Vera - 01.12.1985, Qupperneq 31

Vera - 01.12.1985, Qupperneq 31
embættismannanna sem ráöa umsögn þeirra, ekki efnisleg afstaða að athuguðu máli. Staðreyndin er reyndar sú, að tillagan hefur verið borin undir stjórnir bæði Sóknar og Framsóknar og á báðum stöðum var henni fagnað. Tillagan var líka kynnt formanni Starfs- mannafélags Reykjavíkur, sem kvaðst mundu bera hana undir stjórnina en taldi ólíklegt að hún fengi þar hljómgrunn — karlarnir myndu aldrei samþykkja hana og ekki hann sjálfur heldur. Sömu viöhorf koma í veg fyrir ný í fjórða lið segir svo að „reynslan af starfsmati, sem fram fór árin 1969—1970 bendir ekki til þess að æski- legt sé að hefja nú þegar framkvæmd slíks mats.“ Þá höfum við það. Reynslan, (sem engum er sagt hver er og sem embættismennirnir hafa sjálfsagt metið út frá eigin ,,hefðbundna“ sjónarhóli), af mati sem fram fór fyrir 15 árum, fimm árum fyrir upphaf kvennaáratugar, kemur í veg fyrir að hægt sé að endurskoða málið og hefjast handa við að bæta kjör kvenna! Tillagan miðar að því að skoða stöðuna eins og hún er núna og leggja nýtt verð- mætamat til grundvallar við endurmat á vinnuframlagi kvenna. Kjarni tillögunnar er að gamla matið það sem konur búa við í dag, þarfnist breytinga frá því sem það er. Umsögnin tekur á engan hátt á þessum kjarna. Gömul viðhorf koma í veg fyrir breytt viðhorf — það er það sem umsögnin segir, annað ekki. Að lestri umsagnarinnar verður ekkert Ijóst um efnis- legaafstöðu embættismannannatil hennar. Umsögnin er einskis virði að öðru leyti en því að hún lýsir þeirri skoðun að konur séu best komnar þar sem þær eru, þannig hafi það alltaf verið og því verði ekki breytt. Konur hafa um árabil bent á það launamisrétti sem ríkir í landinu. Tvisvar hafa íslenskar konur staðið svo tugþúsundum skiptir saman að kröfunni um endurmat á störfum sínum, fyrst árið 1975 og aftur núna í haust. Á það hefur verið bent sem lausn að við konurnar tök- um stefnuna inn á hinar hefðbundnu og velborguðu karlabrautir á vinnumarkaðinum. Sú lausn ein er þó ekki fullnægjandi enda gerast þær raddir nú æ hávær- ari, að það sé réttur kvenna að kjósasér störf sem henta reynslu okkar og menningu og að konur eigi ekki að gjalda þess í þynnra launaumslagi. Hver af annarri stöndum við upp og segjum: við erum mikils virði, greið- ið okkur laun í samræmi við það. Það er á þessari skoð- un, sem tillagan um endurmat á störfum kvenna er byggð. En meðþví að leggjafram umsögn sem þá, sem hér hefur verið greint frá, er verið að andæfa þessari skoðun með þeim rökum að vegna þess að vinnufram- lag kvenna hafi einatt verið lítils metið, verði þaö svo áfram! Sé þetta sú skoðun, sem við eigum við að etja er enn þá lengra í land með að nokkur jöfnuður náist og við miklu harðskeyttari andstöðu að eiga en við höfum gert okkur grein fyrir. Þessi skoðun virðist þó ríkjandi í stjórn höfuðborgarinnar. Ms Krefjumst betri launa í 5. tbl. af Veru sem útkom íágústs.l. varlítil- lega fjallað um það ástand sem skapast befur í dagvistarmálum vegna skorts á fóstrum og starfsfólki á dagvistarstofnunum borgarinnar. Það vita allirsem vilja vita að þessi mannekla er aðeins liður ímiklu stœrra málisem er léleg laun allra þeirra sem vinna hefðbundin kvennastörf og fá þau greidd samkvœmt taxta. Sitja þar við sama borð konur sem vinna þjónustu- uþþeldis- og umönnunarstörf sem og konur sem vinna í