Vera - 01.12.1985, Page 18

Vera - 01.12.1985, Page 18
Ú-ur voru hópur kvenna, sem lét til sín taka í kvenfrelsisbaráttunni seint á sjöunda áratugn- um og fram á þann átt- unda. Ein þeirra var Ásdís Skúladóttir. . . ,,Eitt sinn Úa, ávallt Úa“ — Er hægt að segja að þú hafir einhvern tímann ORÐIÐ kvenréttindakona, eða hef- urðu alltaf verið svona? Já, þaö held ég. Ég hef alltaf verið hlynnt mannréttindum! Ég var alin upp viö slík sjónarmiö og var og er auðvitað undir sterkum áhrifum frá móöur minni, Önnu Sigurðardóttur. Pabbi var líka kvenrétt- indasinnaður og var fyrsti karlmaöurinn, sem gekk í Kvenréttindafélag íslands. En við getum kannski sagt að ég hafi fyrst byrjað að hugsa málin fyrir alvöru þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík. Við vorum þar nokkuð stór hópur, sem sóttum fundi hjá KRFÍ, — en það fór nú ekki hátt um það get ég sagt þér, það þótti frekar slæmt mál! Árið 1962 var efnt til sérstaks fundar á vegum KRFÍ með ungum stúlkum vísast í þeim tilgangi aö fá fram ný sjónarmið og yngja félagið upp. Fundarheitið var ,,Af sjónarhóli ungra stúlkna." Þar töluðu t.d. minnir mig, Sigríður Hjartar sem varð lyfja- fræðingur, Guðfinna Ragnarsdóttir, jarð- fræðingur og blaðamaður, Elísabet Þor- steinsdóttir læknir, Guðrún Hallgrímsdótt- ir verkfræðingur, Hrefna Kristmannsdóttir jarðfræðingur, Guörún Svava Svavars- dóttir myndlistarmaður og svo ég. Við töl- uðum t.d. um jafnrétti I skólum, einstæðar mæður, launamál skólastúlkna miðað við stráka, hvatningu til menntunar, frama kvenna, atvinnumál o.s.frv. Þessi sami hópur stóö að því að Sigríöur Hjartar fór í framboð til inspector scholae, æðsta embættis menntaskólans. Það vakti mikla athygli. Margar þeirra, sem hvað harðast- ar voru á móti Siggu áttu seinna eftir að sjá „ljósið“ og urðu Rauðsokkur. Annars var stuðningur við hana ekki einungis kyn- bundinn. Margir strákar studdu hana, enda um hápólitískt mál að ræða að venju. Þetta hefur allt verið vísir að uppreisn, Elísabet Þorsteinsdóttir gaf kost á sér í embætti inspector platearum og ég í scriba scholaris minnir mig. En engin okk- ar hlaut embættistign! Æskudeildin Eins og hvað? Þessi hópur, sem talaði þarna á fundin- um hjá KRFÍ, varð síðan kjarninn I æsku- deildinni. Hún var stofnuð nokkru eftir að Alþjóðasamband kvenna fór þess á leit við aðildarfélög sín að koma á fót ungliða- eða æskudeildum. Það bættust fleiri við síðar en deildin var ekki stofnuð formlega fyrr en árið 1969, þó við störfuöum allan tímann. Á þessum árum var ætíð starfandi út- varpsnefnd hjá kvenréttindafélaginu, sem fékk náðarsamlegast að láta í sér heyra i útvarpinu tvisvar á ári. Haustið 1968 voru kynhlutverk tekin til umræðu. Þessi út- varpsþáttur var svona á ská sprottinn upp úr umræðu og starfi okkar, nei, við hétum ekki Úurþá. Þaðvaráfundi hjáKRFÍþ. 18. nóvember 1969 að við vorum að reyna að finna nafn á deildina. Steinunn Finnboga- 18

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.