Vera - 01.12.1985, Síða 12

Vera - 01.12.1985, Síða 12
,,Er talinn stikkfrí í heimi hörkunnar“ heimili. Hvernig átti ég að vera?“ — Og hvað gerðirðu þá? Þegarþú varstað velta fyrirþér þessu nýja hlutverki, sem þú vissir ekki alveg hvernig var, og þú hafðir enga fyrirmynd fyrir, ræddirðu það þá við félaga þína, eins og við gerum konurn- ar? ,,Ég ræddi það aldrei við aðra karlmenn. Jafnvel besta vin minn sem ég hef þekkt síð- an ég var smápatti. Við höfum farið svipaðar leiðir, eldum matinn og snýtum krökkunum okkar. En við höfum aldrei tal- að um það.“ — Þú hefur unnið dæmigerð karlastörf og á vinnustöðum, þar sem eingöngu eru karlar. Hvernig tóku menn því að þú deildir ábyrgðinni á börnum og heimili? „Þegar yngri dóttir okkar fæddist, ákváðum við hjónin að ég tæki einn mánuð af barnseignarfríinu, til þess að konan mín gæti einbeitt sér að lestri. Hún var í skóla þá. Þá var ég á vinnustað með ein- tómum körlum. Ég kveið dálítið fyrir að segja frá þessu á vinnu- staðnum. Það er alltaf erfitt að ríða á vaðið. En því var tekið mjög vel. Allir voru mjög já- kvæðir, jafnt yfirmenn, sem vinnufélagar. Þessir gömlu jálkar sýndu því mikinn áhuga að ég ætti von á barni. Þeir sögðust margir óska þess að þeir hefðu gert það sama og ég á sínum tíma. Allir áttu þeir til þessa mýkt, þótt ég fram að þessu hefði aldrei kynnst hjá þeim öðru en hörku, klæmni og kvenfyrirlitningu. Ári síðar tók annar maður barnseignar- frí á þessum vinnustað. Eins mætti það engri mót- spyrnu að ég tæki frí til að vera heima þegar börnin voru veik og fleiri fóru að dæmi mínu. Hins vegar hafði ég upplifað það á öðrum vinnustað að for- stjórinn hringdi heim og sagði að ég gæti bara fengið mér húshjálp þegar svona stæði á.“ — Þú tilheyrir e.t.v. þeim hópi karla sem stundum eru kallaðir ,,hinir mjúku menn“, eða eitt- hvað slíkt. Hefurðu þurft að verja það? ,,Ég hef nokkrum sinnum átt nágranna, sem hafa haft orð á því að ég væri hálfgerð tuska og alveg í vasanum á konu minni þegar ég hef kvatt þá til að fara inn og taka við dætrun- um þegar konan er að fara út. Þessum mönnum hef ég bent á það að ég, þessi kúgaði mað- ur sé alltaf að gera það sem mig langar til. Ég fer á skíði þegar mig langar til eða sigli á bátnum mínum og get haft krakkana með, á meðan þeir eru svo stressaðir við að passa konurnar sínar keyra þær fram og til baka til að missa ekki sjónar á þeim o.s.frv. að þeir gera ekki annað. Annars fer þetta hugtak, hinn mjúki maður mjög í taug- arnar á mér. Mér finnst menn s.a.s. gera út á hugtakið. Menn sem taka til hendinni heima hjá sér og berja ekki konurnar sín- ar ætlast til að fá rós í hnappa- gatið fyrir það að hegða sér eins og menn." S.E. Rætt viö Þorvald Krist- insson um uppgjör hans viö karlmennskuna. — Hver er ímynd hins sanna karlmanns? ,,Sú ímynd sem mætir mér oftast er líkast til sú af mannin- um sem alltaf er eyland, ætíð einn. Hversu oft erum við karl- menn ekki minntir á þetta, beinlínis eða óbeinlínis: Tal- aðu ekki við neinn um tilfinn- ingar þínar, talaðu ekki af þér, trúðu aldrei neinum fyrir neinu, þá gefur þú bara höggstað á þér. Þótt mér sé uppsigað við þessa ímynd, þá er ég eins og aðrir karlmenn mótaður af henni, hún fylgir mér eins og draugur og heimsækir mig annað slagið. Þegar ég hugsa til baka finnst mér ótrúlega mikið af kröftum mínum hafa farið í það að gera upp við þessa karlmennskuímynd og sjálfsagt losna ég aldrei fylli- lega undan henni.“ — Hvers vegna ekki? „Þessi ímynd er ekki orðin til út í bláinn. Samkeppnisþjóð- félagið knýr á og leggur á karl- menn þann klafa sem ég nefndi. Ég held að meðvitaður vilji til uppgjörs við ímynd, sem okkur er óljúf, dugi þess vegna skammt oft á tíðum.“ — Geturðu lýst sjálfum þér i gegnum árin sem þessum dæmigerða karlmanni? „Þegar ég hugsa til sjálfs mín um tvítugt var ég einn af þessum pottþéttu strákum, sem svo má kalla, stóð mig mjög vel í námi, vandvirkur og eljusamur. Ég gaf hverfi högg- stað á mér, að ég taldi. Kannski tengist þetta að ein- hverju leyti laumuhommanum í sjálfum mér. Oft gangast hommar manna mest upþ í karlmennsku ímyndinni, djöfl- ast eins og skrattinn sjálfur við að gera alla hluti vel svo eng- inn hafi nú neitt upp á þá að klaga. Á þessum árum talaði ég ekki við neinn um tilfinning- ar mínar, var flestum sem lok- uð bók, þ.á.m. sjálfum mér. Ég átti erfitt með að tala og því held ég að sjálfsvitund mín hafi verið ósköp óljós. Það er nú einu sinni í gegnum málið að sjálfsvitund okkar verður til.“ — Hvað varð þá til að hagga við þessum lokaða pilti? „Rúmlega tvítugur fór ég að búa með konu sem hafði mikil áhrif á mig. Hún var róttæk og vel menntuð og forvitin um um- hverfi sitt. Þetta var á árunum upp úr 1970, konur af hinni menntuðu millistétt voru farnar að skilja hversu pólitískt mál það er að vera kona, og rétt eins og hinir strákarnir, sem bjuggu í slíkum sambúöum, hlaut ég að taka afstöðu og hugleiða málin. Þá komst ég meðal annars að því að deilur um uppvask og bleyjuþvott er ekki það sem skiptir raunveru- lega máli þegar kynhlutverk og kynferðispólitík er annars veg- ar. Allt það mál er mikið stærra og merkilegra. Áþessum árum held ég að hispurslausar um- ræður við konur hafi hjálpað mér til að stíga fyrstu skrefin út úr skel karlmennskunnar.“ — En svo kemur þú úr felum sem hommi tæplega þrítugur. 12

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.