Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 32

Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 32
Um leikritið „Guðrúnu“ eftir Þórunni Sigurðardóttur í mars s.I. var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur leikritið „Guðrún“ eftir Þór- unni Sigurðardóttur, sem einnig var leik- stjóri þess. í ráði er að hefja sýningar á verkinu aftur nú með haustinu og þar sem Veru tókst ekki að fjalla um verkið fyrr, er ekki úr vegi að gera það nú. Það má með sanni segja að konur geys- ist nú inn á öll yfirráðasvæði karlmanna bæði helg sem óhelg. Það gerist einnig í listum og bókmenntum. Helstu sérfræð- ingar okkar í þjóðarstoltinu, fornbók- menntunum, hafa verið karlmenn og sýn þeirra og túlkanir á fornsögunum hafa greypst í huga okkar. En konurnar láta ekkert lengur í friði. Það þarf heldur enga smádirfsku til, þegar ráðist er í jafn stórt verkefni og að semja leikrit upp úr sögu, sem lengst af hefur heillað okkur hvað mest, nefnilega Laxdælu. Þórunni Sigurð- ardóttur færist ekki lítið í fang, er hún reynir að semja nothæft sviðsverk upp úr þessari frægu „ástarsögu“. Hún er ekki heldur fyrst kvenna til þess að spreyta sig á því hér á landi, því áður hafa Júlíana JÓnsdóttir og Kristín Sigfúsdóttir frá Kálfagerði reynt hið sama, að ónefndum karlmönnunum, sem að sjálfsögðu hafa ekki látið hana fram hjá sér fara. Öll fyrri verk sem byggð hafa verið á Laxdælu hafa að meira eða minna Ieyti fjallað um þrjár af höfuðpersónum sögunnar, þær er sag- an einnig er þekktust fyrir, þau Kjartan Ólafsson, Guðrúnu Ósvífursdóttur og Bolla Þorleiksson. Fáar skáldsagnaper- sónur hafa verið íslendingum jafn hug- fólgnar og ekki að ástæðulausu, því átak- anlegri lýsingu á ástarþríhyrningi getur vart að finna. Sagan er einnig leikræn í uppbyggingu og fjallar um sígildar vanga- veltur manneskjunnar um ástir og vináttu, auk þess að vera ættarsaga, ákveðin heim- ild um kristnitöku o.m.fl. Það sem þó hefur einkennt langflestar fyrri túlkanir á ástarþríhyrningi Laxdælu og sem einnig kemur fram í þeim leikritum sem skrifuð hafa verið upp úr henni, er einstrengingsleg skýring á lokaorðum Guðrúnar (Þeim var ég verst er ég unni mest) svo og einföldun á þeim ástæðum sem liggja að baki bónorði Bolla til Guð- rúnar og vígi hans á Kjartani. Hingað til hafa flestir hallast að því að túlka beri lokaorð Guðrúnar sem ástarjátningu til Gudrún Ósvífursdóttir og Kjartan Ólafs- son (Ragnheiður Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson) Kjartans Ólafssonar, þess manns sem hún eitt sinn elskaði, en gat aldrei gifst. Nú fer það ekki fram hjá neinum sem les Lax- dælu að Guðrún og Kjartan eru í raun ást- fangin meðan þau eru ung og það er gagn- kvæmur funi sem brennur í brjóstum þeirra allt frá þeirra fyrstu fundum. Um þetta vitna allar lýsingar í bókinni. Hins- vegar hefur Þórunn Sigurðardóttir í leik- riti sínu frá upphafi tekið annan pól í hæð- ina hvað varðar lokaorð Guðrúnar og byggist leikrit hennar í reynd á þeim, þ.e. að þau eigi ekki við Kjartan, og miðast leikurinn allur við að sanna að svo sé ekki. Slík túlkun hlýtur að krefjast þess að sag- an sé lesin á annan hátt, en hingað til hefur verið gert. Þórunn hefur einnig gert það, lesið söguna með það í huga að afhjúpa ýmislegt í fari þessara þriggja höfuðper- sóna, sem ekki hefur talist nauðsynlegt áð- ur. Aðalviðfangsefni Þórunnar við samn- ingu leikritsins hefur verið rannsókn henn- ar á viðhorfum karla og kvenna til hverra annarra og ekki síst á viðhorfum Guðrún- ar til ástarinnar og hjónabandsins. Þá hef- ur Þórunn einnig endurskoðað hetjuhug- takið og reynt að sýna framá hvernig 32

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.