Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 191
Flugur
189
um bætist líka -r við stofninn áður en -tœki er bætt við, eins og rífartœki
og faðmartœki. Einnig býr hún til samsett orð eins og matartœki og
vinnutœki (erfitt er í fyrra tilfellinu að sjá hvort þetta er eignarfallssam-
setning eða samsetning eins og áður hefur verið talað um hér að
framan, r-ið bætist við og a-ið sé annaðhvort nafnháttarending eða
tengisérhljóð). Einnig býr hún til orðin sparkaratœki, hellaratœki, spœj-
aratœki og bítaratœki. Hún fékk „gerandprófið“ á undan og var þar
búin að finna „an-lausnina“, og líklega yfirfærir hún hana hér. Sögnin
þvo heldur áfram að hafa sérstöðu, af henni er myndað þvoltœki, sbr.
þvolmaður í hinum hluta prófsins.
2.4 Barn 4: Tœplega 6 ára stelpa — viðskeytið -ari
Þessi stelpa átti að mynda gerandnafnorð (fékk 20 sagnir). Nafnorðin
hennar voru öll -ari-ovQ, og þar með var komið eitt barn af fjórum, sem
notaði alltaf -an-viðskeytið, án þess að vera „bent á það“.
2.5 Niðurstöður forprófsins
Svör þessara barna bentu til þess að viðskeytið -ari væri ekki eins
virkt og niðurstöður úr fyrrnefndu ,,-an'-prófi“ gáfu til kynna. Samsett
orð virtust vera algengari en þar hafði komið í ljós. Því taldi ég at-
hyglisvert að leggja þetta próf fyrir þau börn sem ég næði til.
3. Prófið sjálft
Þar sem þær þrjár stelpur, sem beðnar voru um að mynda tækisnafn-
orð, notuðu alltaf so. + tœki, og -ar/-nafnorðin voru meira notuð í
gerandnafnorðunum í ,,-ar/-prófinu“ fyrrnefnda, áleit ég nóg í bili að
athuga gerandnafnorðin með þessu „nýja“ prófi, en láta tækin bíða
betri tíma.
í upprunalega ,,-ar/-prófinu“ voru prófaðar 40 sagnir, en hvert barn
fékk þó einungis 20. Ég ákvað til hægðarauka að hafa sagnirnar 20
(valdar af handahófi), þar sem markmiðið var að fá einhverja hugmynd
um það hvað börnin gerðu, en ekki að fá nákvæman samanburð. Ekki
hafði heldur komið í ljós munur á svörum barnanna eftir því hvaða
sagnir þau fengu.
Ég prófaði 30 börn, sem ég náði auðveldlega til, 15 fjögurra ára
(meðalaldur 4Vi árs) og 15 fimm ára (meðalaldur 5Vi árs). Öll fimm
ára börnin skildu prófið (þ. e. mynduðu einhvers konar nafnorð af