Vera - 01.10.1983, Side 21

Vera - 01.10.1983, Side 21
ekki að vinna og í stórum dráttum væri það lýsingin, sem pressan hefði gefið af þeim. Margar aðgerðir kvennanna hefðu leitt til þess að konur hefðu verið handteknar. í ágúst 1982 hefðu konur farið inn á her- stöðvasvæðií og tekið varðmannsturn. Það hefði verið örvæntingarfull tilraun til að flækja varnarmálaráðuneytið í málin, en því hafði fram til þessa tekist að halda sér fyrir utan. Kæra byggð á iögum frá 1361 „Jafnvel þá voru konurnar ekki ákærðar fyrir að fara inn á landareign annarra. Þá voru þær ákærðar fyrir hegðun, sem líkleg var til að rjúfa friðinn. Þessi kæra er byggð á lögum, sem eru frá 1361. Konurnar höfn- uðu þessari ákæru, vegna þess að þær líta svo á, að þær haldi friðinn" Helen skýtur hér inn í að þessi lög séu fár- ánleg á kjarnokruöld. Hún sé reiðubúin til að halda áfram að mótmæla þessu, þar tii kjósendur fái að kjósa lýðræðislega um þetta mál. Það sé hart að geta lent í fangelsi út af því að vilja ekki láta tortíma fjölskyldu sinni eða öðrum. „En þessi aðgerð var til þess að 23 konur voru settar í fangelsi og það vakti mikla at- hygli á mótmælum okkar. Ég held, að það hafi opnað augu margra víða um heim og jafnvel íhaldsamt fólk hafi skilið hvað var á seiði. Þann 12. og 13. des. 1982 voru víðtækar mótmælaaðgerðir, en þann 12. desember 1979 hafði verið gefin út tilkynning af neðri málstofunni þessefnis, að það ætti að koma fyrir stýrisflaugum og Trident-eldflaugum í Englandi, Um 30.000 konur tóku þátt í að- gerðunum að því er lögreglan sagði, en hún gefur vanalega upp of lága tölu í svona til- vikum. í kringum herstöðina er veggur, sem er 9 mílur að ummáli og konurnar mynduðu keðju kringum herstöðina. Með því vildum við tjá málstað okkar og stöðu. Við komum með persónulega muni, sem voru okkur kærir og skreyttum girðinguna með þeim. Þetta voru alþjóðleg mótmæli, vegna þess að konur alls staðar að úr heiminum kornu og voru með. Þar af leiðandi voru þarna blaðamenn víðs vegar að. Aðgerðin tókst í alla staði vel og hafði mikil áhrif á fólk. Um- rnæli blaðamanna voru einnig mjög ják væð. Næsta dag lokuðu um 2000 konur her- stöðinni. Mjög fáar þeirra voru handtekn- ar.“ Þjálfun lögreglu ekki miðuð við friðsamleg mótmæli „Það er afar erfitt fyrir lögregluna að standa frammi fyrir þessum konum, sem beittu hvorki ofbeldi né veittu mótspyrnu, þarsern þeim varekki fært að beita þeim að- ferðum, sem þeirn hefur verið kennt að nota. Þetta sýnir aftur á móti mikilvægi þess að konur standi fyrir mótmælaaðgerðum. Karlmenn eru þjálfaðir til að fást við aðra karlmenn sem sýna mótþróa og þjálfun þeirra felst í því að svara ofbeldisverkum með ofbeldi. Þeir hafa í raun mjög litla reynslu af aðgerðunum, þar sem ekki er beitt olT3eldií‘ Helen segir okkur frá því, að konurnar, sem eru fulltrúar Greenham Common hreyfingarinnar á þinginu í Prag hafi frétt það þar, að menn, sem séu í lögreglu varnar- málaráðuneytisins hafi neitað að vinna við þessa herstöð, þar sem þeir vilji ekki lenda í þeirri aðstöðu, sem konurnar hafa skapað. Einnig hafi þær frétt hér, að margir ungir bandarískir hermenn, sem hafi unnið í her- stöðinni í Greenham Common, vilji komast heim um leið og skyldutími þeirra sé útrunn- inn. Þeir hafi alls ekki áhuga á því að dvelj- ast þar lengur. Hún tekur það skýrt fram, að konurnar hafi alltaf sagt, að þær líti ekki á bandarísku hermennina sem óvini sína og hafi aldrei barist gegn þeim eða smánað þá. Þær geri sér grein fyrir því, að þeir séu aðeins ein- staklingar sem hafi kannske vegna vinnu í föðurlandi sínu og gangi því í herinn. Þeir ráði því ekki, hvort þeir séu sendir. Þó svo þeir hafi aldrei talað við konurnar né einu sinni litið á þær, þá sé ljóst, að boðskapur þeirra hafi komist til skila og haft sín áhrif. „Ég persónulega er mjög ánægð að fá þessar upplýsingarþ heldur Helen Johns áfram. „Það sýnir, að við höfum fengið fólk til að endurskoða stöðuna og líta á aðstæður og unt leið og okkur hefur tekist að fá fólk til að hugsa um þessi mál, hefur eitthvað áunnist. Stjórnvöld eru mjög áhyggjufull út af þessu. Það er ekki hægt að ganga fram hjá áhrifum fjöldahreyfingarinnar, sem beinist gegn hernaði. Ég held, að konur séu mjög sterkar og barátta þeirra einnig, vegna þess að þær skilja, að við erum á barmi tortím- ingar, ef við sleppum ekki við uppsetningu þessara vopna í Évrópu, ef það verður ekki gert, verður ekki hægt að semja og ekkert er eins mikilvægt" Uppruninn