Vera - 01.12.1985, Page 37

Vera - 01.12.1985, Page 37
„Við erum háð túlkun erlendra frétta- manna“ Hólmfríður Garðarsdóttir hefur farið víða í sumar. íjúlí lagði hún land undir fót og hélt til Nairobi á kvennaráðstefnu félagasamtaka, For- um '85, þar sem hún hitti og skiptist á skoðunum við konur allstaðar að úr heiminum. Undanfar- ið hefur Hólmfríður setið, fyrir hönd Kvennalist- ans í nefnd sem staðið hefur að og undirbúið h- eimboð fulltrúa samtaka sem kölluð eru ,, The African National Congress “ eða ANC og útleggst á íslensku Afríska Þjóðarráðið. ANCeru samtök fólks af öllum kynþáttum í Suður-Afríku, og eru sterkustu og viðurkenndustu samtökin sem berj- ast geg7i aðskilnaðarstefnunni þar. Samtökin hafa opinbert aðsetur í mörgum löndum og hafa haft fulltrúa hjá Sameinuðu Þjóðunum í 15 ár. Hólmfríður var spurð hvert væri markmiö heimsókn- arinnar? Hún sagði, flest Norðurlandanna hafa frétta- fólk staðsett í Suður-Afríku og fá því fréttir beint þaðan. Fréttirnar sem berast frá Suður-Afríku til íslands koma aftur á móti í gegnum alþjóðlegar fréttastofur og eru ís- lendingar þar af leiðandi háðir túlkun erlendra frétta- manna á ástandinu þar. Tilgangur heimsóknarinnar er aðallega að gefa íslendingum tækifæri til að fá upplýs- ingarfráfyrstu hendi, þaðer kynnast viðhorfum blökku- manna í Suður-Afríku frá þeim sjálfum. Aron Mnisi, fulltrúi ANC, kom þann 14. október og dvaldi hér á landi í eina viku. Meðan á dvöl hans stóð hitti hann meðal annars forsætisráðherra, nýbakaöan iðnaðarráðherra, heimsótti skóla, fór á fund með verka- fólki o.fl. Hólmfríður sagði að Aron Mnisi, sem er fulltrúi ANC á Norðurlöndunum, hafi síðast komið til Suður- ,,Viðskiptabönn koma ekki verst niður á blökkumönnum í Suður- Afríku“. Vera rœðir við Hólmfríði Garðarsdóttur um heimsókn full- trúa Afríska Þjóðarráðsins og konur í Suður-Afríku. L

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.