Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 158
156
Sigurður Jónsson
er á þessum tveimur tegundum orðmyndunar. Svo heppilega vill til að
hjá Máltölvun Háskólans eru til orðasöfn í tölvutækri mynd sem telja
má dæmigerð fyrir báðar þessar orðmyndanir, þ. e. væntanlegt Hag-
frœðiorðasafn og Slangurorðabók (Mörður Árnason, Svavar Sigmunds-
son og Örnólfur Thorsson 1982).3 Orðafjöldi þeirra er nokkuð svipaður
og því tilvalið að bera þetta saman. í öðrum kafla verður greint frá
helstu viðskeytum í hvoru safni um sig og athugað hvað er sameiginlegt
og hvað sérkennandi fyrir söfnin.4
í þriðja kafla er fjallað um orðmyndanir eins og lögregla -» lögga og
fleiri af því tagi sem einungis er að finna í Slangurorðabókinni, en hlið-
stæðar orðmyndanir eru alkunnar í gælunöfnum eins og Stefán -*
Stebbi.
Fjórði kaflinn fjallar um mismunandi gerð orðanna í söfnunum
tveimur. Þeim er skipt í þrjá flokka, ósamsett, afleidd og samsett orð.
Niðurstaða þeirrar athugunar er að í Hagfræðiorðasafninu eru nær öll
orðin afleidd eða samsett, en í Slangurorðabókinni er meira en helm-
ingur orða ósamsettur. Einnig kemur í ljós að eignarfallssamsetningar
eru hlutfallslega fleiri í Hagfræðiorðasafninu, og meðallengd orða er
þar einnig mun meiri.
í fimmta kafla verða ýmsar vangaveltur og dregnar saman niður-
stöður.
2. Viðskeyti
Eins og vikið var að í inngangi eru bæði orðasöfnin sem hér eru til
3 Byrjað var að safna efni til Hagfræðiorðasafns á vegum „Nýyrðanefndar" um
1960. Tekið var saman hefti með 3-4000 orðum og það fengið fróðum mönnum
til yfirlestrar um 1965. Síðan gerðist ekki neitt þar til íslensk málnefnd, arftaki
Nýyrðanefndar, ákvað 1981 að taka þetta verk upp að nýju með útgáfu í huga.
Það efni sem hér er vitnað til er „gamla“ Hagfræðiorðasafnið og það sem aukið
hefur verið við það með orðtöku úr 20 árgöngum af Fjármálatíðindum og nokkr-
um hagfræðiritum. Nú er verið að yfirfara þetta efni, fella úr og bæta við, með
hliðsjón af breyttum tímum og nýjum viðhorfum. Endanleg gerð Hagfræðiorða-
safnsins kemur því til með að geyma dálítið annað efni en það sem ég styðst við
þar sem hér er leitað fanga í Hagfræðiorðasafninu ógrisjuðu. Hins vegar er það
eigi að síður heimild um „meðvitaða" orðasmíð. — Slangurorðabókin var slegin
inn á tölvu af Ástu Svavarsdóttur 1983 og tilgreinir hún ýmsar málfræðilegar upp-
lýsingar með hverju orði, s. s. orðflokk, beygingarendingar, beygingarflokk sagna,
samsetningarhátt o. fl.
4 Sjá einnig Svavar Sigmundsson (1984:369-370), sem gefur stutt yfirlit yfir
helstu tegundir orðmyndunar sem einkenni Slangurorðabókina.