Vera - 01.12.1985, Qupperneq 3
Mig langar ekki...
Veru hefur borist tvö bréf
um efni 5. tölublaðs.
,,En þú verður nú að fara að koma með
eitt lítið", segja konur oft við mig í einhver}-
um ströngum gælutón. Ég er nefnilega að
verða þrítug og — guð minn góður — það
er svo voðalegt að eignast fyrsta barn eftir
það, eins er það svo leiðinlegt fyrir börnin
að eiga gamla foreldra og svo er nú gott að
vera ,,búinn“ með barnauppeldið á með-
anmaðurerungurenn. . .og. . .og. . .Oft
hefur mig langað til að grípa fyrir eyrun, en
hef þess í stað látið nægja að brosagóðlát-
lega þegar rökfimin nær hámarki.
Auövitaö eru til aðrar sem hughreysta
mann og segja að ekkert liggi á, en samt
er maður spældur og hugsar „þetta er
bara öfund í þessum kerlingum sem lentu
allt of ungar í barneignum".
Sko — það er ekki bara að ég sé komin
á „þennan aldur", ég er líka búin aö vera
í sambúð lengi og hef lokið námi. Þess
vegna, býst ég við, hef ég lengi ekki mátt
taka upp barn á þess að sæluhrollur fari
um viðstadda — fyrir mína hönd. Eins hafa
margar vinkonur mínar sem þegar eiga
börn ekki átt orð til að lýsa því hvað barn-
eign gefi lífinu mikið gildi. Og ég dreg það
ekki í efa — mér finnst bara svo margt ann-
að gera það líka. Ég hef til dæmis gert
ýmislegt sem erfitt er að framkvæma sam-
tímis barnauppeldi eða eftir að börnin
verða stór, en einmitt þá ætla svo margir
að byrja að njóta frelsisins. Þó frelsisþrá
og svolitlar áhyggjur af ástandinu í heimin-
um eigi einhvern þátt í því að ég hef ekki
„drifið í því að eignast krakka" er aðal-
ástæðan einfaldlega sú að mig hefur
aldrei langað nógu mikið í barn. Stundum
hefur mig langað pínulítið í stutta stund en
aldrei nógu lengi til aö láta getnarvarnirnar
sigla sinn sjó. Skrýtiö — en svona eru
sumar konur og er ekki bara allt í lagi að
leyfa þeim það!
Ofurskynsamur andi
Kæra Vera!
Um leið og ég tilkynni um breytt heimilis-
fang langar mig að gera nokkrar athuga-
semdir við efni Veru, aðallega blaðið um
mæðurnar og hamingjuna. Oft hefur um-
fjöllun Veru hrært upp í mér og mig langað
að láta í mér heyra. Vonandi hef ég loks
manndóm í mér núna.
Yfirleitt hefur mér fundist andinn í blað-
inu svolítið menntakvennalegur og „ofur-
skynsamur" og vantað hlýjuna í umræð-
unni, hlýjuna sem er einmitt svo áberandi
hjá konum sem tala saman af heilhug og
gerir þær svo yndislegar. Hinn „kaldi
andi“ (nú ýki ég nokkuð) kemur glöggt í
Ijós í forystugreininni og sumum viðtölun-
um um æðstu kvenlegu sæluna, og ég
efast um að hann hæfi í mark. Tekur því að
beina svona hvössum spjótum að þessum
litla helgidómi okkar: Umhyggjunni, af-
kvæmum, englunum? Er það ekki falska
ímyndin sem við þurfum að brjóta niður?
Varla er ætlunin að sverta mæður sem
njóta hlutverksins eða gera þær barnlausu
að nýrri fyrirmynd. Hér verður hver og ein
að fá að velja og njóta. Ég held sem betur
fer að íslenskar konur leyfi sér það enn á
meðan systur okkar í öðrum vestrænum
löndum eru hraktar inn á blindgötur af
hinni nýju ímynd: Smartri, gáfaðri, vel-
gengisglimmerkroppurinn meö glansandi
hár á ægilegri framabraut (. . . þið getið
haldið áfram að prjóna aftanvið. . .). Ég
efast þó um að þær séu nokkuð „ham-
ingjusamari" en við íslensku valkyrjur
sem höfum leyft okkur að taka hliðarspor
og fæða börn og ala I stolnum stundum.
