Vera - 01.12.1985, Page 35

Vera - 01.12.1985, Page 35
I Sæist þetta á því aö stefnuræðan fjallaði um tölur en víst er að efnahagsmál snúast ekki bara um tölur „heldur um hvað þessar tölur og stærðir þýða fyrir líf og starf fólksins í landinu." Lækkun kaupmáttar kauptaxta þýðir áframhaldandi vinnuþrælkun, minnkandi sjálfsvirðingu fólks, minnkandi samvistir foreldra og barna og svo mætti lengi telja. Sigríður Dúna sagði að manneskjurnar sem landið byggja virtust nokkuð ógreinilegar í augum forsætisráð- herra og sá helmingur þeirra sem væru konur væru honum ósýnilegur. Bent hún á að þetta kæmi Ijós- lega fram í því að í lok kvennaáratugar, er ekki minnst einu orði á konur í stefnuræðunni. Kristín Halldórdóttir sagði í ræðu sinni að Kvenna- listinn væri hvorki sammála sparnaðar- né fjárfest- ingarstefnu ríkisstjórnarinnar enda væri nú sýnt að hún væri að steypa Islenskum heimilum og einstak- lingum í gríðarlegan vanda. Sama má segja um sveitarfélögin þar sem nú væri að skapast hrikaleg- ur vandi víða um land vegna skulda ríkissjóðs við mörg sveitarfélög. Kom fram í máli hennar að van- greidd framlög ríkissjóðs við sveitarfélögin næmu tugum milljóna. Sagði hún að ástand þetta sýndi hve áríðandi það væri orðið að breyta stjórnarkerfinu í þá átt að gera sveitarfélögin ábyrgari og sjálfráðari um sín mál. Kristín talaði einnig um atvinnuþátttöku kvenna og sagði konur bera uppi að miklu eða öllu leyti fjölmargar starfsgreinar en hafi hins vegar átt lítinn þátt í mótun þeirra. Hvatti hún konur til aö taka meiri þátt í mótun og uppbyggingu atvinnulífsins og sagði að þær mættu ekki líta á forræði og frumkvæði karla sem óhagganlegt náttúrulögmál. Guðrún Agnarsdóttir benti á í ræðu sinni að „gull- skip íslensku þjóðarinnar lægi ekki í stóriðjunni held- ur í íslensku hugviti. Því ætti að leggja áherslu á menntamálin. Vék hún orðum sínum að hörmulegu ástandi skólamála og benti meðal annars á þann gíf- urlegaaðstöðumunsem væri milli þéttbýlis og strjál- býlis. Einnig minntist hún á aðbúnað í skólum, skort á fjölbreyttum og nútímalegum námsgögnum, laun kennara, svo nokkuð sé nefnt. Talaði hún einnig um aðbúnað Háskóla íslands og nefndi hve alvarlegar afleiðingar stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum væru þarsem þekkingarsköpun væri undirstaðaat- vinnuuppbyggingar. Guðrún talaði einnig um stöðu kvenna í þjóðfélaginu og fjallaði um skert þjóð- félagsleg réttindi heimavinnandi kvenna, bæði hvað varðar lífeyrisréttindi og tryggingabætur. FLUGFREYJU- DEILAN Varla var fólk farið að venjast nýskipun ráðherra- > embætta þegar Matthías Bjarnason, samgöngu- málaráðherra mætti á þing með stjórnarfrumvarp- um kjaradóm í deilu Flugfreyjufélagsins og Flug- leiða hf. Markmið þessa frumvarps var að taka verk- fallsréttinn af flugfreyjum og með því binda endi á fyrirhugað verkfall. Þetta skeði þann 23. nóvember eða daginn fyrir alþjóðlegan kvennadag Sameinuðu þjóðanna sem íslenskar sem erlendar konur ætluðu að halda hátíðlegan. Þennan dag var ísland í heims- fréttunum fyrir samstöðu Islenskra kvenna og styrk en samgöngumálaráðherra sá um að heimurinn fengi líka að vita afhverju íslenskar konur þurfa þennan mikla styrk. Aðfaranótt Kvennadagsins stóðu þingkonur Kvennalistans í ströngu við það að reyna að hindra að íslensk stjórnvöld settu á lög sem tækju af kvennastétt verkfallsrétt og það á sjálfan Kvenna- daginn. Þessa nótt var staða og launamál íslenskra kvenna rædd á Alþingi íslendinga. Guðrún Agnarsdóttir sagði að konur þær sem eru að heyja kjarabaráttu vinna við hefðbundin kvenna- störf. Benti hún á að störf þessi eru unnin við erfiðar aðstæður, oft utan venjulegs vinnutíma og jafnframt krefjast þau fjarvista frá heimilum. Samt segjast vinnuveitendur þeirra ekki geta mætt kröfum þeirra um vaktaálag á launin og beita fyrir sig þeim rökum að á eftir muni koma auknar kaupkröfur annarra starfsmanna. Guðrún sagði að mál þetta væri ná- tengt stöðu og kjörum kvenna í þessu þjóðfélagi og benti á að slíkt væri ástandið í hinum hefðbundnu störfum kvenna að erfiðlega gengur að fá konur til þeirra. Benti hún á sem dæmi að illa gengur að manna fiskvinnsluna og fóstrur vantar á dagvistun- arstofnanir. Sagði Guðrún ennfremur að menntun hefur löngum þótt vera lykill að betri kjörum, en því miður ætti þetta ekki viö um konur, því þær hafa þrátt fyrir viðleitni til að sækja sér aukna menntun lent í því að fylla flokk menntaðra láglaunastétta. Kristín Halldórsdóttir mótmælti þeim vinnubrögð- um sem viðhöfð voru á Alþingi þennan sólarhring og lýsti yfir andstöðu Kvennalistans við frumvarp þetta. Sagði hún að ekki hafi verið reynt til þrautar að semja eftir eðlilegum leiðum og einnig að fréttir af kjörum flugfreyja og af samningaviðræðum við þær hafi verið afar villandi. Sagði hún ennfremur að það væri synd að Flugleiðir skuli ekki hafa notað þetta einstæða tækifæri til þess að leiðrétta kynbundið launamisrétti í sínu fyrirtæki. Á fundi efri deildar kl. 3 um nóttina aðfararnótt 24. nóvember gengu þingkonur út af fundinum. í því til- efni sagöi Sigríður Dúna að hún mótmælti harðlega þeim vinnubrögðum sem viðhöfð væru á Alþingi þá um nóttina og að vinnubrögðum sem þessum væri ekki sæmandi viti bornum mönnum. Sagöi hún enn- fremur að ef þessum skrípaleik yrði ekki hætt og fundi frestað þá myndi hún ganga út í mótmæla- skyni við þeirri valdaníðslu sem viðhöfð væru. Við vitum allar hvernig málinu lyktaði og á baráttu- degi okkar þann 24. október minntumst við liðinna atburða kvennaáratugarins, lögðum niður störf til að mótmæla kynbundnu launamisrétti í þjóðfélaginu en vorum líka minntar gróflega á að enn er langt í land að þeirri hugarfarsbreytingu og kvenfrelsi sem við stefnum að. En látum ekki hugfallast og munum að hálfnað er verk þá hafið er.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.