Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 15

Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 15
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: „Lítil mistök eru nóg í dag kemur friðarganga kvenna til Washington í Bandaríkjunum og í dag höldum við íslenskar konur þennan fund til þess að taka þátt í baráttu kvenna um allan heim gegn kjarnorkuvopnum og fyrir friði í heimin- um. Þetta er í þriðja sinn sem norrænar konur ganga til að mótmæla kjarnorkuvopnum. í fyrra gengu þær frá Stokkhólmi um Helsinki og Moskvu til Minsk í Rússlandi og árið áður gengu þær frá Kaupmannahöfn til Parísar. Nú hafa þær gengið frá New York til Washington, um 500 kílómetra vegalengd, og nú eru íslenskar konur í fyrsta skipti með í för. Þær hafa gengið til að mótmæla kjarnorkuvopnum í austri og vestri, til að mótmæla kjarnorkuvopnum um allan heim og til að mótmæla staðsetningu nýrra kjarnorkuvopna í Evrópu. Þær krefjast stöðvunar á tilraunum, framleiðslu og dreifingu allra gerða kjarnorkuvopna. Þær lýsa yfir stuðningi sínum við kjarnorkuvopnalaus svæði og þær krefjast þess, að því gífurlega fjármagni sem nú er varið til vopnasmíða, verði varið til að tryggja jarðarbúum full- nægjandi fæðu og atvinnu. Undir allar þessar kröfur tökum við Kvennalistakonur heilshugar. Við tökum undir þessar kröfur vegna þess að við vitum að það ógnarjafnvægi vopnanna sem við nú bú- um við tryggir okkur ekki friðinn. Við vitum að heimin- um í dag eru til 4 tonn af TNT sprengiefni á hvert manns- barn. Við vitum einnig að slæmt efnahagsástand í heimin- um í dag stafar að hluta til að því, að gífurlegur fjármagni er veitt til smíða kjarnorkuvopna, fjármagni sem skilar sér ekki aftur inn í hagkerfi þjóðanna. Við vitum að gæði jarðarinnar duga öllum jarðarbúum til mannsæmandi lífsviðurværis væru þau réttilega notuð og þeim réttlát- •ega skipt. Við tökum undir þessar kröfur vegna þess að við vitum að allir vilja lifa og við vitum að maðurinn hefur ævinlega notað þau vopn sem hann hefur fundið upp og vegna þess að við vitum að ekkert jarðarbarna mun lifa af 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.