Vera - 01.12.1985, Side 25

Vera - 01.12.1985, Side 25
Hönnuðurinn er kannski búinn að hanna föt sem passa saman, þannig að flíkurnar tilheyra hver annarri. Svo kemur framleiðand- inn og pikkar einhvert plagg út og setur það í framleiðslu, þá er flíkin komin úr samhengi við það sem hún var upprunalega hönn- uð við.“ Hvað hefurðu verið að gera upp á síðkastið? ,,Ég vann hjá fyrirtæki sem heitir Epal, en það flytur inn og selur efni frá Kvadrat I Danmörku og Marimekkó frá Finnlandi, og einn- ig ullarefni frá Gefjun. Ég hanna og sauma föt úr þessum efnum og var með sýningu á Hótel Borg í byrjun nóvember, ásamt Evu Vilhelmsdóttur I Gallerí Skryddu. En hún vinnur föt úr leðri og rúskinni. Við unnum alla sýninguna sjálfar, þannig að tónlist og hreyfingar hjá sýningarfólki mynduðu umgjörð um fötin, svo að allt varð ein heild. Þannig komast fötin best til skila. Það væri gaman ef það væri hægt að framleiða meira af ís- lenskum fataefnum, fyrir fataframleiðslu, og eins er áhugi al- mennings á fatasaum mjög mikill í dag. Annars finnst mér mikil brögð að því að þegar fólk er að kaupa sér efni í einhverja flík, þá spyr það gjarnan hvort þetta eða hitt efnið sé mikið keypt eða hvort þetta sé í tísku í dag. Fólk þorir ekki að verasjálfstætt í hugs- un, varðandi smekk. Það fylgir alveg tískunni eftir, sama hvort hún klæðir það eða ekki. Þetta er ósjálfstæði og ég held að þetta sé mikið skólunum að kenna. Handavinna og teikning eru greinar sem eru útundan og litið á þær sem eitthvað dútl. Þetta eru ein- mitt mikilvægar greinar þar sem hugur og hönd vinna saman. Það er svo mikilvægt að gefa fólki tækifæri til að vinna skapandi. Ég er líka að kenna fatasaum og aðrar handmenntagreinar upp í Fjölbraut í Breiðholti. Þar hef ég tekið eftir því að það er munur á strákum og stelpum I hinum hefðbundnu saumagreinum. Stelp- urnar þora síður að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi en þær hafa lært, en strákarnir eru yfirleitt óbundnari. Þeir hafa flestir fengið mun minni kennslu í saumum og nær enga í útsaum, og eru oft opnari fyrir því að skapa og leyfa hugmyndafluginu að ráða. í desember kenni ég eina önn uppi í Myndlistaskóla. Þar ætla ég að kenna nemendum í textíldeild að móta eða forma flíkur eftir eigin líkama.“ Finnst þér einhver munur á kven- og karlfatahönnuðum, hvernig þið hannið fötin? „Nei þaö finnst mér ekki, en mér finnst það oft vera litið nei- kvæðu auga ef maður gerir kvenlega hluti. Það verður að taka þeirri staðreynd að við konur gerum kvenlega hluti annað er að neita kyni sínu.“ Finnst þér einhver munur á að hanna föt á kven- eða karlmenn? „Áður en ég eignaðist strákana mína tvo, fannst mér karl- mannsföt leiðinleg, en þegar þeir voru komnir til sögunnar fannst mér spennandi að gera föt á þá. Ég notaði alla liti í föt á þá og í dag eru þeir mjög litaglaðir. Mér finnst að það eigi ekki að vera neinir sérstakir litir fyrir stráka, heldur allir litir, líkt og er með stelp- ur. Föt eru nefnilega skraut og að skreyta sig er eitt af frumþörfum mannsins. En áhugi minn á karlmannsfötum jókst það mikið, að á tímabili var ég að hugsa um að hanna eingöngu föt á karlmenn, vegna þess að þar var þörfin mest, þessi eilífu jakkaföt! En það er sem betur fer að breytast í dag! Hefurðu ekki hannað líka eitthvað fyrir einstaklinga? „Ég er nú að kenna svo að lítill tími gefst til að hanna föt. Ég hef hannað og saumað föt fyrir fólk fyrir eitthvert sérstakt tilefni t.d. brúðarkjóla eða stúdentakjóla. Stundum hefur fólk átt eitt- hvert fallegt efni sem það vill láta sauma úr, og stundum hef ég unnið þetta alveg frá byrjun, þ.e. valið efnið, hannað og saumað. Ég hef unnið barnaföt fyrir íslensk og norsk blöð, hannað búninga fyrir Torfuna og Lækjarbrekku. Síðan lenti ég í því um daginn að sauma kjól fyrir Kjallaraleikhúsið. Þetta var á frumsýningardag- inn, leikrit eftir Reykjavíkursögum Ástu Sigurðardóttur. Kjóllinn sem aðalleikkonan átti að vera í fannst ekki. Kjóllinn var frá 1940 og kjólar frá þeim tíma liggja ekkert á lausu. Nú þeim konum sem standa að Kjallaraleikhúsinu, hafði tekist að verða sér úti um fóð- ursilki, og ég settist niður og saumaði kjólinn eftir lýsingu, því eng- in mynd var til af honum. Þetta hafðist allt og kjóllinn var tilbúinn í tæka tíð.“ Samtalið er búið, við kveðjumst, í leiðinni spyr ég hana hvaö sé svona heillandi við að hanna föt og hún svarar: „Að hannaföt veit- ir mér útrás, annars myndi ég springa." gk 25

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.