Vera - 01.12.1985, Page 27

Vera - 01.12.1985, Page 27
[VENDJOFULS Þessu til sönnunar gekk hann þvert yfir matarlagiö á gólfinu, haltraði inn í stofuna og ataði sósu í gólfteppið. Það var haust- grænt og í fagurlegu og öruggu samræmi við Ijósgræna veggina og sægrænt loftið. Bobbó taldi að fituklístruð fótsporin myndu hækka hreinsunarreikninginn um 30 $. í hinni árlegu yfirferð yrði að setja það í Sérstaka meðferð, ekki Venjulega hreinsun. Úti fyrir komust Angus og Brenda að þeirri niðurstöðu að Rut hefði nú endurheimt sálarró sína. Þau stóðu upp af garðveggnum og gengu upp stíginn og klingdu frumskógarbjöllum framdyr- anna. Pling plong! ,,Vertu mér ekki til skammar frammi fyrir foreldrum minum,“ bændi Bobbó og Rut herti grátinn: hún gaf frá sér gífurleg ekka- sog og tröllauknar herðar hennar hófust og hnigu. Meira að segja tár hennar virtust stærri og blautari en annars fólks. Mary Fisher grét snyrtilegum litlum tárum, hugsaði Bobbó með sér, og þau höfðu mun meira yfirborðsþensluþol en tár konu hans og væru áreiðanlega verðmeiri á hinum opna hjónabandsmarkaði. Ef slíkt fyrirbæri væri til myndi hann leggja Rut inn tafarlaust. „Komið inn fyrir,“ sagði hann við foreldra sína í útidyrunum. „Gangið í bæinn.“ ,,En hvað það er yndælt að sjáykkur.“ Rut var að skera lauk. Hún er svolítið tárvot, er ég smeykur um.“ Rut hljóp upp í herbergið sitt. Þegar Mary Fisher hljóp var fóta- takhennar létt og blítt. Líkamsþungi Rutarvalt af öðrum stæðileg- um fótleggnum yfir á hinn og húsið skalf í hverju skrefi. Húsin í Edenlundi voru hönnuð fyrir fólk sem ekki var einungis minna heldur líka miklum mun léttara. Nú. í skáldsögum Mary Fisher, sem seljast í hundruðum þús- unda eintaka í glitrandi bleikum og gylltum kápum, hefja litlar göfuglyndar kvenhetjur tárvot augu sín upp til glæsilegra karl- manna, afsala sér tilkalli til þeirra og hljóta þá að launum. Litlar konur geta litið upp til karlmanna. En konur sem eru sex fet og tveir þumlungar á hæð eiga í erfiðleikum með þaö. Og ég segi ykkur þetta: ég er afbrýðisöm! Ég er afbrýðisöm vegna sérhverrar lítillar laglegrar konu sem hefur lifað og litið upp á þessarri jörð allt frá upphafi veraldar. Ef satt skal segja er ég að tærast upp af afbrýði, og það er tilfinning í lagi, lifandi og síhungr- uö. En hvers vegna ætti mér svo sem ekki að standa á sama, sPyrjið þið? Get ég ekki bara lifað í sjálfri mér og gleymt þessum hinum hluta lífs míns og verið ánægð? Á ég ekki heimili, mann sem borgar reikningana og börn til að sinna? Er það ekki nóg? >.Nei!“ er svarið. Ég vil, ég þrái, ég er heltekin af þeirri ósk að til- heyra hinni veröldinni, heimi kyntöfra og valkosta, þrár og girnda. Það er ekki ást sem ég vil. Það er ekkert svo einfalt. Það sem ég vil er að taka allt og gefa ekkert í staðinn. Það sem ég vil er vald yfir hjörtum og hirslum karlmanna. Við hér í Edenlundi eigum ekki kost á annars konar valdi, og mér er meira að segja neitað um það. Ég stend í svefnherberginu mínu, okkar svefnherbergi, her- berginu okkar Bobbós, og reyni að koma andlitinu á mér í samt lag til þess að geta hið fyrsta snúið mér aftur að hjónabandsskyld- um mínum, að eiginkonuhlutverkinu og móðerninu og tengda- fólki mínu. í þessum tilgangi hef ég yfir Trúarjátningu Hinnar Góðu Eigin- konu. Hún er á þessa leið: Ég verð að þykjast vera hamingjusöm þegar ég er það ekki; það er öllum fyrir bestu. Ég á ekki að gera neinar neikvæðar athugasemdir um lífshætti mína; það er öllum fyrir bestu. Ég á að vera þakklát fyrir þakið yfir höfði mér og fæðuna á borði mínu og eyða dögum mínum í að sýna það með því að þrífa og matreiða og stökkva á fætur og til sætis míns; það er öllum fyrir bestu. Ég verð að sjá til þess að foreldrum eiginmanns míns geðjist að mér og mínum að honum; það er öllum fyrir bestu. Ég verð að játast undir þá grundvallarreglu að þeir sem þéna mest utan heimilisins eigi mest skilið innan þess; það er öllum fyr- ir bestu. Ég verð að byggja upp kynferðislegt sjálfstraust eiginmanns míns, ég má ekki tjá neinn kynferðislegan áhuga á öðrum karl- mönnum í einrúmi eða opinberlega; ég verð að leiða það hjá mér þegar hann gerir lítið úr mér með því að hrósa opinberlega konum sem eru mér yngri, fallegri og fremri, og með því að sofa hjá þeim í einrúmi ef hann getur; það er öllum fyrir bestu. Ég verð að veita honum siðferðislegan stuðning í öllum hans gerðum, hversu siðlausar sem þær kunna að vera, það er hjóna- bandinu fyrir bestu. Ég verð að látast vera honum síðri á öllum sviðum. Ég verð að elska hann í auðlegð og fátækt, á góðum tím- um og slæmum, og má aldrei víkja af vegi tryggðar minnar við hann, það er öllum fyrir bestu. En Trúarjátningin ber ekki tilætlaðan árangur. Hún sefar ekki: hún æsir. Ég vík af veginum: tryggð mín tekur hliðarspor! Ég lít í eigin barm: ég finn hatur, já: hatur á Mary Fisher, heitt, sterkt og sætt: en ekki ögn af ást, ekki hinn minnstatitrandi bláþráð. Ég er ekki lengur fangin í ást minni á Bobbó! Ég hljóp upp stigann grát- andi af ást. Ég mun hlaupa niður ástlaus, þurreyg.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.