Vera - 01.12.1985, Side 8

Vera - 01.12.1985, Side 8
\ni\Ln i\/ni\t_r\r\ i\nr\Ln i\rvr\L KARLAR KARLA KARLAR K/ \R KARLA KARLAR KARLA 1< ^LA KARLAR KARLA KARLAF KARLAR KARI A * n rv > KARLA KARLAFTkÁRLA K/ KARL KARL <\ K KARLr"rtÖNLÍR KAR Uf\ KONUR KARLA KONUR „Sjáðu, allir í kjól og hvítt!“ Viö höldum áfram að skoða og Carin segir frá: ,,Allt sem karl- maðurinn gerir er athöfn til að skilgreina sjálfan sig, byrgja niður óttann og einmanakenndina. Sjáðu þessar myndir: hann felur sig á bak við einkennisbúninga og merki og tákn hvort sem er í stríði eða friði. Eru þeir ekki að fela sjálfa sig og reyna að renna saman í heild? Fá stuðning af þeirri tilhugsun að nútilheyri þeireinhverj- um aftur eins og þeir tilheyrðu mömmu sinni einu sinni á meðan allt lék í lyndi. Sjáðu, hermannaföt! Kjóll og hvítt! Jakkaföt! Ópersónulegur klæðnaður sem felur manninn sjálfan en gerir hann einn af hópnum. Sjáðu svo allar myndirnar af karlmennsk- unni, vöðvunum, kynfærunum, kyntáknunum. Og vopnum. Stundum er ekki hægt að greina á milli vopnsins og tákna karl- mennskunnar. Vald! Þeir ríghalda í valdið, í tákn valdsins og í of- beldi valdsins vegna þess aö þeir eru svo hræddir. Það er eins og karlmenn hugsi aldrei um það hvað vopnið gerir öðrum — að það myrði — heldur aðeins um hitt hvaö vopnið getur gert fyrir þá. „Jafnvel þegar karlmenn halda að þeir séu að lýsa ástúð, þá eru þeir að lýsa valdi og ofbeldi. Sumum finnst þessar myndir erotískar, þær eru gerðar af hommum, margir hommar vilja með- höndla kvenleikan í sér, viðurkenna hann. En fyrir mér eru þessar myndir aðeins meira ofbeldi, mér finnst þær vera án hlýju og ástúðar. Þaö er hoggið, ekki strokið, hatað en ekki elskað. Jukk, jukk, jukk! Karlar halda að ofbeldi sé kraftbinding styrkleika en það er ekki rétt. Ofbeldi er merki veikleika og hræðslu.'1 Myndir af körlum geröar af körlum, karlar í stríði og friði, karlar í leikjum og íþróttum, karlar hlaðnir táknum og tólum.Þó er aðeins farið að örla á annars konar myndum" segir Carin. „Myndum, sem sýna einmanaleika, ótta. Mér finnst það vera ný sýn karla á sjálfum sér, þeir eru að reyna aö átta sig á þessu, skil- greina sig upp á nýtt." „Fyrir mér er þessi mynd kjarninn, karlmaður með kvensálina innra með sér án þess að leyfa henni að njóta sín, þessa kvensál sem hann bælir niður og reynir að afneita." — Hvað segja karlmenn, þegar þeir hafa skoðað þessar mynd- ir? „Þeir þakka mér fyrir! Aðeins einu sinni hef ég orðið fyrir reiði og aggression. En hræðsla brýst jú svo oft út í aggressjónum, ekki satt?" Konur séðar af körlum Við segjum skilið við karlamyndirnar og færum okkur fram til kvennanna. Fyrstu myndirnar þar eru líka úr bernsku, svo halda þær áfram, eiginlega eftir aldri, ólíkt karlamyndunum eins og Carin var búin að benda á. Hún heldur áfram: „Það sem lesa má úr myndum karla af sjálfum sér, er fyrir mér staðfest hérna. Karl- menn sjá konur annað hvort sem mæður sínar, kynlausar, ósnortnar og góðar, eða þá þær verða tákn sexualitetsins, þess, sem þeir vilja afneita, kynverur aðeins, eitthvaö sem er fyrirlitið og þarf aö eyða. Þeir berja úr þeim kyniö, slátra drekanum, þessu I

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.