Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 6

Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 6
er geysilega vinalegt og notalegt að vandra þar um. Þarna kunnum við svo vel við okkur að þegar leið að kvöldmat ákváðum við að skella okkur í metró heim á hótel, skipta um föt og borða á einhverjum af þessum litlu vinalegu veitingahúsum við Rue Mouffetard. Það gerðum við og fyrir valinu varð grískur veitingastaður. Þá var að kanna næturlífið á svæðinu! Edda fann staðinn „Chez Felix“ og dró okkur hálf nauðugar þar inn til að hlusta á Elvis- lögin, sem hún er svo „svag“ fyrir. Við reyndumst ekki sviknar. Söngvarinn var heldur ekki amalegur, alveg eins og John Travolta fertugur! Þessi staður var alger perla. Fyrstu 2 klukkutímana hlógum við eins og skólastelpur en þegar við fórum svo að hlusta á hljómsveitina í stað þess að hlæja kom í ljós að þeir voru mjög hæfir hljómlistarmenn, t.d. var trommusólóið algert æði! Upp úr miðnætti var ákveðið að panta kampavín og skála fyrir afmæli und- irritaðrar (ævinlega gleðiefni!). Stuttu seinna voru öll Ijós í salnum dempuð, og þjónninn kemur að borðinu með þessa líka hnallþóru með logandi kert- um — „frá Felix sjálfum“ — eiganda staðarins. Það þarf ekki að orðlengja það, þetta varð „okkar staður í París“. Afmælisbarnið fékk auðvitað að velja sér lag, og valdi, eðlilega „Sweet sixteen". Oþnunartími staðarins var fram- lengdur með mörgum aukalögum, því líflegri áheyrendur en okkur „kvenna- hópinn" hafa þeir varla á hverju kvöldi. Það var síðan farið heim seint og síðar meir, ég segi ekki klukkan hvað. í morgunhópinn hafði bæst liðsauki, sem var Eva systir þeirra Indu og Sí- síar og þær höfðu borðað snigla í móttökuveislunni. Eva var þarna á eigin vegum en gisti á sama hóteli og við, að sjálfsögðu. 07.07. Báðir hópar fóru í skoðunarferð um borgina. Reyndar ekki saman — held- ur mættust þeir á táknrænan hátt á Rue Rivoli um kl. 13:30. Þá var morgun- hópurinn að koma úr þessari 3ja klst. skoðunarferð en hinn að leggja af stað. Þetta var mjög skemmtileg ferð og gagnleg upp á að átta sig á borginni, sem reyndar er mjög auðveld að rata í. Þarna fékk maður sýnishorn af hverfum og gat því stungið út það sem manni þótti áhugavert til að heimsækja (sem var reyndar allt!) síðar og betur. Maður fékk heyrnartæki í sætin og gat síðan valið um 5 tungumál. Inn á milli sögulegra upþlýsinga var leikin mússík og jafnframt voru góðar þagnir til að njóta útsýnisins úr þessari tveggja hæða rútu. (Við vorum að sjálfsögðu uppi og í fremstu sætum). Þetta var því ein- staklega smekklega gert hjá Frökkunum og ekki aðeins fyrir ameríska túr- ista. Helstu staðir sem ekið var um og skoðaðir: Operan, Trinity kirkjan, Clichy torgið, Sacré Coeur kirkjan á Montmartre, Madeleine kirkjan, Con- corde-torgið, Champs Elysées breiðgatan, Eiffel-turninn, Louvre safnið, Notre Dame kirkjan, Luxembourgarhöllin og garðarnir. Þannig að á ofan- skráðu má sjá að víða var komið við. En þegar upp var staðið úr rútunni og við nýbúnar að keyra niður frá Montmartre og framhjá Sacré Coeur kirkjugarðinum og úr segulbandinu voru talin upp helstu mikilmennin sem hvíldu í garðinum; að sjálfsögðu var engin kona nefnd; þá rifjaði maður uþp í huganum allar þær byggingar og minnisvarða sem við höfðum ekið hjá, allir reistir körlum til heiðurs eða þeir reist sjálfum sér til dýrðar. Hversu margar konur höfðu verið nefndar??? Þá þyrmdi yfir mann! Á hvað vorum við kerlingarnar eiginlega að ráðast? Hverju ætluðum við að breyta? Hvenær yrði farið í skoðunarferðir um göt- ur, byggingar og torg reistar konum til dýrðar? Þá hugsaði maður, nei það er best að snúa sér að frímerkjasöfnun og hætta þessu kvennakjaftæði!! Þetta er vonlaus barátta! Við alla söguna!! Eftir ferðina hittumst við svo á torginu okkar og ákveðið að fara báðir hóparnir að borða á Montmartre til að halda upp á afmæli undirritaðrar. Við borðuðum síðan á veitingastaðnum La Crémaillére 1900 sem var við aðaltorgið (Place du Tertre), þar sem málararnir halda til. Við fengum að sjálfsögðu góðan mat en borðhald með svona stórum hóp var auðvitað þungt í vöfum og því lauk ekki fyrr en undir kl. eitt. Þær hressustu fóru á næturklúbb, hinar heim að sofa. Þarna riðluðust hóþar í afstöðu sinni. En það var einmitt það sem var svo þægilegt við þessa ferð. Ef einhverjar vildu fara heim — þá myndaðist hóþur um það. Engin þurfti nauðsynlega að hanga í rassinum á hinni. 