Vera - 01.12.1985, Síða 30
„Hefðbundin viðhorf“
ráða ferðinni
og við því er ekkert að gera!
Það er ástæða til að skoða velþá umsögn,
sem embœttismenn borgarinnar lögðufram
um tillöguna og stjórnmálamenn — hvar í
flokki sem þeir standa — lögðu blessun sína
yfir. Umsögnin er e.t.v. einhver blautasta
tuskan sem konur hafa fengið framan í sig
allt frá því þær fóru að gera kröfur um
breytt viðhorf í garð þeirra starfa sem þœr
inna af hendi og í framhaldið af því, til
bættra kjara á vinnumarkaðinum.
Áöur en kemur aö fjórliða umsögn um tillöguna,
leggja embættismennirnir fram forsendur sínar. Þær
forsendur eru hins vegar einmitt þær forsendur, sem til-
lagan — og barátta kvenna — gerir ráð fyrir að þurfi aö
breytast! „Röðun starfsmanna í launaflokka jafnt hjá
Reykjavíkurborg sem á hinum almenna vinnumark-
aði byggist á hefðbundnum viðhorfum um mikilvægi
starfa“ o.s.frv. umsögnin í heild er í fyrri grein Veru. í
umsögninni er hvergi tekin efnisleg afstaða til þess
megin tilgangs tillögu,nnar aö breyta einmitt þessum
heföbundnu viðhorfum! Aö auki segir: ,,Á síðari árum
hefur konum í slíkum störfum hjá Reykjavíkurborg fjölg-
að.“ Þetta er sérkennileg fullyröing í Ijósi þess aö kon-
um í hæstu launaflokkum hefur í raun fækkaö: Áriö
1972 voru 17 konur í 11 efstu launaflokkunum hjá borg-
inni, þá voru 2.75% kvenna í starfi hjá Reykjavík þar. í
janúar 1984 voru hins vegar 7 konur í þessum launa-
flokkum eða 0.45% kvenna sem störfuöu hjá borginni.
Þó hefur hlutfall karla í störfum hjá borginni lækkaö og
konum fjölgað, árið 1972 var hlutfall karlanna 57.7% en
áriö 1984 var það 39.5%. Fjölgun kvenna sem starfa
hjá Reykjavíkurborg hefur þannig alls ekki skilað sér í
hærri launum þeim til handa.
Of skammur tími
í hinni fjórliöuöu umsögn kennir margra sérkenni-
legra grasa. í fyrsta lið er því borið viö aö tímamörk til-
lögunnar séu óraunhæf vegna þess að í henni er gert
ráö fyrir að nýtt starfsmat liggi fyrir viö gerö næstu kjara-
samninga. Séu menn þeirrar skoðunar aö lengri tíma
þurfi til að vinna aö nýju starfsmati, er þaö athugasemd
út af fyrir sig en segir ekkert um þaö, hver efnisleg af-
staða er til nýs mats almennt. Sé raunverulegur áhugi
á því aö endurskoöa núgildandi mat, má benda á aö
þaö taki lengri tíma en tillagan gerir ráö fyrir — en sú
skoðun útilokar alls ekki að matið fari fram. Einnig
mætti spyrja hér hvernig yfirhöfuð er hægt aö semja um
kaup og kjör í kjarasamningum og myndi það nægja viö
samningaborð að segja einfaldlega sem svo, að ekki sé
nægur tími til stefnu? Þætti þaö forsvaranleg meöferð
á kröfum samningsaðila?
Þaö er ekki hægt!
[ öörum lið umsagnarinnar segir að ekki sé hægt aö
takmarka starfsmat við störf kvenna eingöngu. Þaö má
svo sem til sanns vegar færa að meö endurmati á
kvennastörfunum myndi staða karlastéttanna breytast
frá því sem hún er í dag samanborin við stöðu kvenna,
en slíkt endurmat felur alls ekki í sér að kjör karla myndu
breytast frá því sem nú er. Tillagan er flutt í því augna-
miði aö breyta stööu kynjanna frá því sem nú er, aö gera
ólíka stööu aö jafnstööu. Þegar í umsögninni er fullyrt
að ekki sé hægt aö takmarka starfsmat við störf kvenna
eingöngu, hvaö er þá veriö aö segja? Þaö, aö það sé
ekki hægt aö leiðrétta misréttið! Þaö er að segja, til-
raunir kvennastéttanna til þess aö fá einhverju fram-
gengt af sínum launakröfum eru vonlausar. Þaö er ekki
hægt aö leiðrétta misréttiö! Hvernig hugsa þessir um-
sagnar aöilar sér að framfylgja lögum um jafna stööu og
jafnan rétt kvenna og karla þar sem segir: „Konum og
körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara
fyrir jafn verömæt og sambærileg störf“. (Jafnréttislög-
in, 3. grein, samþ. 28. júní 1985). Og undir þá skoðun,
að endurmat á störfum kvenna sé einfaldlega ekki
mögulegt, taka talsmenn launastéttanna í borgarstjórn
þegjandi og hljóöalaust!
„Hefðbundin viðhorf“ enn og enn!
í þriðja lið umsagnarinnar segir aö „ákvöröun um
gerð starfsmats verður ekki tekin nema samningsaöilar
séu báöir um þaö sammála og um hvernig aö því skuli
staöiö." Þessi orö byggja ekki á ööru en persónulegu
mati umsagnaraðila á því hvernig samningsaðilar
ÆTTU aö bregðast viö tillögunni, ekki hvernig þeir
myndu bregöast viö henni væri tillagan borin undir þá.
Þ.e.a.s. enn og aftur eru það „hefðbundin viðhorf"