Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 220
218
Ritdómar
Sprákene i Norden. Ritstj. Bertil Molde og Allan Karker. Nordisk
spraksekretariat och Esselte Studium AB, Ariöv, 1983. 170 bls.
1.
f fyrra kom út á vegum Nordisk spráksekretariat bókin Sprákene i Norden/
Spráken i Norden/Sprogene i Norden sem er eins og stendur á bókarkápu „... den
f0rste samlede oversikt over alle sprakene i Norden ...“ eða dönsku, finnlands-
sænsku, finnsku, færeysku, grænlensku, íslensku, norsku, samísku og sænsku. Rit-
stjórar eru Bertil Molde, prófessor í Stokkhólmi, og Ailan Karker, lektor í Árósum.
Bókin skiptist í 11 kafla, einn um hvert hinna 9 mála ásamt inngangskafla, Otte
sprog i Norden, sem Karker skrifar og lokakafla, Nordiskt spráksamarbete, sem
Molde skrifar, en þeir skrifa jafnframt hvor um sitt mál. Að auki eru svo orðskýr-
ingar og ritaskrá. Bókin er skrifuð á dönsku (4 kaflar), norsku (2 kaflar, orðskýr-
ingar og kápa) og sænsku (5 kaflar og formáli). Höfundarnir eru allir velþekktir
málfræðingar hver í sínu heimalandi og virkir í þjóðlegri og norrænni málvernd
(„nationellt och nordiskt sprákvárdsarbete") að því er segir í formála. Baldur Jóns-
son, dósent og formaður fslenskrar málnefndar, skrifar kaflann um íslensku.
Það er best að það komi strax fram að ég hyggst ekki fjalla um bókina efnislega
nema að litlu leyti enda hef ég engar forsendur til að fjalla um málfræði eða
málsögu Norðurlandamálanna annarra en íslensku. Á hinn bóginn ætla ég að ræða
nokkuð um tilganginn með útgáfunni og heildarsvip bókarinnar.
2.
Um tilganginn með útgáfu bókarinnar stendur svo í formála: „Det ár den första
samlade översikten över alla de inhemska spráken i de nordiska lánderna, deras
historia och deras nutida sárart.“ Um það gagn sem má hafa af henni stendur í
formálanum:
Boken riktar sig till alla som ár intresserade av sprák och sprákförhállanden
i Norden och av nordisk sprákgemenskap. Den ár inte minst avsedd att kunna
anvándas i modersmáls- och grannspráksundervisningen vid universitet, hög-
skolor och seminarier i Norden.
Bókin er 170 tölusettar blaðsíður og ég fylltist áhuga þegar ég fékk hana í
hendur og las um tilganginn með útgáfunni og jafnframt eftirfarandi klásúlu á
bókarkápu: „Pá en oversiktlig og lettfattelig máte presenterer boken de enkelte
spráks historie og karakteristiske trekk i dag.“ Það var nú aldeilis nýtt að fá bók
upp á aðeins 170 bls. sem fjallar um öll Norðurlandamálin á einfaldan hátt en
samt svo að hægt væri að nota við kennslu í „modersmáls- og grannspráksunder-
visningen" í háskólum. En ekki er hægt að segja að bókin standi undir öllu þessu.
Hún er að sönnu ágripskennd og efni hennar er sett fram á einfaldan og skýran
hátt („lettfattelig máte“) en hins vegar held ég að hún yrði seint notuð við kennslu
í háskólum á Norðurlöndum.
Eins og áður sagði er bókinni skipt niður í 11 kafla, tvo yfirlitskafla og síðan