08.07. Við hittum morgunhópinn um hádegið en þá voru þær að koma úr 3ja klst. skoðunarferð frá Versölum. En eftir lýsingu þeirra á ferðinni tókum við okkar ferð þangað af dagskrá. Hitinn hafði verið óþolandi, ekkert heyrst í leiðsögumanninum vegna aragrúa ferðamanna, hvergi stóll til að tylla sér á, á gangi um alla salina og hvergi deigan dropa að fá. Þannig að Versalir bíða enn eftir okkar hluta af hópnum. Eftir hádegi tóku Versala-farar sér smá „síesta". Við þrjár ætluðum rétt að skreppa og fjárfesta í stuttbuxum, sem varð 3ja klst. ferð með metró því auðvitað þurfti að finna banka fyrst til að skipta peningum. Seinni partinn gengum við svo um hverfið okkar „Marais". Þar fundum við verslun sem seldi gamla kjóla. Þar var fatað sig upp, mátuð hver flík í búðinni og varð heldur betur líf í tuskunum. Afgreiðslukonan gaf okkur síðan upp heimilisfang á ágætum veitingastað í grenndinni, „La Ber- gerie“. Þetta kvöldið var borðað snemma því Eva „frænka“ var búin að kauþa sér lestarmiða í pílagrímaferð til Loudes — eins og sannur kaþólikki. Hér með skora ég á Evu að skrifa þá ferðasögu til birtingar hér í blaðinu. En þetta var 10 klst. lestarferð — hvor leið! Okkar fannst það mikil dirfska að rífa sig burt frá hópnum til að fara ein þessa miklu ferð. Morgunhóþurinn dreif sig síðan í siglingu um Signu um kvöldið — í stór- um upplýstum tveggja hæða bát og létu þær vel af mjúkum sætum og nutu siglingarinnar í hvívetna. Við skelltum okkur nokkrar í fjörið hjá „Felix“, okkar stað í París en þá var aðeins opið í kjallaranum. Þar var leikinn brasilískur djass og dansað til kl. 5 um morguninn. Mottökurnar voru að sjálfsögðu frábærar eins og við var að búast hjá „okkar manni" en við fengum frítt inn og leiðsögumann um staðinn, sem talaði ensku. Hittum við þarna þjóninn góða sem bar í okkur hnallþóruna forðum og urðu miklir fagnaðarfundir. Við héldum nú ekki út alveg fram að lokun en reyndum að sýna lit — og halda uppi orðstír okkar kvenna framundir þrjú! 09.07. Þennan morgun ákvað kvöldhópurinn að vakna snemma því nú átti að fara á markað og þá verður maður að vcra snemma á ferðinni. Aldrei þessu vant ákvað morgunhópurinn að sofa frameftir! Við fórum á markaðinn „Marché d’Algéri" (Alsírskur markaður) í 12. hverfi en hann sækja aðallega innflytjendur. Var gaman að fygljast þar með iðandi mannlífinu í alveg steikjandi hita. Þarna var seld matvara, grænmeti, gömul föt og antik. Eitthvað reyndum við að versla, m.a. sporðrenntum við einni melónu saman en vorum hálf dasaðar af hita. Þá var að leita að stað til að tilla sér niður á meðan tekin var stefnan að kvennahúsinu „Carabosse" sem var við Rue de la Roquette. Þar var bókaverslun sérhæfð í kvennafræð- um og innaf henni var lítil testofa sem aðeins konur höfðu aðgang að! Þessi staður var rekinn af 10 konum og virtist töluvert líf í þeirra starfi. Við fórum að hugleiða hvað við allar gætum gert heima — úr því þær gátu haldið úti þessu starfi aðeins 10 konur— þarna var alveg einstaklega notalegt andrúms- loft. Allt svo hljóðlegt, afslaþpað og hreint! Morgunhópurinn fór og skoðaði „Forum des Halles" sem er geysilega stór verslunarmiðstöð neðanjarðar en þar var áður einn af Parísarmörkuðunum „Les Halles“. Við hittumst síðan allar á torginu góða en þá höfðu þær Sólveig Halldórs- dóttir og Maddý Skagfjörð bæst í hópinn. Nú átti að koma kerlingunum á flot á Signu um kvöldið en fyrst var fund- inn matsölustaðurinn „Balzar" og var ákveðið að stíla upp á síðustu báts- ferðina kl. 10:30, frá „Pont Neuf“, sem var ein af mörgum Signubrúm. Strax var gefin fyrirskipun um að engin mætti panta sér fleiri en einn rétt því tím- 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.