Vera - 01.12.1985, Page 26
„Hættu nú að gráta,“ sárbað Bobbó í eldhúsinu. „Hvers vegna
gerirðu svona mikið veður út af öllu? Það eru bara foreldrar mínir
sem koma í matinn. Þau hefðu gert sig fullkomlega ánægð með
einfalda máltíð."
„Nei, það hefðu þau ekki. En ég er ekki að gráta þess vegna.“
„Hvers vegna þá?“
„Þú veist það!“
Aha, Mary Fisher. Vissulega vissi hann það. Hann reyndi skyn-
semina.
„Þú bjóst þó ekki við því þegar ég giftist þér að ég myndi aldrei
framar elska neina aðra?“
„Það var nákvæmlega það sem ég bjóst við. Það er það sem
allir búast við.“
„En þú ert ekki eins og allir aðrir, Rut.“
„Þú átt við að ég sé viðundur.“
„Nei,“ sagði hann rólega og vingjarnlega. „Ég á við að við er-
um öll einstaklingar.“
„En við erum gift. Þess vegna erum við sama hold og blóð.“
„Við giftum okkur nú eiginlega vegna þess að það var hentug-
asti kosturinn. Ég held að við höfum bæði gert okkur þaö Ijóst á
sínum tíma."
„Hentugra fyrir þig.“
„Hvers vegna ertu að hlæja?“
„Vegna þess að þú hugsar og talar í klisjum."
„Ég býst við að Mary Fisher geri það ekki."
„Aö sjálfsögðu gerir hún það ekki. Hún er skapandi listamað-
ur.“
Andy og Nikola, börnin, birtust I eldhúsdyrunum: hann lítill og
fínlegur, hún stór og þunglamaleg. Öfugt við hið eðlilega. Hann
var stúlkulegri en hún. Bobbó ásakaði Rut fyrir að klúðra fram-
leiðslu barnanna. Hann áleit móður þeirra hafa gert þaö viljandi.
Hjarta hans blæddi þeirra vegna. Börn afhjúpa fíngerða tauga-
endaog erta þátil sársaukadag hvern. Hann óskaði þess að þau
hefðu aldrei fæðst, enda þótt hann elskaði þau. Þau stóðu í vegin-
um milli hans og Mary Fisher og hann hafði undarlegar draumfar-
ir þar sem þau hlutu dapurleg endalok.
„Má ég fá kleinuhring?“ spurði Nikola. Hún brást við heimilis-
erfiðleikum með því að biðja um mat. Hún var alltof þung. Hið
væntanlega svar, ,,nei“, myndi veita tilefni til nýrrar gremju og
forða foreldrum hennar þannig frá frekari vandræðum. Þau yrðu
svo önnum kafin við að skamma hana að þau myndu gleyma að
skammast innbyrðis, eöa svo hélt hún: það var rangt.
„Ég er með flís,“ sagði Andy. „Sjáiði, ég er haltur!"
Fay Weldon
Fay Weldon er enskur rithöfundur, gift kona og fjögurra
barnamóðir. Hún hefurskrifaðfjöldaskáldsagna, smásagna,
greina, einnig leikrit og handrit fyrir sjónvarp. Fyrsta bók
hennar, smásögurnar „The Fat Woman’s Joke“, kom út árið
1967 en fyrsta skáldsagan var „Down Amongst The Women“.
Ein bóka hennar hefur áður verið þýdd á íslensku, það var
Praxis, sem Iðunn gaf út og var sú saga einnig lesin upp í út-
varpi. Fay skrifaði m.a. handritið að fyrstu þáttum „Upstairs
Downstairs", sem sýndir voru í íslenska sjónvarpinu og hún
hefur nýlega útbúið skáldsögu Jane Austen, „Pride and
Prejudice" fyrir breska sjónvarpið.
Sagan „Ævi og ástir kvendjöfuls" gerist í Ástralíu. Hún seg-
ir frá eiginkonu, sem missir eiginmanninn í greipar ægi-
fagurrar skáldkonu. Söguhetjan, þ.e. eiginkonan yfirgefna,
grípurtil hefndar, sem bókin lýsir þangaðtil öll kurl eru komin
til grafar. Hefndaraðgerðirnar eru all ævintýralegar; fyndnar
og illkvittnar ísenn — eiginlega eins og bókin er sjálf! Bókaút-
gáfan Forlagið gefur bókina út í þýðingu Elísu Bjargar Þor-
steinsdóttur og Vera fékk góðfúslega leyfi til að birta forsmekk
að bókinni.
Við grípum niður í sögunni skömmu eftir að hún byrjar, Rut
— eiginkonan og Bobbó, eiginmaðurinn, eiga von á foreldr-
um hans í kvöldmat. Rut veit af framhjáhaldinu, hann veit að
hún veit það. Mary Fisher er auðvitað skáldkonan yndis-
fríða. . .
/EVI
OG
ÁSTIR