Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 186
184 Flugur
gaman að finna, því að þá mætti segja að -r væri nothæft í bakstöðu á
eftir einu rödduðu samhljóði.
Nú finn ég ekki að fornmálsmyndir á -Ir (gulr á lit) séu öllu þjálli á
tungu en t. d. -tr (litr). En prófa má að búa til gerviorð. Gerum okkur
upp misskilning á myndun orðsins dulrœnn og myndum sögnina að
dulra sem höfð sé um kukl. Þá væri hægt að koma að börnum sínum í
andaglasi og segja: „Ég vona bara að þið séuð ekki að neinu andskot-
ans dulri, krakkar.“ Þá held ég þágufallið sé nokkuð ótvírætt (alveg eins
og á flögrí) af n-lausu myndinni dulr miklu fremur en (hk. et.) dulur,
en þar kemur að vísu til greina frálíking við lo. dulur, og skal því ekki
dregin nein ákveðin ályktun af þessu.
Loks er að hyggja að tökuorðum eða slettum eða erlendum nöfnum
sem eitthvað gætu upplýst um framburðartilhneigingar okkar í þessu
efni.
Einhvern tíma sá ég á prenti vikið að „þetri Elísabetartímans“, ein-
mitt í þágufalli. Ég fann strax að orðið væri hvorugkyns (áhrif frá leik-
hús) og hlyti að vera þetur í nf. En ég er dauðhræddur um að þetta
nefnifall hafi ekki myndast innan í mér með hljóðbreytingu úr undir-
liggjandi þetr, heldur hafi ég sett það beint inn í beygingarflokk með
orðum eins og veður (sem sum eru ekki á alls ólíku merkingarsviði, sbr.
menningarsetur, kommúnistahreiður). En þau höfum við sjálfsagt fyrir
löngu endurtúlkað svo sem þau gangi með endingunum -ur, -ur, -ri, -urs
(rétt eins og kk.-orð, Baldur o. fl.).
Vænlegra er kannski að athuga tökusagnir og samsvarandi verkn-
aðarheiti, og verða þá fyrir tvær úr fótboltamáli: dúndra og sentra. Því
miður er verknaðarheitið sentring hér til trafala, en ég finn ekki að
mikið sé bogið við gerviorðið senturbolti. Og dúndur er þó altént rétta
heitið á því að dúndra. Líklega hefur verknaðarheitið orðið sögninni
samferða úr dönsku (dundre/dunder), en haldist í hvorugkyni, sem er
eðlilegt vegna tengsla sinna við sögnina, ólíkt t. d. spilinu lomber (kk.).
En auðvitað gæti dúndur verið myndað án undirliggjandi dúndr,
vegna þess að mörg verknaðarheiti voru áður búin að fá -nr-endinguna.
Hér er því ekki fast undir fótum. Þaðan af síður dugir að hugsa um
eldgömul tökuorð eins og Flandur.
Franskan er sérlega rík af bakstæðum klösum á -r, sbr. l’hombre og
Flandre sem þegar er getið í sínum íslensku myndum. Vel kunn eru
okkur nöfn eins og le Havre og Louvre sem við höfum örugglega enga
tilhneigingu til að aðlaga íslensku hljóðkerfi með n-innskoti. Þótt við