Vera - 01.10.1983, Side 20
Eins og fram hefur komiö í blaðaskrifum að undanförnu var haldið friðar-
þing í Prag í Tékkóslóvakíu í júní. Þingið sátu um 3.000 manns hvarvetna
að úr heiminum, þará meðal nokkrir íslendingar. Á þinginu starfaði sérstök
kvennamiðstöð og umræðuhópur kvenna og kom glöggt í Ijós hve mjög
friðarstarf kvenna hefur eflst á síðustu árum. Mesta athygli vakti barátta
kvennanna sem staðið hafði vörð við bandarísku herstöðina í Greenham
Common á Englandi í tvö ár.
Friðarþingið sátu tvær íslenskar konur, þær Bergþóra Einarsdóttir og
Margrét Einarsdóttir. Þær áttu tal við eina konuna frá Greenham Common,
Helen Johns, en hún hefur verið mjög virk í friðarbaráttunni undanfarin ár.
Eftir nokkurt stímabrak, og tafir og bið náðu þær tali af Helen og hér kemur
afraksturinn:
Konur geta
stöðvað
hernaðarbrölt
Upphafið...
Helen sagði okkur, að mótmælin hefðu
hafist í Englandi vegna þess að konur hefðu
viljað mótmæla uppsetningu bandarískra
stýrisflauga og því hversu feikilegu fjár-
magni átti að eyða í Tridenteldflaugar í Bret-
landi. Þær hefðu verið mjög reiðar vegna
þess að áformin um þessar framkvæmdir
höfðu ekki verið borin undir kjörna fulltrúa
þingsins. NATO hafði þröngvað þeim upp á
England, sem þær teldu, að væri síður en
svo lýðræðislegt.
Og Helen hélt áfram: „Motmæli okkar
höfðu engin áhrif á ríkisstjórnina. Gangan
frá Kaupmannahöfn til Parisar sýndi ljós-
lega hvað fólki í Evrópu finnst um Pershing-
eldflaugar og stýrisflaugar. Upphafið má
rekja til hugmynda fjögurra kvenna í Wales,
sem lögðu til að skipulögð yrði sams konar
ganga, sem konur stæðu fyrir til að sýna
andstöðu við áform ríkisstjórnarinnar. Hún
átti að standa í tíu daga, hefjast í Cardiff í
Wales, vegna þess að þar er verksmiðja, sem
við teljum að kjarnorkuvopn séu geymd.
Cardiff er mjög þéttbýl borg og þetta sýnir,
að það er engin umhyggja borin fyrir lífi
fólks. Við gengum frá Cardiff til margra
staða til að leggja áhersu á, að kjarnorku-
stefna Bretlands hefði ekki verið borin undir
einn eða neinní1
Viðbrögð almennings, fjöl-
miðla og yfirvalda
„Viðbrögð fólks við að gerðum okkar
voru frábær, svo að ljóst var, að okkur hafði
tekist að ná til fólksins. Við fengum alls
staðar góðar móttökur, einkum hjá kirkjun-
um og má þar nefna kvekara, sérstaklega,
sem sáu um, að útvega húsaskjól fyrir full-
orðnar konur og konur með börn.
Áður en við komum til Greenham Comm-
on ákváðum við að kenna hreyfingu okkar
við suffragettu-hreyfinguna. Við ákváðum
að vera með einhverjar beinar aðgerðir,
vegna þess að fjölmiðlar höfðu ekki áhuga
á því, sem við vorum að gera, þ.e.a.s. mót-
mælum okkar gegn kjarnorkuvopnum,
heldur vorum við aðeins spurðar um sára
fætur og hvar eiginmenn okkar væru. í
göngunni voru 40 konur, nokkur börn og
aðeins fjórir karlmenn. Munurinn var sá, að
þessum karlmönnum hafði aldrei verið leyft
að taka þátt í ákvarðanatöku. Við gerðum
okkur ljósa grein fyrir því, að það eru ekki
allir karlmenn, sein bera ábyrgð á vígbúnað-
arkapphlaupinu, en það er ljóst, að það eru
karlmenn, sem hafa stjórnað kalda stríðinu.
