Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 28

Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 28
Svona byggja þeir á Grœnlandi ur sálfræöingur eöa félagsráðgjafi var í Nuuk — aðeins danskir, sem studdust í vinnu sinni viö grænlenska túlka og aöstoöarmenn. Meirihluti kennara er danskur og í skólum og dagheimilum eru danskir bekkir í meirihluta, þó allur fjöldi barna tali aöeins grænlensku. T.d. er taliö aö nú vanti um 450-500 grænlenska kennara í landiö. Árið 1980 voru inn- tökuskilyrði í kennaraskólann I Nuuk hert. Var þá krafist stúdentsprófs. Þessar hertu kröfur og takmarkaðir námsstyrkir eru taldir valda kennara- skortinum, en stúdentspróf veröur að vera danskt til þess að veita full rétt- indi. Á þeim 3 árum sem liðin eru frá breytingunum á kennaraskólanum hafa 72 byrjað þar nám. 29 hafa hætt eða 40%. 15 kennarar munu því væntan- lega útskrifast á ári, en þaö þýddi að 33 ár tæki að fullnægja eftirspurn. Meðan við vorum í Nuuk fóru kennaraskólanemar (mótmælagöngu að Landsþingshúsinu til að vekja athygli á þessu ástandi. Landsþingsmaöur Móses Ólsen svaraði þeim á þá leið að kennaraskortur yrði ekki bættur með mótmælagöngum — þeim væri nær aö stunda námið. Formaður kennaranema var harðorður í garð Lflndsþingsins eftir þessar móttökur og lét eftir sér hafa að tæki Landsþingið ekki mark á þörfum samfélagsins geti það ekki vænst virðingar eöa stuðnings almennings. Engin grænlensk hjúkrunarkona er í landinu og engin hjúkrunarskóli. Hinsvegar er þar 3ja ára sjúkraliðanám sem virðist samsvara Isl. hjúkrun- arnámi. Danska hjúkrunarfélagið og grænlenska landlæknisembættið neita að viðurkenna það sem fullgilt hjúkrunarnám. Umræða um grænlenskt hjúkrunarnám hefur staðið f mörg ár en ekki viröist það fremur í augsýn nú en áður. Andsvör landlæknisins nú voru á þá leiö að til þess að koma á slíku námi yrði fjöldi sjúklinga og fjölbreytni sjúkdóma aö vera mikill og auk þess yröi aö tryggja hjúkrunarnemum þjálfun á deildum sem stjórnað væri af yfirlæknum meö sérgrein. Sjúkra- liöanámið yröi aö sitja fyrir og þaö leiddi af sér aö ekki væru nægilega margir sjúklingar eftir fyrir hjúkrunarnema! Ófaglærð erfiðisstörf Þriðja atriðið sem ég vil nefna og tel aö eigi mikinn þátt í því að viðhalda nýlenduástandi á Grænlandi er launamisréttið sem þar ríkir milli inn- fæddra og aðfluttra. Störf grænlendinga eru lægra launuð en störf dana. Að hluta er skýring- in fólgin í mismunandi menntun, en þó grænlendingur hafi sömu mennt- un og dani fær hann laun skv. grænlensku launakerfi sem er lægra en danskt en daninn skv. dönsku. Auk þess njóta danir ýmissa fríðinda svo sem skattaívilnanna, þeim er tryggt gott húsnæði og feröakostnaður i sumarleyfi. Störfin sem grænlendingum bjóðast eru ófaglærð erfiðisstörf, einhæf störf, sem engin ábyrgð fylgir. Þar eru verkstjórar danskir og láta illa af grænlendingunum sem vinnuafli. Telja þá ábyrgðarlausa, mæta illa til vinnu, taki vinnuna ekki alvarlega — þetta viðhorf til grænlendinga varð ég vör við frá fleiri dönum og þeir bættu oft við að í þessu lægi vandinn. Danir á Grænlandi lifa að þvi er virðist eins og blóm í eggi. Einn þeirra skilgreindi stöðu þeirra á þá leið að tvær tegundir dana væru á Grænlandi. — Þeir sem koma til aö vera í 2 ár eða svo, safna peningum og njóta stór- brotinnar náttúru landsins. Þeir gætu eins hafa ráðið sig til einhvers þró- unarlandanna. Svo væri hin hlutinn, þeir sem ílentust og litu smám saman á sig sem „verndara” grænlendinga. Það væru hinir sönnu nýlenduherr- ar. Báðir hópar ættu það sameiginlegt að líta niður á grænlendinga, gerðu sér einu sinni ekki þaö ómak aö reyna að læra mál þeirra. Óvelkomnir gestir í eigin landi. Málið er annars það eina sem eftir er af menningararfleifð Grænlend- inga, a.m.k. við fyrstu sýn. Og þjóðernissinnar leggja metnað sinn í að viðhalda grænlenskri tungu og laga hana að nútímalegum samfélagsþáttum. Grænlenska er mjög framandleg í eyrum okkar sem og á prenti. Orðin eru löng — eitt orö táknar oft bæði nafnorð, sagnorð og forsetningar i íslensku. Reyni maður aö glugga í grænlenskan texta kemur í Ijós að talsvert er þar um orðstofna úr dönsku en með grænlenskum rithætti og endingum. Grænlenska á aðeins töluorö upp að tuttugu.-Allar tölur þar fyrir ofan eru á dönsku. Skýringin á þessu er sú, að því er mér var sagt, að Eskimóar þurftu ekki á hærri tölu en tuttugu að halda. Þeir áttu yfirleitt ekki fleiri börn né heldur veiddu þeir fleiri seli I einni veiðiferð. En hvernig skyldu grænlendingar líta á sjálfa sig? Eftir svo stutt kynni er varla viö hæfi að geta sér til um það, en min tilfinning var sú að obbinn af þeim hafi gefið allt frá sér — þetta nútíma grænlenska samfélag komi þeim ekki viö — þeir séu eins og óvelkomnir gestir (eigin landi án tengsla við fortið eða nútíö. „Danir byggöu upp þetta samfélag eftir sínu höföi og sögðu við okkur — bíðið þið bara, við skulum gera þetta fyrir ykkur — og eftir sitjum við með rofin menningartengsl, lélega sjálfsmynd — getum ekkert — kunnum ekk- ert, þiggendur (eigin landi", sagði Marianne Petersen fyrrverandi borgar- fulltrúi í Nuuk. Já, vandamálin virðast óyfirstíganleg. Ég vil nefna fjögur. í fyrsta lagi pólitísk óeining í afstöðu til Dana eins og áöur hefur verið vikið að. í öðru lagi skiptar skoöanir gagnvart úrsögn úr EBE en hún var sam- þykkt í febr. '82 af 52% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiöslu. Máliö er þó enn ekki til lykta leitt. Sérstök EBEnefnd danska þingsins hefur þvælt málið en Dönsku fúaspýturnar og hluti af blokkunum 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.