Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 37

Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 37
100 konur að Búðum Ráðstefna Samtaka um kvennalista var haldin að Búðum h— 4. sept. 1983. Ráð- stefnuna sóttu um 100 konur á aldrinum 17 til 74 ára og víðs vegar að af landinu. Á ráð- stefnunni voru flutt mörg fróðleg erindi, m.a. erindi Kristmar Ástgeirsdóttur um kvennabaráttu á íslandi annars staðar í Evrópu og í Bandaríkjunum sl. 15 ár og er- indi Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur um kvennamannafræði og erindi Þórunnar Friðriksdóttur um kynmótun. Fulltrúar íslands í friðargöngu kvenna frá New York til Washington þær Guðrún Agn- arsdóttir og María Jóhanna Lárusdóttir skýrðu frá göngunni og Kvennaleikhúsið skemmti. Seinni dag ráðstefnunnar voru umræður um starf hreyfingarinnar og komandi þing- starf. Tiltekin voru fjölmörg verkefni sem á þyrfti að taka. Kom m.a. fram að brýnt væri að leggja áherslu á eftirfarandi atriði í mál- efnum kvenna: 1. Að húsmóðurstarfið verði metið sem önnur störf í þjóðfélaginu t.d. með tilliti til trygginga og sem starfsreynsla á al- mennum vinnumarkaði. 2. Breytt forgangsröðun verkefna, þannig að hætt verði að vanrækja kvennamál. 3. Opnari umræða um stöðu kvenna á ís- landi m.a. í skólum, fjölmiðlum og laun- þegasamtökum. Einnig voru húsnæðismál rædd og var lýst stuðningi við kröfur Áhugamanna um húsnæðismál. Jafnframt var bent á að æskilegt væri að fólk gæti valið um fleiri leiðir í húsnæðis- málum en þá að hver fjölskylda verji bestu árum ævinnar í að koma sér upp eigin hús- næði. Þess vegna bæri að leggja áherslu á bygg- ingu íbúða á vegum félagasamtaka og bygg- ingu langtímaleiguíbúða. Konur Konur Landsfundur Kvennalistans verður á Hótel Loftleiðum helgina 29. og 30. október. Hafið samband við skrifstofuna Hótel Vík sími 13725. Undirbúningsnefndin. 37

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.