Vera - 01.12.1985, Side 4

Vera - 01.12.1985, Side 4
að halda fram einhverri barnlausri ,,vel- gengisglimmerpíu" á framabraut sem ein- hverri fyrirmynd. Við erum innilega sam- mála því sem þú segir um mæður og börn. Fyrir okkur vakti hreint ekki að gagnrýna móðurhlutverkið sem slíkt heldur að benda á að raunveruleg reynsla margra kvenna af því að eignast barn gengur oft þvert á þá klisjukenndu Imynd af móðurinni að hún hafi þar með höndlað ævarandi sælu og eigi nú að mæta heiminum með barnið í fanginu og sælubros á vör. Þetta er fölsk imynd sem hefur vakið sektarkennd hjá mörgum konum og spillt fyrir eðlilegu sam- bandi milli móður og barns. Því að hamingj- an, eins og þú kemst svo vel aö orði sjálf, ,,er mæld í augnablikum", einnig hamingja móðurinnar. Þetta höfum við allar gott af að hugleiða, svo að við gætum að hamingju- stundunum og látum ekki sektarkennd og áhyggjur yfir erfiði og amstri af daglegri umönnun skyggja á þær. Það er kannski óþarfi að minna á að inn- tak kvenfrelsisbaráttunnar er að skoða for- dómalaust og af gagnrýni þajnn raunveru- leika sem mætir okkur konum og móta sjálf- ar hlutverk og ímynd okkar út frá okkar eigin skynjun á raunveruleikanum, hvort sem um mæður eða barnlausar konur er að ræða, en láta ekki þröngva okkur inn í hlutverk, sem mótuð eru af því karlasamfélagi sem við lifum í. Þú hefur eflaust rétt fyrir þér í því að við ,,íslendingar (séum) tiltölulega frumstæðlr hvað varðar börn og buru" samanborið við margar aðrar Evrópuþjóðir. Við leyfum okk- ur ennþá að eignast börn áður en barna- herbergið er fullmublerað og sum okkar m.a.s. fleiri en eitt eða óskasettið, strák og stelpu. Við erum ekki enn komin svo langt á „þróunarbrautina" að við skipuleggjum líf okkar eftir nótunum: menntun — bíll — hús — húsbúnaður eftir tískublaði — sumarhús — hnattsigling — barn eða sundlaug eða hraðbátur — o.s.frv. En ef við gætum ekki að hvert stefnir I íslensku þjóðlífi gæti svo farið að hluti íslenskra kvenna standi frammi fyrir því að velja á milli barns og hluta eða lífsstíls og hinar frammi fyrir þeirri staðreynd að kjör þeirra útiloka lúxus eins og barneignir og móðurást. Þetta er sannarlega ekki það samfélag sem við viljum berjast fyrir heldur það sam- félag þar sem það er eðlilegt, gott og gam- an að eignast og ala upp börn og þar sem engin kona þarf að standa frammi fyrir þvi að velja á milli barns, starfs eða hluta. I lokin viljum við nefna að gagnrýni þín á stíl okkar er vissulega umhugsunarverður — kaldur, menntakvennalegur, ofurskyn- samur — má kannski segja þetta með einu orði — karlmannlegur? Hefur það uppeldi sem við höfum fengið kæft eðiilegan, kven- legan tjáningamáta? Þurfum við að fara að leita að hinum eina sanna tóni sem hæfir samskiptum kvenna? Með kærri kveðju frá ritstjórn Veru sem vann ágústblaðið (tvær óléttar, ein með barn á brjósti, þrjár með smábörn á öðru ári og ein óþreyjufull eftir að verða amma). Við 24. október 1985 Kæru systur. Komið er árið '85. Hvar erum við staddar í dag? Með voða í lofti. Veröldin dimm. Við óttumst um framtíðar hag. Verndum öll börn. Biðjum svo að: Bjargist vort kærleiks þel. Hver annan styðji. Stefnum á það. Stöndum æ saman. Lifið vel. Þ.E.Ma. Kvenfélag sósíalista Um leið og Vera þakkar þessa athugasemd við „samtalið endalausa" í blaði nr. 4, vill hún koma á framfæri óskum um að lesend- ur hiki ekki við að leiðrétta og/eða gera athugasemdir við efni Veru. Þetta á ekkisíst við um efni, sem telja má sögulegt, líkt og endalausu samtölin um kvenfrelsisbarátt- una, þar erþað blátt áfram nauðsynlegt að þið látið í ykkur heyra, þyki ykkur ranglega farið með, séuð ósammála eða teljið við- mælendur okkar misminna um atburði. Rit- nefnd Veru vill nota þetta tækifæri til að minna ykkurallará, að blaðið á að vera um- ræðuvettvangur og það er því fjarri lagi að við viljum aðþið takið efniþess þegjandiog hljóðalaust! Skrifið eða hringið og látið okk- ur heyra I ykkur — hvort sem þið viljið skamma okkur eða hrósa! Kveðjur, ritnefndin. í annars ágætu viðtali, sem Ms átti við Nönnu Ólafsdóttur í 4. tölublaöi ,,Veru“ kemur fram sá misskilningur, að ekki hafi verið starfandi Kvenfélag í Sólsíalista- flokknum. ,,Kvenfélag Sósíalistaflokksins" var stofnað 30. mars 1939. „Meðlimir þess eru allar þær konur, sem eru löglegir með- limir Sósíalistafélags Reykjavíkur", eins og segir í lögum félagsins. 1946 er gerð sú skipulagsbreyting á félaginu, að það er ekki lengur skilyrði, að konur séu meðlimir í Sósíalistafélagi Reykjavíkur og er þá nafni þess breytt í „Kvenfélag sósíalista“. Að öðru leyti vísa ég til „Sögu Banda- lags kvenna í Reykjavík“ og „Margar hlýj- ar hendur," sögu K.f. Elín Guðmundsdóttir. Konurnar sem unnu að blaðinu um barneignir með nokkrum barna sinna, frd vinslri: Kicki með Emi! ogEinar, Kristln meðsoninn unga, Mallameð Höllu, Guðrúnu ogKatrínu, Guðrún með Baldur, Gyða með Sunnu, Solla með Sveinbjörn og þann nýfœdda og Guðrún. 4

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.