Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 29

Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 29
Kona að vinna í rœkju nú liggur fyrir skýrsla hennar. Þar er lagt til aö Grænland gangi úr EBE en fái stööu sem „oversöiske lande og territorier" fremur en 3öja lands status eins og Færeyjar vegna hagsmuna tengdum verslun og styrkjum —1981 fékk hver íbúi á Grænlandi 9 sinnum meir í styrki frá EBE en nokkr- ir aðrir íbúar EBE landa. í áliti nefndarinnar harma nefndarmenn niöur- stööur þjóöaratkvæöagreiöslunnar en leggja til aö geröur veröi samning- ur, sem tryggi fiskveiöum þróunarmöguleika en jafnframt njóti EBE löndin áfram heimilda til fiskveiöa viö Grænland. Síöustu fréttir eru þær aö V- Þjóðverjar vilji 20 ára rétt sem feli í sór lágmarks veiðiheimildir og fastan kvóta. Kannski var svar grænlendinga viö þessu aö boða til fiskveiðaráö- stefnu N-Atlantshafsríkja meö þátttöku okkar, norömanna og, færeyinga sömu vikuna og viö vorum á Grænlandi án þess aö danir veittu heimild til hennar eða væru þátttakendur. I þriöja lagi vaxandi atvinnuleysi og tilflutningar fólks úr heilum byggöar- lögum til stærri staöa eins og Nuuk, þar sem ekkert bíður nema húsnæö- isleysi og atvinnulevsi. Um 1920hlýnaði sjórviö Grænland og þorskur fyllti grænlenskafirði en selur leitaöi lengra noröur. — Þorskævintýriö hófst fyrir alvöru um 1950 og náöi hámarki 1962. Orsök byggðaröskunarinnar er grænlenska þorskæv- intýriö. Síöan kólnaði og ofveiöi sagði til sín — Litlu staöirnir sem voru verslunarstaðir fyrir, þangaö sem veiðimenn sóttu, uröu nú tiltölulega fjöl- menn byggðarlög með þorskinn viö dyrnar og þau drógu til sín og freist- uöu veiðimannanna — En um leiö og þorskurinn minnkaöi hættu K.G.H. og einkafyrirtækin rekstri og fluttu sig um set. — Nú þurfti stóra togara, lengra varð aö sækja og I dag er 60% af þorskaflanum veiddur af togurum. — Eftir stóöu þyggðir meö fólki án atvinnu og þaö smá tlndist burt til stærri staða enda ekkert að hafa lengur, margir búnir að týna niöur gömlum lifn- aöarháttum og menningu og selurinn horfinn. Einn sllkur staöur er Qornoq, inni í Nuukfirði, en þar dvöldum við nætur- langt. Þar var þorskæfintýrið frá 1940-1965. K.G.H. byggði fiskverkunar- stöö og stóra verslun en þeir hurfu um leiö og þorskurinn og 1971 flutti síð- asti ibúinn burt. Eftir standa húsin, sem nú eru notuð af Dönum og betur settum grænlendingum sem sumarhús. Skólinn gluggalaus svo og kirkj- an. — Á kirkjuloftinu gat aö líta skólabækur, stíla og teikningar sem segja frá litlum börnum I „dejlige Danmark" — mæörum þeirra og feðrum og Ijúfu miöstéttalífi I lundum Danmerkur. Loks er aö nefna þann vanda sem felst I þvl aö þjóö missir tengslin viö menningararf sinn. „Þeir hugsa ööruvlsi en við“ algengasta svar græn- lendinga sem ég hitti á förnum vegi. — Minjagripir úr hreindýrahornum og „fedsten" er þaö eina sem mætir gestkomandi og minnir á horfna menningu. En þaö er vonarneisti um endurreisn. Nú I haust veröur sett á stofn stofnun I Eskimóafræöum I tengslum við Þjóðminjasafniö og forstaöa þess verður I höndum grænlendinga sjálfra. Kenndu telpunni ekki dönsku.................... í Nuuk er líka listaskóli I litlu húsi. Þar hitti óg fyrir ungt fólk meö blik I augum og meövitund um sjálft sig sem inuita. Og ég hitti fleiri slíka. Minn- isstæöastar eru tvær konur, Merianne Petersen sem er vitnaö I áöur. Hún gaf ekki kost á sér viö kosningarnar