Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 134
132 Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason
stundum málfar sitt meira en bæði þeir eldri og yngri (sbr. Chambers &
Trudgill 1980:91-94 og Trudgill 1974), þannig að línur á línuritum
sem sýna samband aldurs og ýmissa breyta, einkum þeirra sem lítils
álits njóta, hafa lægð í miðjunni. Það er athyglisvert, að sumar línurnar
á Línuriti 5 sýna þetta einmitt. Einkum er þetta áberandi í brottfalli
nefhljóða. Þar eru tveir elstu aldurshóparnir með hærri meðaleinkunn
en sá í miðið. Raunar er rétt að taka það fram, að í elsta aldurshópn-
um, þeim sem fæddur er fyrir 1909 og er því yfir sjötugu, eru mjög fáir
einstaklingar, einungis 3-5. (Það er svolítið misjafnt eftir breytunum
hvort hægt er að reikna út meðaltöl fyrir þessa einstaklinga.) Af þessum
sökum er rétt að sleppa þeim aldurshópi úr þessari umræðu. Hvað sem
því líður er 4. aldurshópur með hærri meðaleinkunn fyrir brottfall nef-
hljóða en 3. aldurshópur. Sé litið á samlögun nefhljóða (þar sem raunar
er jákvæð fylgni við aldur) er svipað uppi á teningnum, hvað varðar,
að fjórði aldurshópur, þeir sem fæddir eru á tímabilinu 1910 til 1924,
er með hærri meðaleinkunn en næsti hópur fyrir neðan. Hins vegar
eru unglingar með hærri meðaleinkunn en hóparnir þar fyrir ofan.
Þótt það liggi e. t. v. ekki í augum uppi hvernig beri að túlka þetta,
virðist mega geta sér þess til að þar sem 1. og 4. aldurshópur eru tveir
efstir sé ekki á ferðinni málbreyting, heldur sjáist þar e. t. v. eðlilegt
samband milli aldurs og „skýrs“ tals, en þar sem hins vegar er sterk
fylgni milli aldurs og málbreytu, eins og t. a. m. í brottfalli atkvæðis,
brottfalli önghljóðs og önghljóðun nefhljóða, megi telja líklegt að á
ferðinni sé vísir að breytingu. Samkvæmt þessu væri minni ástæða til
þess að gera ráð fyrir því að brottfall nefhljóða og þá enn síður sam-
lögun nefhljóða séu breytingar sem séu að sækja á í málinu, heldur sé
sá breytileiki sem þar kemur fram af öðrum toga og hafi e. t. v. verið
við líði lengur en sá breytileiki sem hinar breyturnar lýsa.
3. Lokaorð
Ef draga ætti saman helstu niðurstöður þessarar ritgerðar, gætu þær
orðið sem hér segir:
1. Ekki er stórkostlegur munur á tíðni harðmælis í Reykjavík nú og
fyrir 40 árum. Ef eitthvað er, virðist harðmæli hafa sótt lítillega á
meðal fullorðins fólks, en einnig kemur fram að því meiri mennt-
un sem menn hafa, því líklegra er að þeir hafi eitthvert harðmæli.
2. Nákvæmur samanburður á niðurstöðum okkar og Björns Guð-