Vera - 01.04.1985, Síða 24

Vera - 01.04.1985, Síða 24
'^-'3-'2 9'3'3‘'3'?'3'?'?9'?2''3'3'?QQQQQ'3Q'lQ'3Q99 Skrafskjóðan Guðrún Ólafsdóttir Það þarf hvorki mjög skarpa né háþróaða athyglisgáfu til þess aö átta sig á því, að það er nokkur munur á körlum og konum. Flestir sjá það á fyrstu æviárum sín- um og læra að haga sér í samræmi við það með misjöfnum árangri þó. Sumir láta sér þó ekki nægja að greina hin augljósu ytri einkenni heldur kafa dýpra í þennan mikla leyndadóm náttúrunnar. Einn þeirra er kona nokkur hér í borg, sem hélt því fram í dagblaði fyrir nokkrum árum að verulegur munur væri á hugsun karla og kvenna og bar fyrir sig erlenda sérfræðinga. Konur hugsa í hringi, karlar í beinni línu. Ekki nefndi hún nein dæmi um hringlaga og línulega hugsun, en lýsti því yfir með miklum sannfæringarkrafti, aö sú síðarnefnda væri snöktum merkileg.ri og aö eðlileg afleiðing af þessum mun í heilastarfsemi kynjanna væri sú, ef ég skildi hana rétt, að konum væri sæmst aö þjóna körlum til borðs og sængur og stjana við þá á alla lund, að öðrum kosti ættu þær á hættu aö verða óyndislegar og ókvenlegar — já, hinar mestu herfur, eins og mörg og sorgleg dæmi hefðu sannað. Að sjálfsögðu hefur þetta valdið mér miklum heilabrotum, þar sem karlmenn hafa alltaf verið meðal helstu áhugamála minna. Ég hef því gert mér far um að reyna að greina þennan grundvallarmun í hugsun kynjanna, en með engum ár- angri. Hafi ég átt orðastað viö karlmenn eöa lesið eitthvað eftir karlmann — og ég geri satt að segja heilmikið af því — hef ég ekki getað merkt annað en að ég hafi fylgt röksemdafærslu þeirra eftir lið fyrir lið frá upphafi til enda, eflaust í heilan hring — eöa — skyldi ég kannski hafa misskilið allt saman? Um daginn ákvað ég að gera loka tilraun til aö komast til botns í þessu með hina línulegu, karlmannlegu hugsun og sá þá í hendi mér, að það yrði best gert með því að reyna að skilja hinar karlmannlegustu hugsanir allra hugsana, þ.e. hernaðarhugsunina. Ég ályktaði sem svo, aö hún hlyti að birtast í sinni tærustu og háþróuöustu mynd hjá stórveldum nútímans, af því aö þar væri hún máttugust. Þar hlýtur að vera að finna hina hreinustu línulegu hugsun, a.m.k. hefur lítið spurst til kvenna sem hafa mótað hana og þeim hefur því varla tekist að spilla henni með einhverri loðmullulegri hringhugsun. Og hvaö felst svo í hernaðarhugsun stórveldanna? Jú, markmið hernaðar er friður. Ekkert tryggir frið nema víðtækur alhliöa undir- búningur undir ófrið. Undirbúningurin felst í því að koma sér upp tækjum og tólum sem árangursríkust eru til að drepa, meiða og eyða sem flestum, helst mörgum sinnum. Engu má til spara til þess að tryggja aö risagrýla hvers stórveldis fyrir sig standi jafnfætis eða helst einu skrefi framar risagrýlu hins stórveldisins í eyðinga- mætti og viðbragðsflýti. Grýlur kalla ég þetta, af því að það á alls ekki að nota þetta dýra dót til annars en aö hræða, að því að sagt er. En nú fer ég að eiga erfitt með að fylgjast með, því aö niðurstaðan er sögð vera að friðurinn verður tryggöur hundrað prósent. Það sem ég ekki skil er það, hvernig á aö hafa hemil á grýlun- um? Þær eru marghöfðaðar eins og þursarnir í ævintýrunum og búnar þeim eigin- leikum eins og þeir að fyrir hvern haus sem höggvinn er af vaxa tveir nýir. Ef eitt voþnakerfi er afskrifað koma tvö eða fleiri ný fullkomnari og máttugri og svo áfram í það óendalega. Viti menn — kannski er það þarna sem leyndardómur hinnar línulegu hugsunar liggur? Út frá hringlaga hugsun má segja það þannig, að vit- leysan tekur aldrei enda. Ef svo er þá finnst mér sannarlega engin ástæða til að standa í eilífum kleinu- bakstri og skyrtuþvotti fyrir karlana vegna þessarar línulegu hugsunar. Það er svo sem ekkert úr vegi að baka handa þeim eina og eina jólaköku og strauja fyrir þá skyrtur viö og við ef við kennum þeim svolitla hringlaga, vopnlausa friðarhugs- un um leiö. í alvöru talað, stelpur, við þurfum að fara að gera verulegan skurk í friðarmálun- um. Heimurinn hefur hreint ekki efni á að eyða meiru af heimilispeningunum í að búa til grýlur, svona líka hættulegar grýlur! 24

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.