Vera - 01.10.1983, Side 36
Skipt um dekk
er mælt með steini aftan við dekk ef einhver
halli er ú veginum. Farið síðan út og náið í
græjurnar, þ.e. varahjól, tjakk ogfelgulykil.
Komið tjakknum fyrir ásínum stað en áður
en þið byrjið að tjakka upp bílinn verður að
losa um rœrnar á hinu sprungna dekki, því
annars snýst dekkið bara við átökin. Þegar
losað hefur verið um rærnar er bíllinn tjakk-
aður upp og rœrnar losaðar alveg af. Þá er
dekkið tekið af og varadekkið sett á, rærnar
skrúfaðar eins fast og hœgt er, bíllinn tjakk-
aður niður og hert á rónum vel og vandlega,
sumir stíga örlítið á arm felgulykilsins til að
vera öruggir. Eflosa þarf hjólkopp þá er það
gert með flötu járni sem er eins og stórt
skrúfjárn og er oftast á öðrum enda felgu-
lykilsins. Flati endinn er settur undir brún
hjólkoppsins og þrýst eða slegið á hinn
endann og auðvelt er að setja koppinn á aft-
ur það er þá alltaf hægt að slá eða sparka á
hann ef stendur á haki.
Þið sjáið að þetta er ekki mikið mál, en
þegar þið hafið gengið frá hinu sprungna
dekki og græjunum þá akið hið fyrsta til
nœsta dekkjaverksfœðis til að láta gera við
sprungna hjólbarðann, því það er ekki að
vita nema að springi aftur eftir nokkra kíló-
metra, og betra að hafa vaðið fyrir neðan
sig.
Ég ráðlegg þeim sem aldrei hafa skipt um
dekk aðfara beint út á stæði og æfa sig einu
sinni á bílnum sínum þar og þá eru ykkur
allir vegir færir hvað þetta snertir. Gangi
ykkur vel.
Kristjana
Það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um
það hversu nauðsynlegt það er fyrir hvern
bílstjóra að vera fær um að skipta um dekk.
En það eins og annað varðandi bíla hefur
verið svið karla hingað til þó auðvitað fylgi
breytingar á því í kjölfar þess að konur aka
og eiga bíla í auknum mæli. Þar við bœtist
að konur vilja ekki reiða sig á riddara-
mennsku karlanna ásama tíma ogþær berj-
ast fyrir sjálfstæði og jafnrétti. Því er það
konur góðar að við skulum fara I nokkrum
orðum yfir helstu atriðin í dekkjaskiptingu:
Öllum bílum á að fylgja tjakkur ogfelgu-
lykill. Tjakkarnir eru mismunandi og
hannaðir fyrir hinar mismunandi bíla-
tegundir. Það ætti því að vera fyrsta atriðið
að kynna sér meðferð þess tjakks er fylgir
bílnum og sömuleiðis hvar á að setja hann
undir bílinn. í flestum litlum bílum eru
hulstur fyrir tjakk undir sílsum, aftan við
framhjól og framan við afturhjól, til_ að
skorða hann af. Á stœrri bílum getur þurft
meiri viðhafnar við og fleiri grœjur, en allt
slíkt verður ökumaður að sjálfsögðu að
kynna sér, annaðhvort í bæklingum um bíl-
inn eða hjá fróðum ökuþórum. Ef skipta
þarf um dekk úti á vegum þarf að hafa í
huga allar öryggisráðstafanir svo ekki hljót-
ist slys af framkvœmdunum. Finna þarf
hentugan stað, þó má ekki aka langar leiðir
á sprungnu dekki. Komið ykkur fyrir á
vegarbrún til að teppa ekki umferð og
kveikið á aðvörunarljósum bílsins (og pass-
ið ykkur á hinum bílunum). Drepið á bíln-
um, setjið hann í gír og handbremsu, einnig
36