Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 171
Orð af orði
169
So. að skotra ‘hrinda, stjaka’ er gömul í málinu og kemur fyrir þegar
í fornmáli. Hún er til í grannmálunum, bæði í norskum mállýskum um
‘að koma óboðinn til brúðkaups’ (Torp 1919:613) og í fær. skotra ‘ýta’
(Jacobsen & Matras 1927-1928:335).
skopra
Enn eitt orð um skopparakringlu er skopra. Elstu dæmi OH eru úr aug-
lýsingum í blöðum árið 1900, en þar eru skoprur nefndar meðal leik-
fanga, sem nýkomin eru til landsins. So. að skopra virðist fremur ung í
málinu en elsta dæmi um hana var frá lokum 18. aldar.
Fáeinar heimildir eru í talmálssafni og dreifast þær um allt land.
Skopra no. og so. er skylt so. skoppa ‘hoppa’, en um kvk. orðið
skoppa ‘skopparakringla’ barst ein heimild úr Borgarfirði. Eins og áður
er getið þekkir Jón Ólafsson skopparatoppur og sömuleiðis nefnir hann
skoppari í merkingunni ‘trochus, turbo, qvi hoc modo currit vel pro-
ruit’, en bæði þessi dæmi eru í orðabókarhandriti hans. Ólafur Davíðs-
son tekur upp vísu, sem hann hefur frá Jóni Ólafssyni og er hún lýsing
á skopparakringlu:
Eg hrekst eins og annar skoppur
er sér böm að leika,
knöttur eða trítiltoppur,
trítla kann og reika.
(1888-1892:342)
Þama nefnir Jón enn eitt heiti á skopparakringlu, skoppur.
Skyld orð í grannmálunum eru t. d. no. skuppa so., sæ. máll. skuppa,
skoppa so. ‘stökkva, hoppa’ (Alexander Jóhannesson 1951-1956:811).
G.K.
skodda
í vetur er leið barst bréf til OH frá Blönduósi, þar sem spurst var fyrir
um no. skoddabirta og lo. skoddabjartur, en bréfritari hafði heyrt þau
notuð „um það er tungl veður í skýjum, svo að af verður fölsk birta“.
Við leit í seðlasöfnum OH kom í ljós að ekkert dæmi var til um skodda-
birta og aðeins tvö úr talmáli um skoddabjartur, notað um ‘mugguveð-
ur, hríðarmuggu, þegar flettist af hvolfinu, en bakkar eru á fjöllum’, og