tími hinna réttu kvenna „Konurnar hafa orðið að grípa til að- gerða, vegna þess, að okkur er sagt, að gang- ur sögunnar sé sá, að þegar upp komi kreppa, skapi aðstæður rétta manninn, en nú er sá tírni upprunninn, þegar aðstæður skapa réttu konurnar. Þetta hlýtur að vera tilfellið í dag. Blöðin afvegaleiða algerlega fólkið í heimalandi mínu. Þeir sem ekki koma til að kynna sér mótmælin og þeir sem ekki geta hitt konurnar, sem eru að mótmæla fá ekki rétta mynd. Það er hægt að villa um fyrir mörgum, vegna þess að hér eru aðeins konur á ferð og samtökin eru kynnt sem aðskilnað- arsamtök, feministasamtök, sem útiloka og afneita karlmönnum um réttinn til að hafast að, en það er ekki rétt. Það sem við erum að biðja þá um að gera, er að styðja konur, hluta á þær og hætta að koma fram við þær eins og fí fl. Þegar ég hlustaði á Yasser Arafat hér á þinginu, sem hélt mjög mikilvæga ræðu, kom mér í hug, að alltaf þegar karl- menn tala um styrjöld, tala þeir um konur og börn. Þeir eru að verja konur og börn og gamalmenni. Þeir tala aldrei um efnahagsá- standið eða minnast á valdið, sem þeir eru að verja. Þeir eru aðeins að vinna drama- tískar hetjudáðir til að verja gamalmenni, konur og börn. Þeir minnast ekki einu sinni á karlmennina. Vopnuð vörn er hættuleg Á friðartímum einbeitum við okkur að því að byggja upp efnahagsástandið og halda iðnaðarveldinu gangandi. Það er ekki konum í heiminum í hag, vegna þess að þær eru yfirleitt á lágum launum. Þegar á að segja fólki upp störfum, eru það ætíð kon- urnar, sem missa starfið fyrst. Og við segj- um allar: „Við erum leiðar á þessari hræsnií* Og þar sem konum er alltaf sagt, að það séu þær, sem verið er að verja með vopnum, er mikilvægt fyrir þær að segja: „Það er ekki verið að því. Með þessari vopnuðu vörn er verið að stofna lífi okkar í hættu, við erum drepnar með vopnum og hin vopnaða vörn ógnar framtíð þeirra, sem við elskum“ Enginn talar um peningana, olíuna og valdið, en það var hrærandi að heyra Yasser Arafat tala um, að alltaf væri verið að verja konur, börn og gamalmenni, vegna þess að það eru konurnar, börnin og gamalmennin, sem þjást. Við erum orðnar hundleiðar á þessari hræsni úr öllum áttum. Við treystum hinum svokölluðu leiðtog- um okkar ekki lengur. Við treystum á okkur sjálfar. Leiðtogar okkar eru nú að verða óttasleginir, vegna þess að þeir gera sér grein fyrir því að verið er að setja þá úr starfi. Það er ekki þörf á þeim lengur eins og áður. Við getum gætt okkar sjálfarí* Hann sagði um daginn áður (25. júní) hefðu verið ntikil mótmæli við Greenham Common. Konum alls staðar úr heiminum hefði verið boðið að koma eða senda efni í stóran dreka, sem átti að ná kringum her- stöðina. Brátt yrði fimm daga umsátur og í því mundu taka þátt margar konur frá öllum héruðum í Englandi, Skotlandi, írlandi og Wales og vonandi konur frá öðrum löndum. Nú sé nauðsynlegt að koma á alþjóðasam- vinnu. Ef hætt verði við að setja eldflaug- arnar upp í Englandi, muni þær ekki varpa öndinni léttara, heldur færa sig um set til þess lands, þar sem ákveðið verði að koma eldflaugunum fyrir. „Sameinaðar konur er ekki hægt að sigra. Við munum saineinast í alþjóðlegum mótmælum til að sýna að við erum algerlega andsnúnar þessum áform- um“ segir Helen. Charta-77 Okkur hafa borist til eyrna að margir full- trúar á þinginu höfðu lítið gert af því að sitja fundina, heldur notað tímann til að komast í samband við félaga í mennréttindahreyf- ingunni Carta-77. Samkvæmt upplýsingum, sem við fengum hjá fulltrúa í bresku sendi- nefndinni, sem hafði hitt fimm félaga úr þessum hópi, voru þrír, sem studdu vígbún- aðarstefnu Reagans og Thatsher. Á þinginu var talsverð umræða um Carta-77 og margir gagnrýndu, að þeir skyldu ekki fá að sitja þingið. Hins vegar gaf stjórnarnefnd þær upplýsingar, að þessi samtök hefðu aldrei beðið um það formlega, heldur hefði nefnd- in frétt af þvi í gegnum vestræna fjölmiðla. Afstaðan til Carta-77 var hitamál innan bresku sendinefndarinnar, eins og áður kom fram og þess vegna spurðum við Helen að lokum hvað hún hefði um þá gagnrýni að segja, sem fram hefði komið á þingið í vest- rænum fjölmiðlum og þá afstöðu ýmissa friðarsinna í Vestur-Evrópu að vilja ekki taka þátt í friðarviðræðum, þar sem þær færu fram í landi, þar sem ekki ríkti tjáning- arfrelsi að þeirra mati. „Þingið hefur verið dæmt fyrirfram. Fréttamenn frá BBC og ITNÞ voru hér og 0 21

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.