Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 127
Um reykvísku
125
ólíku gerðir flámælis. Þar kemur fram að heildarmeðaleinkunn fyrir
flámæli er hæst í elsta hópnum: 125.6. En það kemur á óvart, að næst-
hæstur í meðaleinkunn er yngsti hópurinn með 105.1. Aðrir hópar eru
með lægri meðaleinkunn (2:102.2, 3:103.6, 4:103.8). En það er auðséð
af Línuríti 3 af hverju þetta stafar. Þar kemur nefnilega fram að „flá-
mæli á /e/ og /ö/“ er algengara hjá yngstu kynslóðinni en nokkurri
kynslóð annarri að undanskildum elsta hópnum. Raunar er greinileg-
ur munur á /e/ og /ö/; /ö/ fær mun hærri einkunn. Til samræmis
við þetta eru fylgnitölur milli aldurs og flámælis greinilega jákvæðar
fyrir /i/ og /u/, en ekki fyrir hin hljóðin. Það gengur jafnvel svo langt
að fylgnitalan fyrir /ö/ er neikvæð, þótt hún sé mjög lítt marktæk.
Er þá flámæli úr sögunni eða að hverfa, eins og almenn skoðun hefur
verið? Svarið er e. t. v. ekki eins ótvírætt og búast hefði mátt við fyrir
fram. Segja má að gamla flámælið sé á undanhaldi, en upp sé komin
nýjung, sem raunar er ólík gamla flámælinu að því leyti að hún tekur
frekar til fjarlægari hljóðanna, og þá einkum /ö/. En hins vegar er ljóst
að þetta stefnir í sömu átt hvað varðar samfall frammæltu miðlægu
hljóðanna.
Rannsóknir Þórunnar Blöndal (1984) benda í sömu átt. í rannsókn-
um Björns Guðfinnssonar, sem Þórunn hefur athugað sérstaklega, er
mun algengara að /i/ og /u/ séu talin flámælt en /e/ og /ö/, en í
gögnum úr okkar könnun hefur þetta snúist við, þannig að algengara er
að flámæli sé skráð á /e/ og þó einkum /ö/. Annað sem bent gæti til
þess að þarna séu að einhverju leyti óskyld fyrirbrigði á ferðinni er það,
að gögn úr sérrannsókn Björns í Reykjavík, sem m. a. beindist að því
að athuga hljóðfræðilegt umhverfi flámælishljóða, benda til að það
umhverfi sem /i/ og /u/ eru líklegust til að flámælast í sé ekki alveg
það sama og umhverfið sem /e/ og /ö/ eru líklegust til að flámælast í.
Hins vegar virðist freistandi að telja að þessar tvær tilhneigingar,
annars vegar fjarlæging nálægra hljóða og hins vegar nálæging fjarlægra
hljóða, séu að einhverju leyti af sömu rót, þær beri vitni um óstöðug-
leika í frammæltum sérhljóðum, og báðar geta þær leitt til samfalls,
annars vegar á /i/ og /e/ og hins vegar á /u/ og /ö/.
2.4 Hv-framburður
Enda þótt langt sé frá því að /zv-framburður hafi mátt teljast eitt af
megineinkennum málfars í Reykjavík á tímum rannsóknar Björns Guð-
finnssonar, er Reykjavík þá á því svæði sem Björn (1949, 1950) skil-