Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 163
Af hassistum og kontóristum
161
lesbía - lebba
trabant - trabbi
trotskisti - trotti
lögregla - lögga
(25) alkóhólisti - alki
frumburður - frumbi
imbesil - imbi
súlfat - súlfi
fábjáni - fábi
fáviti - fávi
(26) kokkur - kokksi
sjónvarp - sjónki
Það fyrsta sem við rekum augun í er hvað þessum orðmyndunum í
(24)-(26) svipar til myndunar gælunafna. Ef við lítum á orðmyndirnar
í (24) virðist einkenni þeirra vera að þar er fyrsta atkvæðinu haldið en
næsta samhljóð á eftir sérhljóðinu er lengt (og lokhljóðað, ef um ákveð-
in önghljóð er að ræða). Þetta er hliðstætt við t. d. Sigurður - Siggi.
Samskonar tengsl eru milli stuttra önghljóða ([f/v]) og langs lokhljóðs
([þ:]) í klof - klobbi og í Stefán - Stebbi, Leifur - Leibbi o. fl. í gælu-
nöfnunum má líka finna dæmi hliðstæð letti og glussi, þ. e. nýmyndunin
er dregin af síðari hluta grunnorðsins; Kristján - Stjáni, Kristinn -
Stinni, Áslaug - Slauga o. s. frv.
Orðin í (25) eru mynduð þannig að klippt er á næst á undan öðru
sérhljóði grunnorðsins og síðan bætt við endingunni -i. í dæmum (26)
er notað samhljóðsviðskeyti við fyrsta atkvæði orðsins og afgangur þess
felldur brott. Orðin í (25) og (26) eiga sér samsvörun í gælunöfnum eins
og t. d. Eyvi, Leifi, Jómbi og Sveinki, Jónki, stráksi. Það er þó ekki
laust við að orðin sem enda á -ki og -si feli í sér einhvers konar niðrun
eða smækkun umfram hin.
Eins og fram hefur komið er við þessa orðmyndun annaðhvort beitt
lengingu samhljóða í grunnorðinu eða stýfingu. Orðin fábbi og fábi
sýna að stundum koma báðar aðferðirnar til greina í sama orðinu. Ef
við rennum augunum yfir dæmasafnið í (24), (25) og (26) rekumst við
á dæmi eins og sífilis - siffi, sósíalisti - sossi, þ. e. langt sérhljóð í
grunnorðinu sem styttist og fær langt samhljóð á eftir sér við nýmynd-
unina. Athyglisvert er einnig að í mörgum þessara dæma verða einnig
sérhljóðavíxl; í stað „þanins" sérhljóðs (tvíhljóðs, í eða ú; þ. e. einhvers
þeirra sem voru löng fyrir hljóðdvalarbreytinguna) kemur samsvarandi
„óþanið“ (gamalt stutt) sérhljóð, eins og í siffi, sossi, fabbi. Hliðstæðu
þessa finnum við í gælunöfnum. Tökum sem dæmi mannsnafnið Jón
sem er algengasta karlmannsnafnið í þjóðskránni um þessar mundir.
Uppnefni eða gælunöfn af því eru mörg:
íslenskt mál VI 11