Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 51
Um fallnotkun með ópersónulegum sögnum 49
greinilegur mælikvarði á kynímynd þess sem talar. Samsemd karla og
kvenna ræður miklu um hversdagslegar athafnir hvers og eins, meðal
annars orðaval. Menn greina t. d. á milli „kvenlegs“ og „karlmannlegs“
málfars. Sum lýsingarorð eru ekki við hæfi karla og önnur eru ekki
konum sæmandi. Hitt kann að þykja nýstárleg niðurstaða að fallnotk-
un með ópersónulegum sögnum sé háð kynferði og stelpur tali „betra“
mál en strákar. Tengsl kyns og fallnotkunar eru ekki sterk, en gögnin
sýna vissa tilhneigingu sem ástæða er til að velta vöngum yfir.
Rannsóknir málfræðinga, félagsfræðinga og mannfræðinga á öðrum
samfélögum hafa leitt í ljós svipaða tilhneigingu og hér hefur verið
greint frá. Konur virðast hafa tilhneigingu til að fylgja ráðandi hefðum
um rétt og rangt mál af meiri samviskusemi en karlar. Ýmsar rann-
sóknir á máli Englendinga og Bandaríkjamanna benda til að málfar
kvenna fylgi opinberri forskrift í ríkara mæli en mál karla (sjá Trudgill
1974). Einnig eru dæmi þess í „frumstæðum“ samfélögum, þar sem
engin „opinber“ málpólitík er til, að karlar viðurkenni að konur tali
betra mál en þeir (sjá Saville-Troike 1982). Menn hefur hins vegar
greint á um skýringar á þessum mismun í máli karla og kvenna.
Niðurstöður okkar sýna að fallnotkun er háð félagsstöðu málnot-
enda. „Röng“ fallnotkun er tíðari meðal Iægri stétta en hinna sem betur
eru settir. Getum má leiða að því að fallnotkun sé að einhverju leyti
tákn um stéttarlega samsemd, að alþýðufólk telji sér ekki sæmandi að
fylgja ráðandi skilgreiningum á því hvað er gott og vont mál og heldra
fólk leitist að sama skapi við að standa vörð um slíkar skilgreiningar.
Hins vegar má deila um það hvort málnotandinn er sér meðvitaður um
þennan þátt málnotkunar. Til að ganga úr skugga um það þyrfti frekari
rannsóknir á mállegum viðhorfum og mati fólks á „hreinleika“ eigin
málfars. Hvað sem því líður er ljóst að opinber málpólitík hefur (alla-
vega hvað þágufallssýkina varðar) dregið taum þeirra sem betur eru
settir í þjóðfélaginu. Þannig segir Halldór Halldórsson (1971):
Hlutverk málvöndunar er að lyfta þeim, sem ekki hafa átt nógu
góðan „pabba og mömmu“ yfir málstig foreldranna . . . Hégóm-
leikinn, sem stefnir niður á við, lækkar menningarstig þjóðfélags-
ins . . . Tilgangur [málvöndunar] er, . . . að kenna þeim, sem minna
mega sín, málnotkun, sem talin er standa á hærra stigi. Hér er í
rauninni verið að draga úr stéttamun, en ekki auka á hann.
Ástæða þessarar stéttlægu málstefnu er meðal annars sú að meðal mál-
íslenskt mál VI 4