Vera - 01.12.1985, Side 9
tákni sexualitetsins, sem kom upp á milli sonarog móður. Sjáðu,
aðeins líkami, engin sál, því sálin er ekki kyngreind, það verður
að slíta sál og sexualitet í sundur. Mamma var góð en veik, pabbi
brást mér en hann var sterkur. Það er kynferöið sem réði úrslitum,
til þess að vera sterkur, veröurðu að afneita kynferði konunnar,
taka það frá henni, því það er sökudólgur. Slátra drekanum!"
Við horfum á myndir af konum, sem — og það er alveg rétt —
eru fyrirlitnar, sundurbútaðar, höfuðlausar, jafnvel aðeins tákn-
aðar með einum líkamshluta. . .
,,Fyrir þetta fást verðlaun“
„Þessar myndir yfirþyrma mig. Þegar ég setti sýninguna fyrst
upp brotnaði ég alveg niður, mér fannst ég hafa stillt fólki upp fyrir
framan svo mikið hatur og ég hugsaði með mér: guð minn góöur,
hvað hef ég gert? En við verðum að gera okkur grein fyrir þessu.
Og þetta er alls staðar í kring um okkur og í háum metum jafnvel.
Ég fór t.d. I bíó í Stokkhólmi um daginn til að sjá mynd sem heitir
Prizzi’s Honour, hún var auglýst sem góð og skemmtileg afþreyf-
ing fyrir fullvaxið fólk og sagt að hún hefði fengið fjölda verðlauna.
Og svo sat ég og horfði á þessa mynd og hún fyllti mig óhugnaöi.
Guð minn góður, átti þetta að vera „góð og skemmtileg” mynd
fyrir „fullorðið" fólk. Hún var yfirfull af sömu skilaboðum og eru
á þessum kortum. Af hatri og fyrirlitningu og ofbeldi og fyrir þetta
fást verðlaun!” Við stöndum nú fyrir framan myndir af konum
gerðar af konum: „Mér varð mjög bilt við, þegar ég uppgötvaði
að konur eiga það til að sjá sjálfar sig með augum karla. Ég átti
erfitt með að trúa því og áenn. Skilgreinum við okkur líkasvona?“
Blaðamanni Veru verður svara fátt! Spyr bara hvort Carin
muni halda áfram að safna kortum og bæta við sýninguna?
„Nei. Ég er að byrja að takast á við annað verkefni, sem mér
finnst mjög spennandi en kvíði líka fyrir. Ég ætla að myndskreyta
og skrifa bók um ömmu mlna, Elsu Beskow, sem var mjög frægur
barnabókahöfundur. Hún hafði mikil áhrif á mig, áhrif sem ég þarf
aö glöggva mig á og e.t.v. uppræta aö einhverju leyti. Það verða
líkabreytingar álífi mínu. Ég hef veriöbúsett í Hollandi en nú ætla
ég að flytja heim til Svíþjóðar a.m.k. um tíma. Mér finnst bæði að
ég þurfi að sækja kraft til norrænna kvenna, kraft sem ég finn ekki
í Hollandi og svo á ég dóttur, sem ég vil að finni sér rætur heima
I Svíþjóð, kynnist menningu og viðhorfum norðursins. Og ég
stend líka á tlmamótum, að því leyti að ég er að komast á miðjan
aldur. Þaðerviss frelsunað komastyfirfertugt! Hefurðutekiðeftir
því hversu margar konur blómstra I sköpun og list á milli fertugs
og sextugs? Það er aldur, sem er varla til í myndum karla, mið-
aldra konur komast varla á blað!
— Kannski er það einmitt þess vegna, sem sá aldur verður
frelsun? Eftir myndunum að dæma eru hugmyndirnar um það
hvernig konureigaaðvera, þegar þæreru miðaldraekki fyrirfram
mótaðar af körlum!”
„Það skyldi þó aldrei vera!!“
Ms
Bfaðamanni Veru
verður svara fatt!
9
L