Það er þessi hugsunarháttur karlmanna,
sem er í aðalatriðum rangur þegar við skoð-
um vígbúnaðarkapphlaupið. Staðfesting á
því áliti er sú, að á 38 árum hafa ekki verið
gerðir neinir árangursríkir samningar. Þegar
samningurinn um bann við kjarnorku-
vopnatilraununum var gerður á sjötta og
sjöunda áratugnum, hætti fólk að fylgjast
með og treysti öðrum í blindni og það voru
mestu mistökin, vegna þess að vígbúnaðar-
kapphlaupið herti á sér frá þeim tíma. Svo
að það er okkar skoðun, að samningurinn
um bann við kjarnorkuvopnatilraununum
hafi ekki hjálpað neinum"
Vildum ekki láta
ganga fram hjá okkur
„En þegar við komun til Greenham
Common, hlekkjuðu fjórar konur sig við
girðingu stöðvarinnar og bjuggust við að
þær yrðu handteknar og að um það yrði
fjallað í fjölmiðlum. En það var engin þeirra
handtekin, en þetta vakti athygli fjölmiðla,
vegna þess að hér voru konur á ferð.
Yfirmaður stöðvarinnar tók þann kost
vænstan að láta, sem hann sæi ekki konurn-
ar og láta sig baráttu þeirra engu skipta og
sagði, að þær gætu verið þarna eins lengi og
þær vildu. Og þar sem við vorum ákveðnar
í að láta ekki ganga fram hjá okkur, gerðum
við það og enn erum við þarna tveim árum
síðar. Við fengum þúsundir bréfa, þar sem
fólk tjáði okkur stuðning sinn. Mörg bréf-
anna voru frá meðlimum í Baráttunni fyrir
kjarnorkuafvopnun (CND) og einnig komu
mörg bréf frá fjölda fólks, sem var ekki í
tengslum við neinn pólitískan flokk eða
meðlimir i fjöldahreyfingum. Fólkið vildi
láta í ljós þakklæti og stuðning við baráttu,
sem gaf þeim von.
Þann fyrsta desember 1981 var hafin hol-
ræsagerð utan girðingar vegna byggingar
húsnæðis, sem átti að hýsa 1300 bandaríska
hermenn til viðbótar. Við stöðvuðum þessar
framkvæmdir. Upp frá því lögðu yfirvöld á
staðnum mikla áherslu að að flytja okkur á
brott. Þau reyndu að telja okkur trú um, að
þetta væri hvorki i tengslum við varnarmála-
ráðuneytið né pólitískar ákvarðanir. Hins
vegar var augljóst, að það var ekki satt,
vegna þess að málið varðandi flutninginn á
okkur fór fyrir Hæstarétt í stað dómstóla í
héraði, þar sem almenningi og fjölmiðlum
er frjálst að koma og fylgjast með. Þetta er
enn eitt dæmi um hvernig hægt er að snið-
ganga lýðræðið.
Sú reynsla, sem við höfum fengið, hefur
opnað augu okkar fyrir því að þó að leið lýð-
ræðisins væri til staðar, var hún ekki okkur
opin og við gerðum okkur grein fyrir að
dómstólarnir eru ekki til þess að framfylgja
réttlætinu — þeir eru til hins gagnstæða —
þeir eru til að hindra, að fólk hafi frelsi til að
tjá sig um málefni, sem það varðar, ef það
kemur yfirvöldum illa.
Við vorum ákærðar fyrir að fara í leyfis-
leysi inn á land, sem er í eigu annarra og
fengum ekki að segja, hvers vegna við fórum
inn á þetta landsvæði, né hvers vegna við
vorum að mótmæla.11
Helen sagði, að fjölmiðlarnir gætu lýst
konunum við Greenham Common sem
flökkukonum og letingjum, sem nenntu
20