Vera - 01.10.1983, Page 16

Vera - 01.10.1983, Page 16
verði kjarnorkuvopnin notuð — sama hvar fyrsta sprengj- an fellur. Tilvera kjarnorkuvopnanna felur í sér gjöreyð- ingu alls þess sem lífsanda dregur og því verðum við kon- ur, sem fæðum líf í þennan heim, hugsum um það og verndum það, að taka til okkar ráða. Við verðum að standa saman, allar sem ein, um að afstýra þessari vopna- vitfirringu, þeirri tortímingarhættu sem nú vofir yfir okkur og börnunum okkar, framtíð þessa heims. Nú er komið að okkur að virkja þann kraft sem við búum yfir allar saman, þann kraft sem sprettur af elsku okkar til barnanna okkar og til alls sem lifir. Og það má ekki seinna vera — mannkynið rambar á barmi gjöreyðingarinnar — ein lítil mistök eru nóg. Þess vegna ber okkur öllum sem nú lifum skylda til að standa saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til að fyrirbyggja að slík mistök, viljandi eða óviljandi, geti orðið. Ef við stöndum saman fáum við miklu áorkað — og við þurfum að fá miklu áorkað. Við verðum að fá kjarnorkuvopnin eyðilögð — öll eyðilögð. Það er okkar skylda að láta einskis ófreistað til að tryggja framtíð jarðarinnar og barna hennar. Frá Friðarfundi kvenna á Lœkjartorgi, 26. ágúst 1983. (Ijósm. Þjóðviljinn) Kristín Guðmundsdóttir „Við verðum að sameinast“ Mannkynssagan er öðrum þræði saga styrjalda og af- leiðingar þeirra verða stöðugt geigvænlegri með aukinni tækni. í stað þess að nota hugviti og fé til þess að bæta lífið á jörðinni, ver mannkynið stöðugt meira fé og hugvit til þess að framleiða vopn, sem geta eytt öllu mannlífi mörgum sinnum. Ráðamenn í hinum vestræna heimi segja, — við verðum að eyða meira fé til vopnaframleiðslu til þess að tryggja jafnvægi, — þannig tryggjum við friðinn best, — hið sama segja ráðamenn í austri. En hvenær verður þessu jafnvægi óttans náð? Hefur þetta vígbúnaðarkapphlaup dregið úr hættunni á styrjöld? Nei, þvert á móti hefur það leitt til minna öryggis. Og eins og Alva Mýrdal orðaði það svo vel: „Við kaupum okkur aukið öryggisleysi fyrir stöð- ugt hærri upphæðir" Kjarnorkuvopn eru mesta ógnun mannkynsins í dag og þessa ógnun hefur mannkynið sjálft leitt yfir sig. Nú er talið að til séu í heiminum kjarnorkuvopn sem eru að sprengikrafti á við meira en 1 milljón Hirosíma-sprengjur. Eru fleiri kjarnorkuvopn það sem við þurfum? Að sögn ráðamanna eru þessi vopn aðeins til þess að tryggja friðinn, þau verða aldrei notuð. Reynslan sýnir okkur þó, að vopn sem hafa verið fundin upp og fram- leidd, verða notuö, það er næstum náttúrulögmál. — Nú eru stórveldin farin að tala um að hægt sé að heyja tak- markað kjarnorkustríð. Raunar er afar ólíklegt að hægt sé að heyja takmarkað kjarnokustríð, mestar líkur eru á, að það myndi breiðast út og öllu mannkyni yrði eytt. Það er þó athyglisvert fyrir okkur að hugleiða hvar stórveldin hugsa sér að slíkt takmarkað kjarnorkustríð verði háð. Margir telja að það sé einmitt Evrópa sem sé hugsuð sem vettvangur slíkra átaka. En á maðurinn þá enga von, er hann dæmdur til þess að tortíma sjálfum sér? — Eina von mannkynsins er sú, að almenningur, hinn þögli múgur, í austri og vestri, sameinist um kröfuna um stöðvun vígbúnaðarkapp- hlaupsins og eyðileggingu allra kjarnorkuvopna. Við ber- um öll ábyrgð, við getum ekki staðið aðgerðarlaus hjá, meðan misvitrir stjórnmálamenn í austri og vestri kasta á milli sín fjöreggi mannkynsins. Það getur enginn staðið hjá og sagt: Ég hef ekki vit á þessu, Iátum stjórnmálamönnunum bara eftir að ákveða, 16

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.