Vera - 01.12.1985, Síða 14
„Eitt er
hvernig
maður er
og annað
hvernig
maður á
að vera“
Viðmælandi minn, Bergþór
Halldórsson er 38 ára gamall,
hann er verkfræðingur að
mennt, eiginkonan hans er
myndmenntakennari og hefur
starfað utan heimilis allan
þeirra hjúskap. Þau eiga þrjú
börn á aldrinum níu, ellefu og
fjórtán ára og hafa bæði áhuga-
málutan heimilisins. Bergþór er
fæddur og uppalinn í sveit og
segist lítið sem ekkert hafa
hugsað um þaö, þegar hann
var í heimahúsum, til hvers yrði
ætlast af honum sem karlmanni
í framtiðinni eða mótað með sér
neina ákveðna karlímynd.
— Ég spurði hvort hann hefði
ákveðna hugmynd um þessa
ímynd í dag.
„Já, karlmaðurinn á að
sinna heimiiisstörfum engu að
síður en konan, hann má
vissulega sýna tilfinningar sín-
ar eins og til dæmis gráta (ef
hann þá getur það), honum
ætti alls ekki að þykja verra ef
konan hefur frumkvæðið hvort
heldur er í ástarlífinu eða á öðr-
um sviðum. Ef hann á börn ætti
honum að finnast sjálfsagt að
sinna þeim, sýna þeim áhuga
og hjálpa þeim við að leysa
þau vandamál er upp kunna að
koma hjá þeim.“
— Ert þú svona?
„Það fer ekki alltaf saman
hvernig maður er og hvernig
maður á að vera. Miðað við
konuna mína geri ég hlutfalls-
lega miklu minna inni á heimil-
inu, hún er einfaldlega miklu
duglegri en ég. Mér fellur
ágætlega að taka hlutunum ró-
lega og slappa af en það á ekki
við hana og það er líka ástæð-
an fyrir því að hlutirnir lenda
meira á henni. Að vísu vinn ég
lengri vinnutíma utan heimilis-
ins en hún og vildi gjarnan að
hann væri styttri. Ég er orðinn
þreyttur á að vinna eins mikið
og ég geri núna. Þó held ég að
ég væri ekki tilbúinn til aö
vinna aðeins hálfan daginn úti
þó svo að hún hefði hærri laun
en ég. Mitt hlutverk á heimilinu
í dag felst aðallega í því að
sinna börnunum, hjálpa þeim
eins og ég get til að leysa úr
þeim málum er þau þurfa að-
stoðar við. Meðan þau voru lítil
og vöknuðu á nóttunni sinnti
ég þeim eins og mamma þeirra
utan rétt fyrstu vikurnar,
örugglega ekki meira en nokk-
uð álíka, held ég.“
— Nú veit ég að þú ferðast
töluvert bæði innan lands og
utan vegna starfs þíns, finnst
þér sjálfsagt að þú getir farið
hvenær sem er og skilið hana
eina eftir með allt, vinnuna sína
og ábyrgðina á börnunum og
heimilinu?
„Ja, það er erfitt að svara því
hvort þetta er sjáfsagt en það
liggur við að það verði að vera
það vegna starfsins, auðvitað
er hún ekki alltaf jafn hrifin af
því að ég fari.“
— Hvað fyndist þér ef hún
þyrfti að ferðast vegna síns
starfs, fyndist þér það jafn sjálf-
sagt?
„Ég held þaö, ef hún væri í
þannig starfi, hins vegar má
vel vera að þegar til kastanna
kæmi yrði ég kolvitlaus í skap-
inu og hefði allt á hornum mér
og krefðist þess að hún fengi
sér öðruvísi starf. Það er erfitt
að svara þessu án þess að
reyna, hún hefur aldrei farið og
skilið mig eftir einan með þetta
allt saman."
— Ef þið þurfið bæði að fara
út að kvöldinu til í sitt hvorum
erindagjörðum hvort sér þá um
að útvega barnfóstru?
„Nú orðið eru börnin orðin
svo stór að við þurfum ekki
barnfóstru og í gegnum árin
hefur það verið mamma henn-
ar sem hefur barnfóstrað.
Meðan ég var við nám og við
bjuggum úti í Svíþjóð þar sem
tengdamömmu naut ekki við,
skiptumst viö á að fara út og í
þau skipti sem þetta hefur
stangast á höfum við reynt að
meta hvort erindið væri mikil-
vægara og látið það þá ganga
fyrir. Ef um hefur verið að ræða
einhverja fasta tíma reynum
við að komast hjá því að bæði
þurfi að fara út á sama tíma en
þegar annað hvort okkar þarf
að breyta sínum áætlunum
Viðmælandi Veru heitir Pétur
Knútsson, öðru nafni Peter
Ridgewell. Hann er á fimmtugs-
aldri, fæddur og uppalinn í Eng-
landi en er nú íslenskur ríkis-
borgari og giftur íslenskri konu.
„Spurningin er um að vera
manneskjulegur eða ekki
manneskjulegur. Mér hefur
alltaf fundist að þessi typiska
karlímynd sé jafnvel meiri af-
skræming heldur en typíska
kvenímyndin. Sú vakning sem
vegna þessa held ég að ég hafi
ekki síður gert það en hún!
— Eru þessi mál rædd meðal
félaga þinna eða starfsfélaga?
„Ég hef ekki oröið var við
það, nei þau eru ekki rædd. Al-
mennt held ég að álitið sé að
vera eigi verkaskipting á
heimilunum ef bæði vinna úti
og nú vinna jú konur utan
heimilis mikið meira en þær
gerðu. Þetta hefur allt breyst,
það er ekki svo mjög langt síð-
an að það var minnkun fyrir
manninn ef konan hans vann
úti. Það hlaut að vera vegna
þess að hann gat ekki aflað
nægra tekna.“
— Hvernig heldur þú að kon-
unni þinni finnist þú standa þig
í hlutverkinu?
„Ég held að henni hljóti að
finnast ég latur við heimilis-
störfin enda hefur hún veru-
lega mikið til síns máls.“
— Þér finnst að þú ættir að
taka meiri þátt í þeim?
„Já, já.“
R.E.
hefur átt sér stað hjá konum er
vakning í þá átt að gera mann-
eskjuna manneskjulegri, en
hún nefur ennþá ekki átt sér
stað hjá stórum hluta kvenna.
Samt hefur hún í miklu minna
mæli átt sér stað hjá körlum.
Mér hefur alltaf fundist erfitt
að leika þessa hefðbundnu
karlarullu. Það byrjaði strax
þegar ég var krakki og ungling-
ur. Þessvegna hef ég verið
mjög heppinn að þær konur
„Týpiska karlímyndin
er afskræming“
14