Vera - 01.12.1985, Síða 13
Hvernig tengist það uppgjörinu
við ,,karlmennskuna‘‘?
„Ég var lengi búinn aö horfa
álengdar á karlmenn og girn-
ast þá án þess aö leyfa mér að
nálgast þá með ástarsambönd
í huga. Hjónaband mitt var að
komast í sjálfheldu vegna
þessarar þráhyggju. Um þetta
leyti bjó ég í Kaupmannahöfn
og dag einn sé ég auglýsingu
frá hreyfingu sem kallaði sig
Karlmannahreyfingin. Ég
ímyndaði mér að þarna væri
kannski karlmenn að finna
sem ættu í bölvuðu basli við
kröfuna um karlmennskuna,
einmana og bældir eins og ég.
Svo ég tók mig saman í andlit-
inu, kvöld eitt hitti ég hóp sex
karlmannasem voru tilbúnirað
bera saman bækur sínar, og
taka sjálfum sér ærlegt tak til
að losna út úr vítahring hins
,,pottþétta“ karlmanns. Þarna
voru tveir hommar auk mín,
hinir voru heterósexúal karl-
menn. Sumir urðu nánir vinir
mínir og eru það enn, að fimm
árum liðnum. Að vissu leyti má
segja að í félagsskap þessara
stráka hafi ég komist i sam-
band við sjálfan mig og þá fyrst
farið að trúa því heils hugar
hvað opinská umræða er frels-
andi afl i samskiptum manna.
Þarna reyndi ég likast til í fyrsta
sinn í alvöru að gera upp við
hina hefðbundnu karl-
mennskuímynd."
— Er hægt að bera saman
viðhorf homma og heteró-
sexúal karlmanna til kynhlut-
verka og karlmennsku?
„Hommar eru eins ólíkir
og þeir eru margir. Auðvitað
sjáum við ákveðnar mann-
geröir aftur og aftur meðal
homma. Við eigum okkur nú
einu sinni sameiginlega lífs-
reynslu sem vitaskuld setur
mark sitt á okkur. Eins og títt er
um manneskjur, sem eiga und-
ir högg að sækja, þá hafa
hommar tilhneigingu til að
hendast öfganna á milli í upp-
gjöri sínu eða afstööu til karl-
mennskunnar. Sumir okkar
sýna sjálfskúgun sína í því að
gerast karlmannlegri en allt
sem karlmannlegt er, þeir ger-
ast hinir verstu stofnanaþræl-
ar. Slíkir menn leyna oftast
hvötum sínum fyrir flestum.
Svipuð ofurdýrkun á karl-
mennskunni birtast líka í líkam-
legu fasi sumra homma. Þeir
eru oft karlmannlegastir allra,
íturvaxnir og með óaðfinnan-
legt yfirskegg. Hreyfingar
þeirra og klæðaburður, svo
sem áhuginn á leðri, undir-
strikar þessa dýrkun á karl-
mannalegri hörku. Aðrir
hommar hneigjast til yfirmáta
penpíuskapar sem sumir kalla
kvenleika en á ósköp lítið skylt
við kvenfólk, ég vil nú heldur
kalla þetta merarlæti."
— En á ekki hvort tveggja
einhvern rétt á sér?
„Jú auðvitað, það eru hinar
eindregnu öfgar sem ég er
núna að hnýta í, öfgar sem
tengjast sjálfskúgun homm-
ans. Mér finnst karlmenn vera
fallegastir þegar þeir sameina
hörkuna og fjaðrafokið, og
kunna að leika á fleiri en einn
streng. Það jákvæða við vit-
undarvakningu okkar homma
og vaxsandi stolt okkar er að
þegar vel tekst til sjáum við
hvað stýrir þessari öfgafullu
leit að sjálfsímynd karlmanns-
ins. Eitt það dýrmætasta sem
vinátta við viti borna homma
hefur gefið mér er einmitt
hreinskilin umræða um kyn-
hlutverkin, þegar við reynum
að sjá það jákvæða við hörk-
una og karlmennskuna í bland
viö hættuna sem henni fylgir,
þegar við höfum vit til að viður-
kenna hvað ærsl og fjaðrafok
hommanna er oft á tíðum mikið
og frelsandi afl.“
— Finnst þér heterósexúal
karlmenn þá vera hamlaðir og
neita sér um að sýna tilfinning-
ar t.d. ef þú berð þá saman við
vini þína meðal homma.
,,0ft finnst mér það. Þeir
taka margir mjög óstinnt upp
að nokkuð sé hægt að læra af
okkur. En alltof margir heter-
ósexúal karlmenn neita sér um
þann góða hlut sem hinsegin
vinir mínir leyfa sér: Að njóta
hörkunnar án þess að glata
ærlsunum og mýktinni. En sú
þörf býr í okkur öllum. Sjáðu
bara ,,karnivalinn“ og þá
menningu."
— Karnivalsmenninguna?
„Já, „karnival" er víst eini
vettvangur þar sem vestræn-
um karlmönnum leyfist að rjúfa
múr hefðbundinna kynhlut-
verka hvað líkamlegu hliðina
snertir. Og flestir karlmenn
grípa þetta fegins hendi, jafn-
vel hér í norðrinu. „Karnival-
inn“ ervíðaumlöndeinskonar
öryggisventill karlmanna. Þar
fá þeir útrás fyrir ærslin og
fjaðrafokið sem öllum mann-
eskjum er eiginleg
— Ert þú sem hommi ögrun
við karlmennskuímynd þeirra
heterósexúal karlmanna sem
þú umgengst?
„Það fer allt eftir því hversu
mjög þeir eiga í basli með eigin
karlmennskuímynd. Það eru
ævinlega óöruggustu karl-
mennirnir sem fjandskapast
mest við homma. Það sem
kannski hefur komið mér mest
á óvart er hvað margir heter-
ósexúal karlmenn sækjast eftir
að ræða tilfinningamál við mig.
Áður fyrr gátum við þetta ekki,
þá vorum við of háðir gamla
boðorði feðranna: Láttu nú
ekki hanka þig á neinu með því
að gerast of hreinskilinn. Sem
hommi virðist ég af mörgum
þessum karlmönnum vera tal-
inn stikkfrí í heimi hörkunnar
og oft stend ég gáttaður þegar
þeir byrja aö tala við mig um
sambúðarerfiðleika sína eða
mistök sín í barnauppeldi. Að
óreyndu hefði ég nefnilega
haldið að þeir hefðu sjaldnast
leyft sér að hugleiða tilfinn-
ingamálin að nokkru gagni,
hvað þá að iðka sjálfsgagnrýni
í þeim efnum. Það kemur ef-
laust mörgum spánskt fyrir
sjónir þegar ég fullyrði að sem
hommi á ég núna miklu ein-
lægara samband við pabba
minn og bróður eða gamla
skólafélaga frá unglingsárun-
um en fyrir fáum árum. í sam-
einingu tekst okkur oft að gera
hressilega atlögu að karl-
mennskuímyndinni sem rétt er
að okkur."
E.G.
13