Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 33

Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 33
 Þær gátu valið sér maka og skilið við hann, ef hann reyndist þeim ekki góður í öllum samskiptum. Þetta kemur m.a. fram í því að föður Guðrúnar þykir óheillavæn- legt að gefa hana manni, sem hún elskar ekki. Þórunn setur sig í spor Guðrúnar i lok sögunnar, þar sem hún horfir yfir far- inn veg og reynir að skilja og meta líf henn- ar með tilliti til þeirra rauna sem hún hefur orðið fyrir. Ég vil því geta mér þess til, að það þurfi dágóða lífsreynslu og innsæi sem áhorfandi til þess að geta fylgt ætlun og stefnu Þórunnar með leikritinu. Ég held að það sé nokkuð hæpið að tiltölu- lega óþjálfaður leikhúsgestur geti á einni sýningu náð því að innbyrða þann boð- skap, sem liggur að baki, jafnvel þótt margt sé gefið til kynna sérstaklega með sjálfum leiknum. Vera má að þarna ráði úrslitum lífsreynsla hvers og eins, svo og þekking á sögunni. Að mínu viti og tilfinn- ingum er leikrit Þórunnar fyrst og fremst nokkurs konar varnarræða fyrir hjóna- bandið og gildi þess. Guðrún lærir að elska Bolla á meðan hún er gift honum og gerir sér ef til vill ekki grein fyrir því fyrr en eftir dauða hans, en hún getur ekki hætt að elska Kjartan þrátt fyrir það. Manneskjan getur elskað marga í einu, en kýs samt þegar öllu er á botninn hvolft að lifa í hjónabandi við einn maka, jafnvel þótt ógnir og sundurlyndi steðji að því oft á tíðum. Þegar Guðrún horfir yfir líf sitt hefur hún elskað þann mann mest, sem virti vilja hennar og sjálfstæði — það gerði Kjartan aldrei, en í leikritinu er allt „hetjur" konur vilja elska og búa með. Á þennan hátt tengist leikritið, heimsspeki þess og ástarsýn, þeirri kynjaumræðu sem fram fer í dag, ekki síst þeirri umræðu er lýtur að ást kynjanna á hvoru öðru, mögu- leikum ástarinnar jafnt innan hjónabands sem utan. Þórunn hefur afar athyglisvert efni í höndunum, frábæran efnivið og hún tekur stórar áhættur, þegar hún ætlar sér að samræma innihald sjálfrar sögunnar og eigin túlkun í verki sem ætlað er fyrir svið. Hingað til hefur engum tekist að skapa verk upp úr fornsögu, sem notið hefur vin- sælda á borð við sígild verk höfunda eins og t.d. Jóhanns Sigurjónssonar, jafnvel þótt allt bendi til þess að slíkt sé hægt, þeg- ar Laxdæla er annars vegar. Vandi þess höfundar sem tekur þekkt og lifandi bók- menntaverk úr huga fólks til þess að búa því sviðsumgerð er margþættur og flók- inn. Margs er að gæta og ótal gildrur verða á vegi hans, en aðferðirnar eru einnig margar. Höfundur getur annaðhvort not-' að söguna sem kveikju að glænýju verki, sem í sjálfu sér er óháð sögunni, þótt það sé skylt, en hann getur einnig verið afskap- lega trúr og tryggur sjálfri sögunni. Þór- unn hefur valið síðari kostinn og leikrit hennar spannar yfir nær allan seinni helm- ing Laxdælu, hefst á frásögn Guðrúnar á 4 draumum hennar, sem eru táknrænir fyrir þau 4 hjónabönd, sem hún á eftir að Bolti og Þuríður, systir Kjartans (Haratd G. Haraldsson og Soffía Jakobsdóttir) rata í og lýkur á fleigum orðum hennar „Þeim var ég verst er ég unni mest“. Þann- ig hefur Þorunn afmarkað efnivið sinn við ævi, ástir og hjónabönd Guðrúnar Ósvíf- ursdóttur og fer sáralítið út fyrir þann ramma, nema í þeim atriðum, sem hún hefur gersamlega samið sjálf óháð sög- unni. Hér er þó ekki um neina umtalsverða nýsköpun að ræða. Hér er miklu fremur um að ræða nýlesningu, sem er ekki fjarri þeim rannsóknum sem nú fara víða fram bæði í kvennasögu og kvennabókmennt- um. í þeim rannsóknum er leitast við að lesa fræðin út frá sérstökum sjónarhóli kvenna og þá aðallega með hlutskipti þeirra og sérstaka lífsreynslu í huga. Þetta kemur skýrt fram í mótun hlutverks Guð- rúnar, en einnig í hlutverkum hinna kvennanna í leikritinu. Þórunn sýnir okk- ur ávallt stöðu þeirra og hlutskipti, hvort heldur er um sjálfstæðar og skapmiklar konur eins og Guðrúnu og Ingibjörgu konungasystur að ræða, eða vælugjarnar læpur eins og Hrefnu konu Kjartans, og ó- hamingjusama kvenveru eins og Bróka- Auði, sem aðeins er tengd manni sínum með eignum. Þórunn leggur einnig áherslu á að sýna okkur hvernig staða kvenna var á þeim tíma sem leikritið gerist á, en þær hafa a.ö.l. haft meira frelsi og sterkari sjálfsvit- und en við höfum hingað til haldið. Jafn- vel þótt feður þeira gætu ráðið giftingu þeirra, höfðu þær visst frelsi í ástamálum. 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.