Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 10

Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 10
Sigurvegari í smásagnakeppni VERU Smásagan „Það er ægilega ljótt..“ var valin besta sagan af þeim 10 sem VERU bárust í smásagnakeppninni sem blaðið stóð fyrir. í niðurstöðu dómnefndar seg- ir: „Niðurstaða meirihluta dómnefndar er sú að verðlauna söguna „Það er ægi- lega ljótt...“. Efni sögunnar er athyglis- vert og býður upp á möguleika til skír- skotunar út fyrir söguna. Höfundur vinnur á hnitmiðaðan hátt úr efni sínu. Sagan er sögð frá sjónarhorni barns og tekst höfundi vel að lýsa hugarheimi þess. Stíll sögunnar er einlægur og á köflum ljóðrænn. Dómnefndina skipuðu þær: Dóra Guðmundsdóttir, verslunar- maður, Fríða Á Sigurðardóttir, rit- höfundur og Ragnhildur Richter, BA í ís- lensku. Hanna Lára Gunnarsdóttir var nafnið í umslaginu merkt „PONS“ sem var dul- nefni höfundar verðlaunasögunnar, og heimilisfangið var ísafjörður. VERA hringdi vestur til að óska Hönnu Láru til hamingju og jafnframt að fá einhverjar upplýsingar um hana fyrir lesendur blaðsins. Hanna Lára er 28 ára gömul, ísfirð- ingur í húð og hár. Sagan hennar „Það er ægilega ljótt..“ er það fyrsta sem birtist eftir hana á prenti. Hún sagði að þessi viðurkenning væri sér vissulega hvatning til frekari dáða. Þegar hún var spurð hvaða tíma hún notaði helst til að skrifa sagði hún „allar stundir" Það væri ein- mitt kosturinn við að búa úti á landi, þar væru allar vegalengdir svo stuttar og því hefði fólk tíma til alls! (Stelpur er þetta ekki eitthvað fyrir okkur? Allar vestur!) Um skólagöngu sína sagði Hanna Lára að hún hefði hætt í menntaskóla farið að búa og eignast litla stelpu sem nú er 5 ára. En núna vinnur hún á skrifstofu Menntaskólans á ísafirði. Um áhugamál sín sagðist hún helst hafa áhuga á fólki. Hún hefur reyndar prófað ýmislegt, m.a. lagt stund á tón- listarnám og reyndi helst að prófa sem flest. Núna væri hún einmitt byrjuð að æfa með leikfélaginu eftir 7 ára hlé. Aðspurð um „kvenfrelsisbaráttuand- ann“ á ísafirði sagði Hanna Lára að sér liði eins og síðasta Móhíkananum. í bæ eins og ísafirði væru allar aðstæður aðrar en við hér á höfuðborgarsvæðinu öldumst upp við. Þar fer blóminn af unga fólkinu í framhaldsnám og því væri eiginlega stórt gat í stað fólks á aldrinum 20-30 ára. Áður en menntaskólinn kom vantaði allt fólk á aldrinum 16-20 ára, gatið hefði bara færst fram. Þannig að hún væri dálítið ein á báti. Það væri helst með þessu „farandfólki" sem þangað kæmu nýjar hugmyndir en það stoppaði stutt. Hún sagðist hafa verið svarsýn á baráttu kvenna en eftir að konur fóru að láta friðarbaráttu meira til sín taka er hún orðin bjartsýnni og vonar að hún berist vestur til ísafjarðar sem allra fyrst. VERA óskar Hönnu Láru til ham- ingju með verðlaunin sem voru kr. 5000. - og verða þau send við fyrsta tæki- færi. Jafnframt þökkum við öllum hin- um sem sendu okkur sögu fyrir þátt- tökuna og sögurnar verða endursendar um hæl. „Það er ægilega Straumur flóttafólksins liggur gegnum þorpið mitt. Litur þess er grár og gangur þess hægur. Fullorðna fólkið virðist ekki gefa þess- um mannverum neinn gaum, en við börnin störum stóreygð og opin- mynnt á hverja nýja fjölskyldu, sem tekur sér bólfestu í einhverjum kofanna. Portin og húsaskriflin — ævintýraheimur okkar barnanna — eru búðir þessa fólks. Mest finnst okkur til koma að sjá öðruvísi fólk. Það er margt í þessum hópi. Að minnsta kosti ef miðað er við okkar tíma. Hælistímann. Þegar fólk er falið á hælum og stofn- unum. Áður voru eldhúskytrur, svefnskonsur og stofuholur látnar nægjasem felustaðurfyriröðruvísifólið. En það dugirekki. Viðsjá- um það, börnin. Þetta flóttafólk, sem er að flýja sveitina sína og á viðkomu í þorp- inu mínu, er á leið suður. Það hefur með sér lúin húsgögn, koppa og kirnur sem orka framandi á þorpsbarnið. Svo og aumingjarnir, sem auðvitað eru með í ferðinni. Enginn tekur til þess að þetta fólk, öðruvísifólkið, er kallað aumingjar í daglegu tali. Við börnin gríp- um setningar eins og: „Hún á dóttur sem er aumingi“. „Þau verða hér þangað til hún fær vist á hæli í Reykjavík, næsta vor“ Og ég dregst að þessu fólki. Bakhúss við heimili mitt er port. Og þar stendur lítill húskofi. Einn góðan veðurdag, setjast mæðgur að 1 þessum kofa. Móðirin gömul sveitakona. Dóttirin þrítugur aumingi. Áður en ég veit af, er 10

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.