Hamingjan er mæld í augnablikum og við
megum ekki líta framhjá þeim. Barnkríli
sem kúkar á réttum tíma veitir furðulega
mikla gleði, leyfum okkur að njóta hennar
án kinnroða alveg eins og er ætlast til af
okkur, það er ekki málið.
Ég held að íslenskar mæður skeri sig
talsvert úr og séu afslappaðri uppalendur
en margar af öðru evrópsku þjóðerni og ís-
lendingar tiltölulega frumstæðir hvað
varðar börn og buru (börn eru sjálfsagður,
eðlilegur hluti lífsins eins og hjá öllum öðr-
um dýrategundum — þarna kom líffræð-
ingurinn upp í mér). Það held ég að hjálpi
þeim að halda sönsum í þessari annars vit-
firrtu veröld. Nærveran við börn, eigin og
annarra og þeirra hugarheim gerir manni
lífið kærara. framtíðina dýrmætari, og ekki
veitir af á kjarnorkuöld.
Ungamóðir kemst ekki hjá því að taka
eftir því hversu gjörsamlega hjálparvana
krílið hennar er og upp á hana komið. Hún
verður að vera varnarveggur þess og stuð-
púði við umheiminn. Hún hlýtur að fá ann-
an sjónarhól til að hugsa út frá, — og hver
láir henni að fyllast vonleysi. Þessa hugs-
anaholskeflu skrifa læknar auðvitað á
hormónabreytingu — og sumum mæðrum
finnst þær sviptar frelsi í bili.
Ég held að barnsburður geti gefið kon-
um stærri andrýmd og veitt þeim mikla
hamingju. Látum það eftir okkur, heimur-
inn þarfnast stórra kvenna. Það er ekki
móðurhlutverkið sem er rangt, heldur
gerviveröldin sem þarf að pússla nýburun-
um inn í.
Það er göfugt að hvetja konur til að
hugsa um stöðu sína, en að slá upp úrelt-
um klisjuhugmyndum sem bláköldum
staðreyndum held ég sé að skjóta yfir
markið. Ég get líka orðað þetta svo:
Hvenær ætlum við að fara að byggja upp
úr því sem búið er að rífa niður? (Og hvað
skyldi vera langt þangað til karlmenn leyfa
sér að leggjast í uppstokkandi naflaskoð-
un?)
Afsakið fráganginn en ég er hrædd um
að hætta við allt saman ef bréfiö fer ekki í
póst nú.
Með bestu kveðjum,
María Hildur
Kæra María Hildur!
Þakka þér kærlega fyrir bréfið. Mikið er
nú gaman að fá bréf og uppörvandi að
heyra að Vera hafi ,,hrært upp í" þér. Við
vonum að svo sé með fleiri, því að til þess
er leikurinn gerður. Vera á að vekja til um-
hugsunar og umræðu. Þeim mun fleiri kon-
ursemleggja orðíbeig, hvort heidur er með
bréfi, spurningu, greinarkorni eða lengra
máli, þeim mun betra.
Ef við fáum ekki viðbrögð er hætt við að
við skrifum út í vindinn. Til dæmis sýna
athugasemdir þínar við ágústblaði Veru um
móðurhlutverkið og hamingjuna okkur, sem
unnum að því blaði, að okkur hefur ekki al-
veg tekist að koma til skila því sem við ætl-
uðum okkur. Það er fjærri okkur ölium að
vilja varpa rýrð á móðurhlutverkið eða gera
lítið úr hamingjunni, sem felst í því að eign-
ast og ala önn fyrir barniog jafn fjærri okkur
3