Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 33
um. Magdalena benti á skipulag Grafarvogs, þar sem
Fjallkonuvegur klýfur gönguleið barna í skóla og á ný-
legt skipulag Skuggahverfisins, en samkvæmt því er
börnunum ætlaö að fara yfir Hverfisgöguna á leið í
skóla ,,því það er ekki pláss fyrir skóla í nýja undra-
hverfinu“ eins og hún orðaði það. Það kann að vera
hægt að afsaka það, þegar hraðbrautir liggja þvert á
skólahverfi í gömlum hverfum — eins og Sogavegur,
Barónsstigur, Hofsvallagata og fleiri götur gera, sagði
Magdalena; við því er einmitt reynt að ráða bóta með
hraðatakmarkandi aðgerðum. En í nýjum hverfum er
það óafsakanlegt og það má furðu sæta að strax skuli
vera farnar að berast beiðnir um öldur frá íbúum Grafar-
vogsins. „Umferðamál snerta ekki aðeins umferða-
nefnd, þau snerta líka þá sem hafa með það að gera
hvert börnin þurfa að fara og hversu oft á dag. Þau
snerta þá sem hafa með það að gera hvert fólk sækir
vinnu, þ.e. hvar atvinnutækifærunum er fyrir komið og
hvort það þurfi meiri háttar þjóðflutninga tvisvar á dag
iborginni. Þausnerta þá, sem hafayfirverslunarháttum
að segja, þá sem ráða almenningsvagnakerfinu, hvort
þjónusta þeirra er góð og ódýr. Umferðarmál snerta þá
sem hafa með dagvistunarmál að gera, hvort börnin
eigi kost á öruggu útivistarsvæði, og þau snerta þá sem
hafa með málefni aldraðra að gera. ,,Meö þessu sagð-
ist Magdalena vilja vekja athygli borgarstjórnar á því að
umferðaröryggi í borginni snerti í raun flestar nefndir
hennar og ráð.
Hver er beittur ofbeldi?
Hún sagði það rangt að kalla öldur „ofbeldisaðgerð-
ir“ eins og ónefndur maður hefði gert, þvert á móti væri
það fólk ofbeldi beitt, sem bera þyrfti daglegan kvíða í
brjósti um öryggi barna sinna eða aldraðra ættingja.
Það væri ekki ofbeldi að reyna að fá ökumenn til að ferð-
ast á löglegum hraða og það væri ekki annað sem verið
væri að gera meö hraðahindrandi aðgerðum. Borgar-
ráð, Strætisvagnar Reykjavíkur og viðhorf í garð upp-
hækkananna hefðu verið helstu Þrándar í Götunni, nú
væru viðhorfin greinilega að breytast og því skoraði hún
á borgarstjórn að leggja tillögunni lið, þar með
myndi borgarstjórn renna stoðum undir þau viðhorf, að
það sé frá sjónarhóli þeirra, „sem okkur ber skylda til
að halda hlífðarskildi yfir, sem taka þarf ákvarðanir,
ekki aðeins um umferðarmál, heldur flest þau mál, sem
borgarstjórn þarf að skera úr um.“ Magdalena sagðist
að lokum eiga þó ósk, að borgarfulltrúar vendu sig á að
ímynda sér að þau væru fimm, sex, sjö ára kríli á leiðinni
heim úr skólanum: „í hvert skipti sem við erum að koma
á bílunum okkar hingað á þessa fundi, um hálf-fimm
leytið þegar rökkva tekur og veðrið er eins og það er bú-
ið að vera undanfarna daga (slagveður!) skulum við
hugsa okkur að við séum bara svona lítil að brjótast
heim til okkar úr skóla með ekkert til að treysta á nema
endurskinsmerkin dinglandi utan á okkur og þekkingu
á umferðareglum, sem enginn fer eftir nema við. Þessi
litlu kríli ættu að geta treyst á okkur líka.“
k.