Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 23

Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 23
Fjörulall og framtíðarsýn Fyrir rúmum mánuði var loks efnt til margumræddrar gönguferðar um suðurströnd borgarinnar, sem lofað hafði verið á ráðstefnunni um borgarmálefni í maí s.l. Hvort sem urn hefur verið að kenna árstímanum eða veðr- áttunni i sumar var hópurinn, sem mætti eftir kvöldmat 18. júlí heldur fámennur, alls 6 manns með börnum! Veðrið var þó hið ákjósanlegasta, sæmilega bjart svo að sást til fjalla, stillt og úrkomulaust eins og oft hefur verið á kvöldin á þessu rigningarsumri aldarinnar. Gengið var vestur með Tjörninni, yfir Háskólalóðina og Skildinganeshólana, austan hjónagarðanna. Þar skoð- uðum við einstaklega fallegar jökulnúnar klappir og hug- uðum að fjölbreyttum holtagróðri, sem þrífst í skjólinu á milli klappanna. Kvennaframboðið hefur lagt til í um- hverfismálaráði, að hólarnir verði friðaðir og hefur tillag- an fengið samþykki ráðsins, en á eftir að fara í gegnum kerfið þ.e.a.s. borgarstjórn, náttúruverndarráð og menntamálaráðuneytið. Getur það tekið langan tíma áður en gengið verður endanlega frá friðuninni. Frá Skildinganeshólunum var haldið beint niður í fjöru við enda NV-SA flugbrautarinnar, þar sem áður stóðu lýsisbræðslur Kvöldúlfs, og gengið eins og leið liggur í fjörunni að mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness. Á leiðarenda tók Hólmfríður Árnadóttir brosandi á móti okkur í fjörukambinum og leiddi okkur til stofu hjá sér í Faxaskjóli, þar sem beið kaffi og tertur og rjómapönnu- kökur fyrir a.m.k. 30 Kvennaframboðskonur. Hólmfríð- ur lét engin vonbrigði á sér sjá með þennan fámenna hóp sem hreiðraði um sig í notalegri stofunni hennar og tók hressilega til sín af góðgerðunum. Hættuleg börnum! Yfir kaffibollunum var spjallað um heima og geima, en mest um lífið í Skjólunum og við Ægissíðuna fyrr og nú, því að Hólmfríður er uppalin í Skjólunum, og hefur eins og svo margir aðrir, sem þar hafa vaxið upp, ílengst þar, því það er erfitt að slíta sig frá töfrum fjörunnar og fjalla- hringsins. Hún hefur leikið sér í móunum milli fjörunnar og götunnar, týnt skeljar í flæðarmálinu og flatmagað á vindsæng úti fyrir á góðviðrisdögum. Hana tekur sárt að það er vart forsvaranlegt lengur að leyfa börnunum að njóta þess sama nú til dags vegna þess að mengunin í fjör- unni hefur aukist svo, að hætta getur stafað af og þykir t.a.m. ekki lengur óhætt að fara með skólakrakka í fjöru- skoðun. Það er, því miður, fleira við suðurströndina en líflegt fuglalíf, skeljar, þang og þari, rómantískir skúrar og trill- ur grásleppukarla og stórfengleg fjallasýn, sem við hrif- umst sem mest af, þegar við gengurn eftir fjörunni í kvöld- kyrrðinni. Hvert ræsið á fætur öðru liggur út í fjöruna og endar í miðju flæðarmálinu. Við stóðum við enda eins ræsisins, skammt frá skúrum grásleppukarlanna, framan við glæsivillurnar á Ægissíðu og horfðum á hvernig kló- settpappír og saur valt út í sjóinn viðstöðulaust og var þó meira en hálf fallið að. Svo stutt er þetta ræsi. Enda þótt íbúasamtök Vesturbæjar sunnan Hringbrautar hafi staðið fyrir því að hreinsa til í fjörunni í vor, mátti hvar- vetna sjá vöndla af klósettpappír innan um þangið og þarann í fjörunni, þótt hún hafi að öðru leyti verið hrein og þrifaleg að sjá. í stefnuskrá Kvennaframboðsins er gert ráð fyrir því, að suðurströndin verði útivistarsvæði og fái að halda nokkurn veginn núverandi