Vera - 01.12.1985, Side 24
Spjallað
við
Sigrúnu
Guðmundsdóttur
%
Föt er manneskjunni nauðsynleg, allavega okkur sem
búum á norðurhveli jarðar. En fötin eru mismunandi og
margbreytileg. Ég mælti mér þessvegna mót við Sigrúnu
Guðmundsdóttur fatahönnuð á kaffihúsi og bað hana að
segja mér undan og ofan af högum sínum. Við fáum okkur
hressingu og ég byrja að spyrja hana.
,,Að hanna
föt
'veitir mér
r í
útrás
Sigrún, hvenær fékkst þú áhuga á fatahönnun?
„Áhugann hef ég haft frá því ég man eftir mér. Þegar ég var lítil
var ég sísaumandi á dúkkurnar mínar, og ég haföi ávallt greiðan
aögang aö saumavélinni hennar mömmu. Ég klippti alltaf eftir
dúkkunum og saumaöi síöan saman. Siðar notaöi ég líkama minn
til aö sauma eftir frekar en sniö. Á unglingsárunum sat ég oft
heima um helgar aö sauma úr alls konar tuskum og teiknaöi
skyssur. Þetta hefur sem sagt veriö aöal áhugamálið mitt síðan
ég man eftir mér og ég ætlaöi alltaf að verða fatahönnuður.“
Hvaö gefur þér hugmyndir að fötunum þínum?
„Ja, það er nú svo margt. Oft læt ég efnið ráöa því hvernig fötin
verðaog kaupi sjaldan efni í einhver fyrirfram ákveðin föt. Stund-
um hanna ég föt út frá einhverjum hlut t.d. fallegri tölu, húsi eöa
tónlist. Meira aö segja þá dreymir mig hugmyndir að fötum, hvað
sem er gefur mér hugmyndir. Föt eru í þrívídd, þau eru síbreytileg
á manneskjunni. Mér þykir ekki nóg að teikna fötin, teikningin
sýnir bara eina hlið. Föt eru eitthvað sem líf er í, þess vegna þykir
mér nauðsynlegt aö máta flíkina á sjálfri mér og öðrum á meðan
ég er að hanna hana.“
Hvaða möguleika hafa fatahönnuðir á íslandi að koma fötunum
sínum á framfæri?
„Það eru til ýmsar leiðir. Nokkrir hönnuðir eru fastráðnir hjá
verksmiðjum og aðrir vinna „freelans“. Ef hönnuður vinnur fyrir
verksmiðju, sem fjöldaframleiðir föt vinnur hann á allt annan hátt
en ef hann hannar eingöngu módelföt. Aðalatriðið fyrir verksmiðj-
una er auðvitað það að flíkin seljist.“
En aðrar leiðir til að koma fötum á framfæri?
„Gallerí Langbrók var stofnað til að koma ýmsum listvarningi
á framfæri. Gallerí Skrydda býður eingöngu upp á íslenska hönn-
un, einnig Maríurnar, og Tískuhús Stellu.“
Hvernig er það I sambandi við fataframleiðendur, notfæra þeir
sér fatahönnuði sem skyldi?
„Mér finnst skilningur vera að aukast á nauösyn fatahönnuða.
Samt vantar mikið á ennþá. Það þykir t.d. sjálfsagt að ráða fram-
kvæmdastjóra og sölustjóra, en að ráða fatahönnuð þykir oft bara
bruðl. Samband á milli framleiðenda og hönnuða er oft of lítið.
24