Vera - 01.12.1985, Qupperneq 16

Vera - 01.12.1985, Qupperneq 16
^RLAR KARL ^R K .AR KARL iRLAR :arla ! KA KARL .AR KAR :lar k - .ARLAR KARLAR K. KARLAR KARLAR AR KARLAR KARL LAR KARLAR KAR KARLAR KARLAR ARLAR KARLAR K. ■ KARLAR KARLAR LAR KARLA „RLAR LAR KARLAR' KARLAR KARLAR R'LAR.ewdKARLAR KA KARLAR KARLA KARLAR KARLA KARLAR KARLA KARLA SUMIR GRÁTA EINIR MEÐ Rætt viö Jóhönnu Sveinsdóttur, höfund bókar- innar „íslenskir elskhugar" (útg. Forlagið). Veru lék m.a. forvitni á aö vita hvort viðmælendum Jóhönnu í bókinni hefði reynst auðvelt að tjá sig um viðkvæm tilfinningamál, hvort þeir virtust sætta sig við þá karlímynd, sem þeir ólustu upp við o.fl. — Var erfitt að taka þessi við- töl, vafðist viðmæiendum þín- um tunga um tönn þegar þeir áttu að tala um tilfinningamál sín? „Mér fannst síður en svo erf- iðara að taka þessi viðtöl held- ur en önnur löng viðtöl þar sem viðmælandinn þarf að koma víða við og vera dálítið per- sónulegur. Sumir virðast halda að það hafi verið rosalegt áhlaupaverk að taka þessi við- töl, ég hljóti að hafa þurft aö tæla karlmenn með öllum hugsanlegum ráðum í viðtal og toga svo allt upp úr þeim með töngum. En sú var alls ekki raunin. Yfirleitt tóku menn málaleitan minni mjög vel, þótti þarft verk að safna til- finningalegri reynslu karl- manna á bók og vildu gjarnan leggja sitt af mörkum. Sumir voru óstöðvandi eftir að þeir höfðu komist á skrið. Einstaka viðmælanda þótti að vísu dálítið óþægilegt að ég skyldi ekki taka afstöðu jafnóð- um til þess sem þeir voru að segja en ég mátti að sjálfsögðu ekki trufla þá með þvi móti. Umræðurnar hefðu eflaust tekið aðra stefnu ef viö hefðum farið að rökræða. Mínar skoð- anir skipta ekki máli í þessu samhengi. En við slíka menn samdi ég um að ef það væri eitthvað sem þeir hefðu áhuga á að ræða sérstaklega þá skyldum við bara gera það eftir að hinu formlega viðtali væri lokið. Mér finnst þessir átján við- mælendur virðingarverðir fyrir að hafa tekið þátt í þessu. Fæstir þeirra gera nokkuð til að „dulbúa" sig, gera sér grein fyrir því að þeir sem til þeirra þekkja sjá strax hverjir þarna eru á ferð. Þeir höfðu margir orð á því að þessum málum væri þeir í raun reiðu- búnir til að standa fyrir undir nafni. — Sumir ganga nefni- lega með þá ranghugmynd aö íslenskir karlmenn séu svo lok- aðir að þeir séu flestir ófærir um að tjá tilfinningar sínar. Ég tel að þessi bók afsanni þá hugmynd." — Fannst þér mikill munur á viðmælendunum eftir aldri? „Óneitanlega voru þeir í yngri kantinum talsvert opnari en þeir eldri, reiðubúnari til að láta hlutina flakka og gera dá- lítið grín að sjálfum sér í leið- inni. Sumir gagnrýna ákaft hin- 16

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.