svip. Áður en það getur orðið útivistarsvæði svo að vel sé þarf þrennt að koma til. I fyrsta lagi verður að vinna bráðan bug að því að koma holræsakerfinu í lag en það er ekkert smá mál. Safna þarf öllum ræsum, sem liggja út í Skerjafjörð, í eitt heildarræsi og leiða það langt út, svo að ekki sé hætta á að fjörurnar mengist með aðfallinu. Þetta kostar mikla peninga og þarf að leysast í samvinnu við fjögur önnur sveitarfélög, sem land eiga að Skerjafirði, þ.e. Seltjarnarnes, Kópavog, Garðabæ og Bessastaðahrepp. í núverandi fjárhagsáætl- un borgarinnar er aðeins gert ráð fyrir fé til lagningar hol- ræsa í nýjum hverfum og hætt er við að svo verði áfram, og að svo kostnaðarsamar framkvæmdir sem endurbætur á holræsakerfi í eldri borgarhlutum verði látnar sitja á hakanum. Ef Kvennaframboðið vill i alvöru vinna að því að gera suðurströndina að útivistarsvæði og draga úr mengun við strendur borgarinnar almennt eins og einnig er kveðið á um í stefnuskránni, kemst það ekki hjá því að huga gaumgæfilega að þessum málum! í öðru lagi er nauðsynlegt að styrkja fjöruna með því að aka i hana grjóti reglulega, því að útaldan nagar strandhögg í stórviðrum svo að þó nokkuð landbrot á sér stað. Hólmfríður lýsti fyrir okkur breytingum, sem hafa orðið á ströndinni í tæplega miðaldra minni hennar og er það ljóst að, ef ekkert verður að gert móarnir hverfa á milli fjörunnar og gatnanna á næstu áratugum og sjórinn kemur til með að ná upp að götunum, Ægissíðu, Faxa- og Sörlaskjóli, og er hætt við að mörgum þætti það snaut- legt. Á síðasta kjörtímabili bentu íbúasamtök Vesturbæjar sunnan Hringbrautar borgaryfirvöldum á þetta og fóru fram á að fjaran yrði styrkt, en þáverandi umhverfismála- ráð hafði aðrar hugmyndir, þ.e. vildi nota uppgröftinn úr nýja byggingarhverfinu við Granda til þess að gera upp- fyllingar í kverkinni á milli Ægissíðu og Faxaskjóls og búa þar til hæðir og hóla, leikvelli og skíðabrekkur og breyta þannig verulega svipmóti fjörunnar. Þessu mótmæltu íbúasamtökin af því að þau vilja viðhalda fjörunni og móunum í sinni núverandi mynd. Mótmælin voru tekin til greina en ekki óskir um aðgerðir til styrktar fjörunni. Hér er því viðfangsefni fyrir Kvennaframboðið og miklu við- ráðanlegra en hið fyrra, sem nefnt var hér að ofan. í þriðja og síðasta lagi þarf að gera svæðið aðgengilegra og auðveldara til útivistar með því að leggja göngustíga meðfram fjörunni, ekki aðeins á þeim litla spöl, sem við gengum í þetta sinn, heldur áfram til suðurs framhjá flug- vellinum og meðfram Skerjafirðinum inn í Fossvog. Verndum Suðurströndina Það sneiðist smám saman af eðlilegum fjörum i borgar- landinu. Meira og meira af norðurströndinni er að fara undir iðnað og hafnarmannvirki og í aðalskipulagi er að- eins gert ráð fyrir smá eyðum hér og þar. Þeim mun mikil- vægara er að vernda suðurströndina fyrir jarðraski og mannvirkjum sem spilla svipmóti og raska lífríki hennar svo að kennarar geti komið með nemendur sína í fjöru- skoðun, börnin í Vesturbænum geti veitt síli í flæðarmál- inu og flatmagað á vindsængum á góðviðrisdögum, eldra fólkið notið þess að spássera á síðkvöldum og horft á tjaldinn og sandlóurnar Ieita sér að æti í fjörunni og æða- kollur synda með ungana sína í skini aftansólarinnar þeg- ar hún sígur á bak við Snæfellsjökul og lögbrjótar geti viðrað hundana sína. Hvert eigum við að fara í næstu gönguferð í september? Guðrún Ólafsdóttir. 23

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.