I vor. Vinnur hún nú viö Þjóðminjasafn- iö og ætlar aö sækja námskeið viö Eskimóafræðastofnunina I vetur. Hún kvaðst vera aö missa trúna á Siumutflokkinn. — Þótti tök hans og stefna einkum I fólagsmálum vera veik og þjóöerniskennd þeirra ekki nægilega sterk. „Þaö sem verður að gera nú,“ sagöi Marianne, „er aö setjast á rök- stóla og greina vanda grænlensks þjóöfélags I dag. Það ætlum við, ég og nokkrir félagar mínir aö byrja á I sumar og síöan verðum viö aö móta skýra stefnu á grundvelli þeirrar greiningar. — Annars er grænlensk menning og framtíö glötuö." Hin konan heitir Henrietta Rasmussen, ung kona meö sterkt yfirbragö inuita. Hún var kosin I borgarstjórn I Nuuk I vor, önnur tveggja fulltrúa Inuit Ataqatgiit. Henrietta á litla telpu 5 ára. Sjálf talar Henrietta góöa dönsku en telpan aöeins grænlensku. Henrietta og maöur hennar, sem er ráðinn aö nýstofnaða Eskimóafræðasetrinu, ákváöu aö kenna telpunni ekki dönsku, þó engum sé Ijósara en þeim hvaöa áhrif það kanna að hafa á menntunarmöguleika hennar síöar. „En til hvers er að berjast fyrir mál- stað sem maður trúir á, ef maður gerir kröfur til annarra um aö framfylgja honum en þorir ekki aö taka afleiðingunum sjálfur," sagði Henrietta er þetta barst I tal. Mikið starf framundan „Framtíö Grænlands byggir á þvi aö berjast fyrir því sem grænlenskt er. Viö getum sjálf tekiö málin I okkar hendur. Þaö er þaö eina sem getur bjargaö okkur," bætti hún viö. Báöar þessar konur eru miklar kvenfrelsis- konur. Þeim ber saman um aö staöa kvenna á Grænlandi sé afar bágbor- in, en enn þá væri ekki tímabært aö efna til sérframboöa kvenna, þó mikil þörf væri á því. Það er hægt aö segja þessa ferðasögu meö öörum orðum og frá ööru sjónarhorni. Hér á eftir fer lausleg þýöing úr áróðurspésa K.G.H.: „Hinn glæsilegi refaskinnpels filmstjörnunnar, hinn gæöamikli saltfisk- ur handa Spánverjum á föstunni, hinir gómsætu grænlensku fiskbitar sem Evrópubúinn neytir eru allt frá sama stað, Grænlandi gegnum K.G.H. Það er líka K.G.H. aö þakka að grænlendingar geta I dag gætt sér á gullnum appelsínum og valiö sömu vörur og Evrópubúum standa til boða." Annaö dæmi: „Þaö er frumskylda K.G.H. að hjálpa grænlendingum til aö þróa nátt- úrugæði landsins grænlendingum til gagns. Stökkiö frá hagfræði nauð- þurftabúskapartil utanríkisverslunar, fráfrjálsu lífi i náttúrunni í fasta vinnu í fiskverkunarstöð, skapar að sjálfsögöu ýmsan aðlögunarvanda. En K.G.H. styöur sig viö hina 200 ára gömlu reglugerö sína, aö leysa þessi vandamál þannig aö tekiö sé eins mikiö tillit til mannlegra og menningar- legra verömæta og auöiö er.“ „Tilgangur fjárfestinganna í verksmiðjum og togurum er aö auk atvinnu og hækka lifsstandard almennings." Eftir heimsókn til Grænlands eru þessar glefsur öfugmæli í mínum eyr- um, þau hljóma eins og úr ræöu okkar pólitísku landsfeöra og predikara hagvaxtar. í þeim er, í mínum huga, ekki tengd nein von um endurreisn græn- lenskrar menningar eða þjóöarstolts. Kynnin af þeim konum sem ég vitnaöi í áöur og fleiri þeim líkum svo og tign landsins skilja eftir í minningunni birtu og von um aö þrátt fyrir allar hindranir takist grænlendingum aö brjótast undan oki kúgarans, sem nú oröiö notar silkihanska og endurheimta reisn sína — En það er mikiö starf framundan. Guðrún JÓnsdóttir borgarfulltrúi Kvennaframboðsins Frá fiskmarkaði grænlendinga 29

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.