Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 190
188
Flugur
(1) Gerandnafnorð
sópa ruslakall finna spœjari
mata matamaður bíta bítari
kasta fótboltamaður fela bófi (eða felari)
(eða boltakastari) brosa glaðmanni
byggja smiður (eða kátur maður)
blása blásmaður labba labbari
hoppa hoppari gefa gefari
brenna álfabrennumaður opna opnari
banka banlcari drekka drekkamaður
færa fœrmaður ýta ýtari
draga dragari kíkja kíkjari
grípa grípari brjóta brjótari
hlusta hlustari lemja lemjari
rífa rífari moka mokari
skera skerari fljúga flugmaður
faðma faðmari baða baðari
sparka sparkarí skemma skemmari
hella hellari snerta snertari
þvo þvolmaður laga lagari
gengur ekki myndar hún ný orð, eins og t. d. matamaður og blásmaður.
Þegar hún fær sögnina banka virðist hún uppgötva að hægt er að bæta
-ari aftan við og fá út ágætis orð. Hún prófar þó að mynda næsta orð
með so. + maður, og fær út fœrmaður. En þá kemur sögnin draga og
hún myndar orðið dragari, og eftir það notar hún æ meir -an-við-
skeytið. Þegar hún fær sögnina þvo finnst henni e. t. v. ekki ganga að
segja þvoari og býr því til þvolmaður. Þar á eftir kemur sögnin finna,
og þar er vel við hæfi að nota spœjari. Bíta verður bítari, en fela verður
bófi. Sá sem brosir er hjá henni glaðmannil Eftir það koma eintóm -ari
orð, að því undanskildu að maður sem er að fljúga verður flugmaður.
Skynsöm stúlka það!
Tœkisnafnorð: Hér enda öll orðin á -tœki. Þau eru: sópatœki, matar-
tceki, kastatœki, byggjatœki, blásatœki, hoppatœki, brennatœki, banka-
tœki, vinnutœki (so. fœra), dragatœki, grípatœki, lilustatæki, ríjartœki,
faðmartœki, sparkaratœki, hellaratœki, þvoltœki, spœjaratœki og bítara-
tœki.
Hún myndar þessi orð alltaf með því að bæta við orðinu tœki. Stund-