Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 25

Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 25
Askepot komplekset, (þýtt úr amerísku, The Cindarella Complex eftir Coletta Dowling, útg. 1981 U.S.A.). Lindhardt og Ringhof, Danm, 1983. Efni bókarinnar er skipt í 7 kafla sem eru: 1. 0nsket om at blive reddet (ósk um björgun). 2. Flugten fra udfordringen (Flóttinn frá ögruninni). 3. Den feminine reaktion (Hið kvenlega viðbragð). 4. Oplcering í hjælpeloshed (Frœðsla í úr- rceðaleysi). 5. Blind hengivenhed (Auðsveipni í blindni). 6. Kenspanik (Kynferðisótti). 7. Afkastning af lænkerne (Að slíta af sér fjötrana). Viðfangsefni Dowling í þessari bók er að skoða og skýra hræðslu kvenna við það að vera sjálfstæðar, taka sjálfstæðar á- kvarðanir og treysta á sjálfar sig. Dowling lítur svo á að í uppeldi kvenna mótist and- legir og persónulegir eiginleikar sem bein- línis eru hindrun í kvenfrelsisbaráttunni og veiki konur til átaka, þrátt fyrir „mögu- leika1* sem nútímaþjóðfélög bjóða upp á. Um Öskubuskusálarflækjuna (Askepot- komplekset) segir Dowling: „Vi har kun én reel chance for „frig0relse“ og den bestár i at gjore os selv frie indefra. Det er denne bogs tese at den personlige, psykiske uselv- stændighed — det dybe onske om at fá andre til at tage sig af én — er den væsent- ligste undertrykkelsesfaktor for kvinder i dag. Jeg kalder dette for „askepotkomp- lekset" — et helt system af stort set ube- vidste holdninger og angstfornemmelser som holder kvinder nede i en slags halv- marke og fár dem til at afstá fra at udnytte deres evner og anlæg fuldt ud. Ganske som Askepot gár nutidens kvinder stadig og venter pá noget udefra kommende som med ét slag skal forandre deres liví‘ Sem snarast: „Við eigum aðeins einn raunveru- legan möguleika á frelsi og hann byggist á að frelsa okkur sjálfar innanfrá. Þessi bók fullyrðir að hið persónulega, sálræna ó- sjálfstæði — innsta óskin um að fá aðra til að hjálpa sér — er aðal kúgunarþáttur kvenna núna. Ég kalla það Öskubusku- flækju. — Kerfi ómeðvitaðrar afstöðu sem heldur konum í viðjum og kemur í veg fyrir að þær nýti hæfileika sína og áform til fulls. Eins og Öskubuska bíður nútíma- konan einlægt eftir einhverju utanaðkom- andi sem breyti lífinu í einu vetvangi" í kenningum sínum og sálfræðilegum útskýringum gengur Dowling út frá eigin reynslu og annarra kvenna. ERLENDAR FRÉTTIR^ Sniðug hugmynd: Enskur barnaskóla- kennari, (hann hét víst Bill Lucas) lét bekk- inn sinn skrifa ritgerð — Bill kennir móður- málið — um það hvernig væri að tilheyra hinu kyninu. Bill þessi fékk reyndar hug- myndina frá Ameríku, þar sem sams konar ritgerðarverkefni var lagt fyrir gagnfræða- skólanemendur. Stelpurnar þar lýstu degi sínum í strákagervinu af miklu hugmynda- flugi — einkum ætluðu þær að njóta þess að geta farið út einar síns liðs að kvöldi til, hent fötunum sínum á næsta stól þegar þær háttuðu og látið öðrum eftir að hengja þau upp! Amerísku strákarnir létu sér færra um finnast, sem stelpur héldu þeir sig mest inni við, unnu húsverk, horfðu á sjónvarpið og fóru snemma í háttinn. Ensku barnaskólakrakkarnir voru á sama máta þó nokkuð bundnir í gamlar hug- myndir um hlutverkaskiptingu kynjanna. í ritgerðum strákanna komu fram sígildar hugmyndir um það hvernig stelpurnar eru: þeir héldu sig myndu eyða miklum tíma á baðherberginu við að mála sig og greiða og almennt taka sig til áður en nokkur fengi að sjá „þær”. Samtöl voru nær eingöngu um föt, snyrtivörur og stráka. Allur tími fór í að kjafta við vinkonurnar, reyna við stráka og forðast fitandi fæðu — einstaka sinnum var farið í búðir. Nokkrir ritgerðarhöfundar gerðu meira en ímynda sér að þeir væru stelpur í einn dag, þeir héldu áfram og lýstu lífi sínu sem fullorðinna kvenna. Þar tók ekki betra við. Launuð störf voru varla nefnd, einn strákanna skrifaði að „væri ég ekki