMILDASKRÁ
Björn M. Ólsen (útg.). 1884. Den tredje og fjærde grammatiske afhandling i Snorr-
es Edda ... Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur XII. Fr. G.
Knudtzons bogtrykkeri, Kþbenhavn.
Braunmiiller, Kurt. 1984. Fandtes der en fonotaktisk analyse i middelalderen? K.
Ringgaard & Viggo Sprensen (ritstj.): The Nordic Languages and Modern
Linguistics 5, bls. 221-229. Árhus.
Dahlerup, Verner, & Finnur Jónsson (útg.). 1886. Dcn f<f>rste og anden gramma-
tiske afhandling i Snorres Edda. Samfund til udgivelse af gammel nordisk
litteratur XVI. Mþller & Thomsen, Kþbenhavn.
Finnur Jónsson (útg.). 1931. Edda Snorra Sturlusonar, udgivet efter hándskrifterne
af Kommissionen for det Arnamagnæanske legat. Gyldendalske boghandel —
Nordisk forlag, Kþbenhavn.
Hreinn Benediktsson. 1959. The Vowel System of Icelandic: A Survey of Its His-
tory. Word 15:282-312.
— 1965. Early Icelandic Script as Illustrated in Vernacular Texts from the
Twelfth and Thirteenth Centuries. Handritastofnun íslands, Reykjavík.
— (útg.). 1972. The First Grammatical Treatise. Introduction, Text, Notes,