Vera - 01.10.1983, Page 22

Vera - 01.10.1983, Page 22
Mótmœlt á áhrifaríkan hátt allt, sem þeir höfðu áhuga á var lítill hópur fólks, sem er í Carta-77. Þessi hópur hefur ekki reynt að ganga í friðarhreyfinguna og það er mjög einkennilegt á þessum hættu- tímum, sem við lifum nú. Og ef þetta fólk í Carta-77 telur, að mannréttindi þeirra séu mikilvægari en allra annarra hér í heimi, þá hlýtur hér að vera um að ræða hóp manna, sem er með mikilmennskubrjálæði. Ég hef séð sjálf, að fólk í þessu landi hefur það gott. Ég hef séð, að ég get talað við hvern, sem ég vil, og fólk getur talað við mig. Og lygin, sem þetta fólk er að hjálpa hinni vest- rænu pressu til að nota gegn friðarhreyfing- unni skaðar mig mjög mikið. í raun er þetta fólk að stofna lífi mínu í meiri hættu en Bandaríkjamenn, vegna þess að það er að gefa Vesturlöndum tilefni til að hætta að leita leiða til heiðarlegra og friðsamlegra samningaviðræðna milli austurs og vesturs. Og ég grátbið það um að hætta því áður en við deyjum öll sömul, vegna þess að það deyr líka. Það hefur ekkert að vinna á þess- ari heimsku, en öllu að tapa. KVENNAATHVARF Opið allan sólarhringinn Sími 2 12 05 Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í hcimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Friðarboginn Guð gerði sáttmála við Nóa foröum daga, í fljótræði sínu, og setti regnbogann í skýin, til merkis um frið milli guðs og manna. Hann hlýtur að hafa iðrast þess mörgum sinnum, þegar mennirnir hafa verið að henda framan í hann spútnikum, appolónum og öðru drasli. Hví er guð ekki löngu búinn að taka niður friðarbogann, svo hann geti hreinsað til á jörðinni. Eru mennirnir orðnir máttugri en guð? - Ragna Hermannsdóttir 22

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.