gift, myndi ég líklega vinna sem einka- ritari”. Flestir strákanna sögðust annars myndu verja deginum til hreingerninga, innkaupa og snúninga fyrir eiginmanninn. Dæmi: „Verði ég gift, mun ég ekki vinna úti því ég mun hafa nóg að gera við að taka til. Ég myndi útbúa morgunmat handa mannin- um mínum og kveðja hann þegar hann fer í vinnuna”. Einn drengjanna lýsti sársauka vegna blæðinga og barnsburðar. Sammerkt með öllum ritgerðunum var hégómleiki kvenna — að mati strákanna. Stelpurnar, á hinn bóginn, virtust finna margt öfundsvert í fari og verkefnum drengjanna. Sú öfund beindist fyrst og fremst að líkamlegu frelsi strákanna: að mega leika sér án þess að passa upp á útlitið, að geta farið einn út eftir myrkur, að geta borið út blöð, (ekki talið ákjósanlegt fyrir stelpur í útlöndum vegna hættu af kyn- ferðisafbrotamönnum) og að mega svitna á þess að öðrum þætti það ógeðslegt! Stelp- urnar komu aftur og aftur að frelsi strák- anna frá húsverkum: „Ég fór niður til að borða morgunmatinn (skirfar ein og er að þykjast vera strákur) sem beið mín þar og þegar ég var búinn fór ég í skólann en kven- Dowling lýsir því m.a. hvernig hún sjálf á virkan þátt í eigin ósjálfstæði, sérstak- lega gagnvart manni sínum, hvernig upp- eldið veikir aðstöðu hennar til að takast á við nýjan heim sem gerir nýjar kröfur til kvenna. Hún lýsir eigin hræðslu og innri baráttu og togstreitu sem skapast af því að í dag togast á gömul og ný viðhorf til kvenna, hin gamla kvenímynd er í upp- lausn en engin komin í staðinn. Dowling telur að konur geti á margan hátt endurskoðað uppeldi sitt og innbyggð viðbrögð og viðhorf, og á þann hátt sporn- að örlítið gegn innri togstreytu en jafn- framt knúið baráttuna áfram á þann hátt með sterkari einstaklingum, öruggari og sjálfstæðari konum. Bókin er mjög þarft innlegg í kvenna- umræðuna í dag, enda hefur Dowling fengið mjög sterk viðbrögð við skrifum sínum og ógrynni bréfa frá konum sem all- ar upplifa sömu togstreytuna. Auk þess er bókin skemmtileg aflestrar þar eð í henni eru ótal dæmi um aðstæður og viðbrögð kvenna sem við könnumst sjálfar flestar við úr okkar eigin lifi. Ég get bætt því við í gamni að kona ein sem las bókina fyrir stuttu sagði mér að augu hennar hefðu opnast fyrir mörgu við lesturinn og hún er byrjuð að taka sjálfa sig í gegn varðandi margt það er Dowling skrifar um. Vera hvetur því allar konur til að líta í bók Colette Dowling og vita hvort fleiri finni ekki eitthvað sér til halds og trausts á þessum upplausnartímum. Kristjana fólkið vaskaði upp” önnur skrifaði: „Þegar kvölmaturinn var búinn fékk ég systur minni diskinn minn svo hún gæti þvegið hann. „Stelpurnar, sem skrifuðu um líf fullorðins karlmanns, voru við sama hornið: „Eftir að konan mín hafði vakið mig með tebolla, lá ég um stund í rúminu, sötraði teið og las blöðin..!’ Kennari krakkanna segist í grein í The Guardian hafa orðið fyrir talsverðum von- brigðum því hann teldi sig hafa reynt að benda nemendum sínum á misrétti og ólíka stöðu kynjanna, í viðkomandi skóla væri námsárangur stúlknanna jafn góður drengj- anna, í valfögum væri reynt að vísa nemend- um á kosti, sem ekki þættu samsvara úrelt- um hugmyndum og verkaskiptingu. Þrátt fyrir þetta sýndu stúlkurnar í ritgerðum sín- um að þær litu tilveru drengja og uppkom- inna karla aðdáunar og öfundaraugum en sæju ekki aðra framtíð blasa við konum en þá sem einkennist af ófrelsi, þrælalund og þeim klafa sem mæður þeirra væru bundnar á heima fyrir. Strákarnir á hinn bóginn virt- ust líta á stúlkur og konur fyrst og fremst sem óforbetranlegar pjattrófur, sem ættu lítið annað eftir en það að þóknast og þjóna karlmönnum. „Þetta var niðurdrepandi lesning”, segir kennarinn. „Ég hef farið að efast stórum um hæfni mína sem kennara i skóla sem þó reynir að berjast gegn slíkum fordómum”. 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.