frumframleiðslunni. Enda ersvo komið að erfið- lega gengur að manna öll þessi störf. Þetta ástand sést í hnotskurn þegar kannað er hvern- ig gengur að manna kvennastörfin hjá nokkrum fyrir- tækjum og stofnunum Reykjavíkurborgar. Þetta gerðu borgarfulltrúar Kvennaframboðsins nú fyrir skömmu og fengu þá m.a. eftirfarandi upplýsingar. Á Borgarspítalann vantaði 30—40 hjúkrunarfræð- inga, 50—60 sjúkraliða og auk þess Sóknarstúlkur. Að sögn starfsmannastjórans þar er ástandið á spítalanum mjög slæmt og verra en áður. Vegna þessa skorts stendur nú fjöldi rúma ónotaður. í Heimilishjálp borgarinnar er í dag heimild fyrir 240 stöðugildum Sóknarkvenna og í þessum störfum eru nú 500 konur. Þó það virðist ærinn mannskapur þá er það > samt ekki nóg því að til þess að geta fyllt upp í stöðu- heimildirnar vantar enn um 100 konur í hlutastörf hjá Heimilishjálpinni. Þessar konur sinna mikið öldruðum sjúklingum sem eru enn í heimahúsum og starfið er bæði erfitt og illa launað, 95—100 kr. greiddar á tímann. Af þessum sökum vilja konur ekki gefa sig í þetta nema hluta úr degi. Það sýnir kannski best í hvern hnút þessi mál eru komin, að Heimilishjálpin hefur gripið til þess óyndisúrræðis að höfða til sektarkenndar og fórnar- lundar kvenna í auglýsingum sínum eftir starfsfólki. í auglýsingunni er hins vegar hvergi minnst einu orði á launin enda vitað að þau lokka fáa til starfa. Lesendum til fróðleiks látum við auglýsinguna fljóta hér með. Hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur hefur ástandið heldur ekki verið beisið nú í haust. Þar geta 120 konur unnið á borðum við snyrtingu og pökkun þegar fullmannað er, en ekki alls fyrir löngu voru aðeins 30—40 konur mætt- ar til að vinna þessi störf. Eftir að þessar upplýsingar fengust hefur að vísu verið gerður nýr bónussamningur en ólíklegt verður að teljast að hann breyti miklu. Hjá dagvistarstofnunum borgarinnar hefur ástand- ið eitthvað lagast frá því um mánaðarmótin ágúst/sept- ember a.m.k. hafa allar deildir verið opnar nú um nokk- urt skeið. Engu að síður vantar enn fjöldann allan af fóstrum til að fullmannað sé og afleysingafólk er af skornum skammti. Hitt er svo vitað að undanfarnar vik- ur hafa yfirborganir og yfirvinnugreiðslur verið stundað- ar til þess að halda í einstaka starfsmenn. Slíkar lausnir eru auðvitað algerlega óviðunandi þar sem þær eru bundnar einstaklingum og eru líklegri til að valda deil- um og sundrungu heldur en að leysa nokkurn vanda. Eins og fyrr segir má rekja þá manneklu sem hér hef- ur verið tíunduð til lélegra launa kvenna. En það má lesa fleira út úr þessu ástandi. Það má lesa út úr því þá ánægjulegu staðreynd að konur láta ekki lengur bjóða sér smánarlaun fyrir vinnuframlag sitt eigi þær annarra kosta völ. Það er ekki lengur hægt aö gera út á fórnar- lund kvenna og gera þær einar ábyrgar fyrir velferð ungra og gamalla né heldur fyrir útflutningsverðmæt- um okkar þegar allt stefnir í óefni. Störf kvenna eru mikils virði og eiga að greiðast í samræmi við það. Og það er einmitt núna sem konur ættu að sæta lagi, taka höndum saman þvert á starfsstéttir og krefjast þess að laun þeirra og kjör verði bætt. Eftir nýjustu fregnum úr borgarstjórn að dæma, er ekki vanþörf á því að snúa bökum saman i baráttunni fyrir endurmati á kvenna- störfum og sómasamlegum launum fyrir þau. — isg.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.