Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 184
182
Flugur
u-innskot, lífs eða liðið?
„Fluga“ Höskulds Þráinssonar í íslensku máli 4 (1982) með þeirri
niðurstöðu að n-hljóðvarp sé lifandi og v-hljóðvarp dautt, minnti mig á
aðra hljóðbreytingu sem ég hef stundum verið að hugsa um hvort lífs sé
eða liðin. Nefnilega n-innskotið milli samhljóðs og -r í bakstöðu (hest-
ur), bestur og allt það). Lífsmagn þess hefur einnig valdið ýmsum heila-
brotum á síðustu árum, einkum þó Janezi Oresnik (1972, 1978a,b); en
þessar tvær hljóðbreytingar, n-hljóðvarpið og u-innskotið, tengjast líka
á þann hátt að ef ekki er gert ráð fyrir lifandi n-innskoti, er ekki hægt
með góðu móti að halda lífi í n-hljóðvarpinu (sjá Eirík Rögnvaldsson
1981).
Fljótt á litið virðist þessi hljóðbreyting svo sprelllifandi að hún gerist
á fárra sekúndna fresti, ef ekki á vörum, þá fyrir innri eyrum hvers
manns sem les texta með fornri stafsetningu. En þar er víst miklu
fremur um það að ræða að orðmyndir nútímamálsins séu settar í heilu
lagi í stað hinna fornu. Því verður manni fremur að hika við framburð
þvílíkra orðmynda ef þær eiga ekki beina hliðstæðu í nútímamálinu
('flestr, leistr, Fiðr, taliðr, síldr (kvk. ft.), heiðr (kvk. et.)). Og hikið yfir-
vinnst kannski ekki svo mjög með því að beita hljóðreglu, heldur með
því að skipta um endingu. Ef ég man rétt lestrarlag mitt og bekkjar-
bræðra minna í menntaskóla, þá varð sjálfsagt að segja flestur og leistur
um leið og maður áttaði sig á beygingu orðanna, enda um að ræða ein-
hverja algengustu og tiltækustu endingu nútímamálsins. Hins vegar varð
aldrei þjált að segja Fiður og taliður, af því að nútímamyndirnar Finnur
og talinn leituðu á, þegar maður var einu sinni búinn að átta sig á sam-
svöruninni. Síldur og heiður urðu tamari, en kostuðu nokkurt átak,
væntanlega af því að þar eru notaðar endingar sem út frá nútímamálinu
eru óvæntar.
Það er sem sagt engan veginn ljóst að lesari fornmáls skjóti inn í það
w-hljóðinu sem slíku.
Trú mín á M-innskotið sem lifandi hljóðbreytingu styrktist, man ég
var, þegar ég las grein Helga Bernódussonar í Mími (1978), þar sem
hann greinir frá tilraun á 65 menntskælingum sem áttu að reyna að
mynda hvorugkyns verknaðarheiti af sögnum sem hafa torframberan-
lega samhljóðaklasa í enda stofns (hneggja, vökva o. s. frv.). Raunar
ekki til þess að kanna w-innskotið né aðrar slíkar hljóðbreytingar,