Vera - 01.12.1985, Page 11
„Harkan gildir
í ljónagryfjunni“
Vera ræðir við 33ja ára
tæknimann, kvæntan og
föður tveggja dætra.
— Vera biður viðmælanda
sinn að byrja á þvíað líta til baka
til strákahópsins á unglingsár-
unum. Hvernig áttu strákar að
vera á þeim árum og hvernig
viidum við stelpurnar að þið
væruð?
„Kaldir og töff. Viö áttum
fyrst og fremst aö vera kaldir
og töff. En þaö gilti bara þegar
viö vorum aö skemmta okkur.
Þar fyrir utan, þegar maður var
bara með strákunum þurftum
viö ekkert á þessu aö halda.“
— Bara í skemmtanalífinu
segirðu. Þ.e.a.s. bara þegar
stelpurnar voru með. Fannst
þér það fyrst og fremst vera
þær sem gerðu þessar kröfur tii
ykkar?
„Já. Ég var t.d. ekkert aö
flýta mér aö fara í rúmiö meö
stelpum. Ég var rómantískur
og vildi hafa ást og rómantík
meö og hafði þar að auki feng-
iö strangkristið uppeldi. Þá
fékk ég aö finna aö ég geröi
ekki skyldu mína. Stelpurnar
uröu móðgaðar. Seinna lét
maður kannski stundum tilleiö-
ast, lét undan þrýstingi. Þetta
er eins og maður hefur heyrt
konur lýsa reynslu sinni. Ég
held aö þetta hafi verið miklu
algengara en almennt er talið,
að stákar hafi ekki viljað sofa
hjá stelpum án ástar og róm-
antíkur."
— Rædduð þið þetta strák-
arnir?
,,Við töluðum aldrei um það.
Ekki heldur þeir sem blóðlang-
aði til að segja frá reynslu
sinni. Kenningin var sú að þeir
töluðu mest, sem hefðu
minnsta reynslu. Þess vegna
sagði enginn neitt!
Ég hef mikla þörf fyrir að
hitta kunningja mína frá ung-
lingsárunum nú. Ég man ekki
til að ég hafi dregið í efa karl-
ímyndina á- þessum tíma. Ég
var öruggur og áhrifagjarn eins
og hinir. Mig langar að hitta þá
núna og láta þá vita hver ég
er.“
— Fannstþér viðhorfin breyt-
ast síðar, á árunum milli 70 og
‘80, þegar þú ert kominn yfir
tvítugt. Fannst þér þá að konur
gerðu ekki lengur samskonar
kröfur til þín um,, karlmennsku "
heldure.t.v. þvertá móti, aðþær
gerðu kröfur um breytta ímynd?
„Ekki á meðan ég var „í
Ijónagryfjunni". Það breyttist
ekkert. Það er ekki fyrr en ég er
búinn að vera giftur í nokkur ár
að mér var Ijóst að það var ekki
þetta sem krafist var af mér.
Einnig aðrar konur komu öðru
vísi fram við mig, eftir að ég
varð „giftur maður“. Nú átti ég
ekki lengur aö vera kaldur gæi.
Þvert á móti held ég að það sé
einmitt fyrir það að ég er ekki
málsvari karlmennskunnar
sem ég eignaðist góða kunn-
ingja úr hópi kvenna.“
— Urðu árekstrar milli þess
hlutverks sem þú varst alinn
upp til að gegna og þess, sem
þú vilt — og verður að gegna I
dag?
„Það var ekki auðvelt aö
vera allt í einu heimilisfaðir. í
byrjun átti ég erfitt með að ná
áttum í hlutverkinu. Feður okk-
ar voru húsbændur á sínu
11